Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 27

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 27
Kvæði Steingríms er ort undir sama bragarhætti og sálmurinn Fögur er foldin og hefur þá að líkindum verið sunginn við lag hans þó að þess sé ekki getið.22 Kvæði Steingríms er dæmigert erfdjóð sem nær ekki út yfir stund og stað.23 Skáldið lýsir sorg þjóðarinnar yfir fráfalli síns óskasonar og frumherja frelsis síns er sagan leiddi sér við hönd og landið tekur undir sorg þjóðar yfir fráfalli Jóns. Vonin er sú að andi Jóns muni frjóvga framtíð landsins því „við leiði hans vort lífsvor grær.“ Og Steingrímur horfir fram á við og sér bjarma fyrir degi manndómsskeiðs þjóðarinnar. Síðan hélt líkfylgdin eftir Aðalstræti áleiðis til Dómkirkjunnar. Hún var mjög fjölmenn og hafði Björn M. Olsen skipulagt hana og raðað upp í samræmi við helstu siðareglur. Undan henni lék hornleikaraflokkur Reykjavíkur sorgargöngulag sem Helgi Helgason hafði samið. Báturinn og bryggjuhúsið voru fagurlega skreytt svo og kirkjan. Kisturnar voru látnar standa á pöllum klæddum svörtum klæðum með blómkrönsum á hliðum og innanvert við kórdyr kirkjunnar héngu niður svört tjöld svo að úr kirkjunni sást varla annað í kórnum en gráður, altari, altaristafla og skírnarfonturinn. Yfir altari og gráður var tjaldað svörtum dúk og héngu í honum að framanverðu grænir blómsveigar. Þá var tjaldað svörtum tjöldum yfir prédikunarstól og og sömuleiðis söngloftið. Þá héngu blómakransar víðs vegar um kirkjuna og á brún söngloftsins. Helgi Helgesen hafði veg og vanda af skreytingunum.24 Kisturnar voru þaktar blómsveigum og blómakrönsum frá útlendum vinum þeirra hjóna og á kistu Jóns voru að auki lárviðarkrans frá Hinu íslenska bókenntafélagi og annar frá Þjóðvinafélaginu. Þá var silfurkrans frá Islendingum í Höfn og annar frá félagi í Noregi sem nefndist Norske samlaget og fylgdi honum þakkar- og kveðjubréf. Meðal þeirra sem undirritar það er C. R. Unger (1817-1897), prófessor í Kristjaníu eða Osló, sem hafði gefið út forna íslenska texta svo sem Heilagra manna sögur.23 IV í kirkjunni lék Jónas Helgason organisti sorgarlag á orgelið en ógetið hvaða lag það hafi verið. Fyrsti sálmurinn var „Beyg kné þín, fólk vors föður- 22 Það sem sagt er um lögin við kvæðin og sálmana sem sungnir voru við athöfnina eru ágiskanir mínar út frá hrynjandi kvæðanna nema lagið við sáiminn Beyg kné þín sem með vissu var ortur við lag Lúthers. 23 Sbr. ummæli Guðmundar Finnbogasonar um erfiljóð í Davíð Stefánsson 1953. 24 Útfór 1880, s. 30-31. 25 Útfór 1880, s. 57-59. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.