Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 45
okkar, og Drottinn heyrði hróp okkar og sá eymd okkar, þraut og ánauð. 8Og Drottinn leiddi okkur út úr Egyptalandi með sterkri hendi og útréttum armi og með mikilli skelfingu, táknum og stórmerkjum. 9Hann flutti okkur á þennan stað og gaf okkur þetta land, land sem flýtur í mjólk og hunangi. Hér er að finna í mjög samandregnu formi nokkra af mikilvægustu atburðum Sexbókaritsins. Hér segir af ættfeðrunum svonefndu, áþján forfeðra Israels í Egyptalandi. Björgun þeirra úr ánauðinni þar með hjálp Drottins og handleiðslu hans og komunnar til fyrirheitna landsins í fylgd Drottins, landsins sem sagt var fljóta í mjólk og hunangi. Þarna fer ekki milli mála hin ríka áhersla á leiðsögn Drottins og hjálp í nauðum sem er gegnumgangandi stef í Gamla testamentinu. Samkvæmt kenningu von Rads var upphaf Mósebóka og Jósúabókar lítið sögulegt credo, trúarjátning, eins og sú sem varðveitt er í 5. Mósebók 26. 5-9. Þessa trúarjátningu taldi hann hafa verið flutta á viknahátíðinni í Gilgal. Hún þróaðist svo í ýmsum stigum, þar sem hið mikilvægasta stigið var skrifleg framsetning Jahvistans7 á sögunni sem síðan myndaði grundvöll Sexbókaritins svokallaða, þ.e. Mósebóka og Jósúa. Endanlegt form varðveitti grundvallaratriði hinnar litlu trúarjátningar. Hér er ekki rúm til að gera ítarlega grein fyrir þessari kenningu, en þess skal þó getið að samkvæmt henni var Sínaí-efnið varðveitt í öðru samhengi, en Jahvistinn sameinaði þessar hefðir og lagði þannig grundvöllinn að Sexbókaritinu eins og við þekkjum það nú úr Biblíu okkar. Rætur Gamla testamentisins í trúarjátningum Samkvæmt þessari skoðun á Gamla testamentið rætur sínar í litlum trúar- játningum.8 Innan þess mikla og fjölbreytilega ritsafns eru varðveittar fjölmargar slíkar játningar, ekki síst í Davíðssálmum. Þær hafa varðveist munnlega, síðan verið færðar í letur og við það öðlast nýtt samhengi og þar með tekið ákveðnum breytingum. Þannig hefur staðsetning einstakra trúarjátninga innan sálmasafns Saltarans breytingu í för með sér, ekki síst þegar sálmasafnið er skoðað og lesið í heild. Það mætti jafnvel halda því fram að sálmasafnið myndi eina 7 Svo nefndi von Rad J-heimildina samkvæmt heimildakenningu Wellhausen (1844-1918) og sporgöngumanna hans. Von Rad taldi að Jahvistinn væri meðal mestu guðfræðinga allra tíma. 8 Þessari kenningu von Rads hefur vissulega verið andmælt af fjölmörgum, en gagnrýnin hefúr ekki beinst að því að hér sé um trúarjátningar að ræða heldur fremur að aldri þeirra. Því er oft haldið fram að þær séu ekki eins fornar og von Rad vildi vera láta. 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.