Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 24
þar sem postulinn játar ást sína á sinni eigin þjóð og tjáir sig reiðubúinn til að fórna sjálfum sér fyrir hana (Róm 9.1-5). Jón sagði hann að hefði verið líkur Páli í ástinni á þjóð sinni og Island taldi hann hafa verðskuldað ást Jóns Sigurðssonar og annarra því að öll Norðurlönd eigi Islandi mikið að þakka því að þar varðveittist tunga og menjar forfeðra vorra.15 Séra Eiríkur prófastur Briem flutti síðan aðra ræðu þar sem hann rakti æviatriði Jóns.16 í lokin kastaði Schepelern rekunum og sunginn var á dönsku sálmurinn „Jeg er en fattig fange“ sem þá var talinn ortur af sænska konunginum Eiríki 14. (1533-1577) þegar hann sat í fangelsi.17 Síðan báru íslenskir stúdentar kistuna í kapellu kirkjunnar þar sem hún skyldi bíða flutnings til Reykjavíkur. f virðingarskyni við Jón Sigurðsson var gert hlé á fundum ríkisþingsins danska á útfarardaginn og sóttu athöfnina margir þingmenn. Konungur sendi sinn fulltrúa svo og ríkisstjórnin. Þá voru margir fræðimenn danskir viðstaddir athöfnina auk Hafnar-Islendinga.18 Þrem dögum eftir minningarathöfnina andaðist frú Ingibjörg Einarsdóttir og hélt séra Eiríkur Briem húskveðju 20. desember en minningarathöfn um hana fór fram í Garnisons kirke 23. desember með sama sniði og athöfnin um mann hennar.19 III Síðari hluti útfarar Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur og greftrun fór fram 4. maí 1880 í Reykjavík. Landshöfðingi Hilmar Finsen annaðist útförina og hafði skipað nefnd sér til aðstoðar sem í sátu Björn M. Olsen, kennari, Helgi. E. Helgesen, skólastjóri barnaskólans, og skáldin Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson og Benedikt Gröndal sem yrkja skyldu „kvæði þau er þurfa þætti.“20 Póstskipið Phönix kom til landsins með kisturnar föstudaginn 30. apríl og næstu dagar fóru í að leggja lokahönd á undirbúninginn og bíða þess að menn sem talið var að yrðu viðstaddir kæmust úr sveitum. Þegar dagurinn rann upp var siglt með kisturnar af póstskipinu til lands og bátnum fylgdi 15 Útfór 1880, s. 9-14. 16 Útfór 1880, s. 14-19. 17 Útfór 1880, s. 19-20. Um sálminn, uppruna hans og höfund sjá Malling 1962:11, s. 414-416. 18 Útför 1880, s. 8; Guðjón Friðriksson 2003, s. 558-561. 19 Útfór 1880, s. 20-24. 20 Útför 1880, s. 25. Aftan við bæklingin eru prentaðar Reglur við jarðarför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur þriðjudaginn 4. maí 1880.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.