Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 32
þjóð sína; verkin vinna margar höndur, en andinn, viljinn, hvatirnar,
stefnan, stjómin - þetta kemur fremur frá hinum einstöku útvöldu, frá
hinum miklu persónum. í þessum manni lærði þjóð vor að þekkja sig
aftur, þekkja sig sem þjóð, eining, heild, sem lifandi persónu, með æru,
sjálfsábyrgð, með tign köllunar og ákvörðunar. Að vekja þjóðerni sinnar
þjóðar, það var hans köllun.30
Ingibjörgu líkir hann við Bergþóru sem fylgdi manni sínum í dauðann:
Hin sanna kona yfirgefur ekki mikilmennið þótt sú jörð brenni er þau standa
á, hún treður með honum eldinn til hinnar hinstu hvílu [...] Sönn dóttir
þíns fósturlands varst þú og fyrir því kveðja þig í dag landsins börn eins og
þau kveðja mann þinn — þau kveðja ykkur bæði — ekki eins og vandalausa
heldur sem ættingjar, vandamenn og börn sína foreldra. (s. 41).
Og í lokin hnykkir hann á hinum kristna vonarboðskap:
En kistan og gröfin eru ekki endirinn. Guð vors lífs! Sýn oss takmarkið [...]
svo að vér ekki grátum eða stöndum sem föður- og móðurlaus börn, þar
sem kapparnir liggja fallnir, hinir mestu og bestu, heldur tengjum höndum
saman við þeirra gröf og höldum áfram með nýjum, heilögum hetjumóði,
syngjandi mitt í sorg og stríði:
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indœl pílagríms avigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í paradís með sigursöng. (s. 46-47)
Að lokinni ræðu séra Matthíasar var sá liður athafnarinnar sem hlýtur
að hafa verið eins konar hámark. Það var flutningur sorgarsöngsins, kant-
ötunnar, Grát þú Island. Textinn var eftir Matthías en lagið samdi kona
landshöfðingjans Hilmars Finsens, frú Olufa Finsen. Olufa Finsen var dönsk
að ætt (d. 1908) og vann að framgangi ýmissa framfaramála Reykjavíkinga
svo sem stofnun sjúkrahúss og kvennaskóla. Þá lék hún vel á píanó og lagði
sitt af mörkum til að efla tónlistarlíf í Reykjavík.31 Landshöfðingjafrúin lék
sjálf undir og hafði valið fjórar manneskjur til að syngja sem kór og auk
þess tvo einsöngvara. Einsöngvararnir voru frú Asta Hallgrímsson (1857-
1942), dóttir Guðmundar Thorgrimsens faktors á Eyrarbakka og eiginkona
30 Útfór 1880, s. 43-44, leturbreyting mín.
31 Jón Helgason 1941.2, s. 152-153, mynd á myndasíðu XVI.
30
J