Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 84

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 84
Þar mátti byggja á landræmu sem nam hálfum kílómetra en ferskt vatn var þar ekki að finna. Önnur tilraun var gerð á hæðinni Píon skammt frá en þar var unnt að ryðja fjórum sinnum stærra landsvæði til uppbyggingar. Hæðin sú var þó þeim annmörkum háð að vera tvisvar sinnum hærri en sú fyrri sem auðveldaði ekki uppbygginguna enda þótt ætla megi að hæðin hafi aukið á öryggi staðarins. Leifar Efesus eins og flestir þekkja þær í dag eru frá tíma Alexanders mikla og Rómverja og tekur annars vegar til sléttu á milli Píon og flóa til suðurs og hins vegar til fjallgarðs sem tengir saman Helíbaton og Píon. Frá þessum tíma eru reistar gríðarlegar byggingar í Efesus en Artemisarhofið hlaut þann heiður að kallast eitt af undrum veraldar. Síðastliðin þrjú árþúsund hafa landshættir staðarins tekið miklum breytingum en fljótið Kayster rann við upphaf þessa tíma í flóa sem náði að hæðunum tveimur og fjallgarðinum sem tengdi þá saman. Fljótið hefir nú fært landið fram sem nemur einum átta kílómetrum eins og Foss dregur upp.12 Aðalgatan í Efesus var gerð meðfram austurbakka flóans. Þar var reist mikið hlið, Koressus hliðið (e. Coressean gate), inn í borgina en rétt utan þess var hof Artemisar. Frá aðalgötunni er að finna margvíslegar byggingar dæmigerðar fyrir hellenismann og Rómverja eins og íþróttaleikvang og landstjórasetur.13 Efesus á tímum Páls postula Efnislegar menjar borgarinnar Efesus eins og þær standa í dag eru meir og minna frá rómverskum tíma. Hvarvetna eru eldri rústir en Rómverjar sóttu byggingarefni óhikað í þær. Jerome Murphy-O'Connor skoðar ýmsar land- fræðilegar lýsingar á borginni í verkum fornra sagnfræðinga fyrir og eftir rómverska tímabilið en víkur að því búnu að tíma Páls postula.14 Páll er almennt talinn hafa farið í sína fyrstu ferð til Efesus árið 51 og þá í félagi við þær Prisku og Akvílu.15 Sumarið ári síðar kemur hann aftur í Efesus og nú til lengri dvalar. Efesus hefir sérstöðu á meðal margra borga á Vesturströnd Tyrklands ekki síst fyrir þá staðreynd að Agústus keisari (63 f. Kr - 14 e. Kr.; keisari frá 27 f. Kr.) gerði hana að höfuðborg austurhluta ríkisins þegar 12 Clive Foss, Ephesus afier Antiquity: A Late Antique, Byzantine and Turkish City 1979, s. 46. 13 Foss, sama rit, s. 47-51. 14 Jerome Murphy-O'Connor, St. Pauls's Ephesus: Texts and Archaeology 2008, s. 5-33 (helleníska tímabilið); og s. 33-180 (rómverska tímabilið). 15 Murphy-O'Connor, sama rit, s. 187. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.