Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 57

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 57
á um sjálfstæða þjóðkirkju eða fullan aðskilnað ríkis og kirkju og þar með stofnun fríkirkju í landinu. Gat fríkirkjufyrirkomulag einkum fengið tvenns konar útfærslu. Onnur var sú að sérhver söfnuður yrði sjálfstæð eining er réði málum sínum sjálf án íhlutunar annarra umfram það sem lög um trúmálastarfsemi í landinu almennt kváðu á um (kongregationalistískt fyrir- komulag). Hin byggðist á því að fríkirkja sú er kæmist á við aðskilnað héldi því sem næst sama skipulagi og þjóðkirkjan að öðru leyti en að kirkjuþing tæki við æðstu stjórn hennar og „löggjafarvaldi“ í hreinum kirkjulegum málum eða svonefndum innri málum kirkjunnar. Mátti líta á sjálfstæða þjóðkirkju er lyti stjórn kirkjuþings sem spor í átt að fríkirkju af þessu tagi. Svo þurfti þó ekki að vera enda var þetta millistig ríkis- og fríkirkju takmark í sjálfu sér í huga margra. í áðurnefndri grein var fjallað um hvernig hugmyndir meirihluta Kirkjumálanefndarinnar um sjálfstæði þjóðkirkjunar undir stjórn kirkjuþings urðu opinber stefna hennar í biskupstíð Hallgríms Sveinssonar 1889-1908. í framhaldi af því var fengist við hugmyndir Þórhalls Bjarnarsonar um samband ríkis og kirkju og hugsanlegan aðskilnað. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að á lokaártugi 19. aldar hafi Þórhallur verið fylgjandi aðskilnaði. Mikinn hluta biskupstíma síns var hann einnig virkur í umræðunni um aðskilnað. Virðist hann hafa litið svo á að aðskilnaður mundi óhjákvæmilega verða og að sér sem forystumanni þjóðkirkjunnar bæri að hafa skoðanir á honum og taka þátt í að móta framkvæmdina. Enn á síðasta æviári sínu taldi hann aðskilnað hafa jákvæðar hliðar og hvergi virðist hann hafa mælt gegn honum. Virðist því mega líta svo á að Þórhallur hafi allt til æviloka litið svo á að fríkirkjufyrirkomulag væri það sem koma skyldi og að hann hafi viljað leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða með farsælu móti. Þessari stefnu virðist hann hafa fylgt einarðlega en þó innan þeirra marka sem embætti hans setti honum en hann hlaut að standa vörð um hag þeirrar stofnunar sem hann leiddi og fylgja þeirri meginstefnu sem hún hafði markað sér.3 Hér og í næstu grein þessa flokks verður glímt við spurninguna um hvort prestastéttin hafi fylgt biskupi sínum í þessu efni eða tekið aðra stefnu. Vegna umfangs efnisins og sérstakrar stöðu prestastefnanna tvö fyrstu embættisár Þórhalls, 1909 og 1910, verður fengist við þær sérstaklega en umræðan síðan greind til loka rannsóknartímans (1916) í sérstakri grein. 3 Hjalti Hugason 201 la. Sjá Óskar Guðmundsson 2011: 327. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.