Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 58
í lokasamantekt greinanna í heild er stefnt að því að greina nokkra þætti í umræðu um samband ríkis og kirkju nú á dögum í sögulegu ljósi Þessi greinaflokkur er hluti af rannsóknarverkefni sem undirritaður hefur unnið að með nokkrum hléum frá því skömmu eftir síðustu aldamót og ber heitið Þróun trúfrelsis, þjóðkirkju og sambands ríkis og kirkju d Islandi 1874—1997. Hefur þegar verið birtur fjöldi greina einkum um trúfrelsi og þjóðkirkjuskipan í tengslum við stjórnarskrána frá 1874. Um fyrri rannsóknir og stöðu þekkingar á þessu sviði vísast annars til inngangs að greinaflokknum í heild.4 Almenna prestastefnan 1909 Þórhallur Bjarnarson var skipaður biskup yfir Islandi 19. september 1908 og vígður til embættisins 4. október um haustið. Hann var þá þegar hand- genginn embættinu en hann hafði verið skrifari Péturs biskups Péturssonar (1808-1891) árin 1889-1891 og aðstoðarmaður Hallgríms Sveinssonar eftirmanns hans síðasta ár hans í embætti (1907-1908) meðfram störfum sínum við Prestaskólann. En hann var „fyrsti kennari“ skólans frá 1885 og forstöðumaður frá 1894.5 Hann var því frá upphafi albúinn að taka málefni kirkjunnar traustum tökum. Það gerði hann meðal annars með því að boða til almennrar prestastefnu igeneral synodus) með auglýsingu sem dagsett var á sumardaginn fyrsta 1909. Stefnan skyldi hafin á Þingvöllum föstudaginn 2. júlí og standa í þrjá daga. Jafnframt skyldi árleg prestastefna í Reykjavík falla niður en venjuleg synódusmál þess í stað tekin fyrir á Þingvalla-stefnunni. Oskaði biskup eftir að hún gæti orðið sem best sótt.6 Um svipað leyti ritaði Þórhallur próföstum á svæðinu frá Snæfellsnessprófastdæmi norður og austur um land til Vestur-Skaftafellsprófastdæmis og gat þess að „gleðiefni væri það og góðs viti fyrir kristni vora“ ef prestar er í þessum landshlutum byggju sæju sér fært að sækja stefnuna. Bað hann prófasta að „bera þær óskir og vonir til prestanna“ í prófastdæmum sínum.7 4 Hjalti Hugason 2010: 73-82. 5 Gunnlaugur Haraldsson 2002: 921-922. 6 Þórhallur Bjarnarson 1909: 97. Forsenda þess að prestastefnan gat farið fram á Þingvöllum var að um þetta leyti stóð þar skáli sá, Mikliskáli, sem reistur var í tilefni af konungskomunni 1907 og vildi stefnan að hann stæði áfram til almennra fundarhalda og mannfagnaða. Þórhallur Bjarnarson 1909: 97. Prestastefnan 1909: 149. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. Sjá Sigurður Stefánsson 2009: 109-110. Helgi Skúli Kjartansson 2003: 60-61. 7 Bisk. til prófasta í téðum prófastdæmum 30.4.1909. ÞÍ. Bps CIII: 77. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.