Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 45
okkar, og Drottinn heyrði hróp okkar og sá eymd okkar, þraut og ánauð.
8Og Drottinn leiddi okkur út úr Egyptalandi með sterkri hendi og útréttum
armi og með mikilli skelfingu, táknum og stórmerkjum. 9Hann flutti okkur
á þennan stað og gaf okkur þetta land, land sem flýtur í mjólk og hunangi.
Hér er að finna í mjög samandregnu formi nokkra af mikilvægustu
atburðum Sexbókaritsins. Hér segir af ættfeðrunum svonefndu, áþján
forfeðra Israels í Egyptalandi. Björgun þeirra úr ánauðinni þar með hjálp
Drottins og handleiðslu hans og komunnar til fyrirheitna landsins í fylgd
Drottins, landsins sem sagt var fljóta í mjólk og hunangi. Þarna fer ekki
milli mála hin ríka áhersla á leiðsögn Drottins og hjálp í nauðum sem er
gegnumgangandi stef í Gamla testamentinu.
Samkvæmt kenningu von Rads var upphaf Mósebóka og Jósúabókar
lítið sögulegt credo, trúarjátning, eins og sú sem varðveitt er í 5. Mósebók
26. 5-9. Þessa trúarjátningu taldi hann hafa verið flutta á viknahátíðinni í
Gilgal. Hún þróaðist svo í ýmsum stigum, þar sem hið mikilvægasta stigið
var skrifleg framsetning Jahvistans7 á sögunni sem síðan myndaði grundvöll
Sexbókaritins svokallaða, þ.e. Mósebóka og Jósúa. Endanlegt form varðveitti
grundvallaratriði hinnar litlu trúarjátningar.
Hér er ekki rúm til að gera ítarlega grein fyrir þessari kenningu, en þess
skal þó getið að samkvæmt henni var Sínaí-efnið varðveitt í öðru samhengi,
en Jahvistinn sameinaði þessar hefðir og lagði þannig grundvöllinn að
Sexbókaritinu eins og við þekkjum það nú úr Biblíu okkar.
Rætur Gamla testamentisins í trúarjátningum
Samkvæmt þessari skoðun á Gamla testamentið rætur sínar í litlum trúar-
játningum.8 Innan þess mikla og fjölbreytilega ritsafns eru varðveittar
fjölmargar slíkar játningar, ekki síst í Davíðssálmum. Þær hafa varðveist
munnlega, síðan verið færðar í letur og við það öðlast nýtt samhengi og þar
með tekið ákveðnum breytingum.
Þannig hefur staðsetning einstakra trúarjátninga innan sálmasafns
Saltarans breytingu í för með sér, ekki síst þegar sálmasafnið er skoðað og
lesið í heild. Það mætti jafnvel halda því fram að sálmasafnið myndi eina
7 Svo nefndi von Rad J-heimildina samkvæmt heimildakenningu Wellhausen (1844-1918) og
sporgöngumanna hans. Von Rad taldi að Jahvistinn væri meðal mestu guðfræðinga allra tíma.
8 Þessari kenningu von Rads hefur vissulega verið andmælt af fjölmörgum, en gagnrýnin hefúr ekki
beinst að því að hér sé um trúarjátningar að ræða heldur fremur að aldri þeirra. Því er oft haldið
fram að þær séu ekki eins fornar og von Rad vildi vera láta.
43