Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 113
Pétur Pétursson, Háskóla Islands: Ritdómur
Óskar Guðmundsson:
Brautryðj andinn
Ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar
1855-1916;
Skálholtsútgáfan 2011
Þórhallur Bjarnarson biskup frá 1909-1916 fékk ekki þann sess í íslenskri
kirkjusögu sem honum bar og er það í sjálfu sér verðugt viðfangsefni að
greina hvers vegna svo var ekki. En nú hefur verið bætt úr því að nokkru
með ævisögu hans sem Oskar Guðmundsson ritar og Skálholtsúgáfan sendi
frá sér fyrir síðastliðin jól.
Hér er um að ræða sögu manns sem lét víða til sín taka og lagði
gjörva hönd á margt. Hann var kennari og forstöðumaður Prestaskólans
í Reykjavík, alþingismaður, biskupsritari, ritstjóri, sem hljóp í skarðið
fyrir dómkirkjuprestinn í Reykjavík, fulltrúi í bæjarstjórn í Reykjavíkur og
leiðtogi í landbúnaðarmálum. Það mætti halda að maður með slíkan starfs-
feril hefði látið eftir sig sjálfsævisögu eða a.m.k. æviþætti, að það væru til
margar ljósmyndir af honum við hin ýmsu tækifæri, en svo er ekki.
Þórhallur virðist hafa verið merkilega laus við það að trana sér fram.
Hógværð hans, umburðarlyndi og viljinn til samstarfs að góðum málefnum,
jafnvel við þá sem ekki voru á sömu skoðun og hann, hefur e.tv. átt þátt í
því að nafn hans féll nánast í gleymsku. Ekki vantaði gáfurnar og hugsjón-
irnar ef marka má ítarlega persónulýsingu í þessari bók og greinargerð fyrir
hinum ýmsu störfum og ábyrgðarhlutverkum sem á hann hlóðust. Snemma
virðist fólk hafa treyst honum og séð í honum leiðtogaefni þótt ekki lægi
það ljóst fyrir á hvaða sviði það yrði, hinu pólitíska, trúarlega eða einhverju
öðru.
111
L