Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 97
tveggja ára styrk frá ríkisstjórn Egyptalands og átti að kynna sér skólastarf
og menntamál í Bandaríkjunum fljótlega eftir heimstyrjöldina síðari í þeirri
von að hann gæti lært ýmislegt af Bandaríkjamönnum og innleitt í egypskt
samfélag.
En þetta var ekki ferð til fjár fyrir egypsku ríkisstjórnina. Qutb varð fyrir
mjög neikvæðri reynslu í Bandaríkjunum, ekki bara þarna á kvöldvökunni
í Greeley Colorado, heldur á ýmsum stöðum út um öll Bandaríkin og kom
aftur til Egyptalands staðráðinn í því að Egyptar ættu ekki að tileinka sér
bandaríska siði og venjur. Hann skrifaði ferðasögu sína í egypsk blöð þar
sem hann lýsir því yfir að Bandaríkin sé menningarsnautt land þar sem
kynþáttafordómar ráði ríkjum, veraldarhyggja sé allsráðandi og einstaklings-
frelsi komið út í þvílíka öfga að það væri ekki lengur til neitt samfélag þar
í landi. Þess í stað væru Bandaríkin samansafn af einstaklingum sem hafi
engan siðferðislegan grunn, neytenda og nautnahyggjan tröllriði öllu og -
já - konur biðu karlmönnum upp í dans.
Stuttu seinna eftir að Qutb kom heim hóf hann að rita bækurnar Fi zilal
al-quran (í skugga kóransins) og Ma 'alim fi al-tariq (Leiðarljós) þar sem
hann fjallar um nauðsyn þess að endurskipuleggja samfélagið á nýjan hátt
og koma á fót nýjum stofnunum og nýjum lögum til að tryggja það betur
að trúin, íslamskt siðgæði og Kóraninn yrðu miðlæg í egypsku samfélagi
svo að Egyptaland fari ekki niður sömu braut og hann sá í Bandaríkjunum.
Þessi ritverk eru ein þau áhrifamestu meðal íslamista, þ.e. þeirra múslima
sem vilja koma á gagngerum breytingum á þjóðfélaginu með innleiðingu
sjaría laganna.* * * 4 Auk þess að vera upptekinn við skriftir, skellti Qutb sér
enn frekar í starf bræðralags múslima sem voru þá tiltölulega ný samtök í
Egyptalandi. Dvölin í Bandaríkjunum markaði því þáttaskil í lífi hans og
mótaði eftirleiðis viðhorf hans til tengsla trúarbragða og stjórnmála.
samtakanna í bók sinni Mobilizing Islam: Religion, Activism, And Political Cbange In Egypt (New
York: Columbia University Press, 2002). Sjá einnig nýlega bók eftir Mohammad Zahid, The
Muslim Brotherhood and Egypt’s Succession Crisis: The Politics of Liberalisation and Reform in the
Middle East (London: IB Tauris, 2010), en Zahid skoðar braeðralagið út frá hinu pólitíska landslagi
1 Egyptalandi. Atburðirnir vorið 2011 hafa gert bókina hans svolítið úrelta en hún er nú góð
söguleg heimild.
4 Það hefur verið heilmikið fjallað um hugmyndafræði íslamista sl. 15 ár. Þetta eru bestu verkin að
mínu mati: Roxanne Euben, Enemy in the Mirror. Islamic Fundamentalism and the Limits ofModern
Rationalism (Princeton: Princeton University Press, 1999), Peter Mandaville, GlobalPoliticalIslam
(London: Routledge, 2007), Salwa Ismail Rethinking Islamist Politics (London: 1B Taurus, 2003)
og Ray Baker Islam Without Fear. Egypt and the New Islamists (Cambridge: Harvard University
Press, 2003).
95