Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 33
Tómasar Hallgrímssonar læknis (1842-1893)32 og Steingrímur H. Johnsen
cand. theol. (1846-1901), sonarsonur Steingríms biskups, söngkennari við
Lærða skólann og Prestaskólann.33 Þetta var í fyrsta sinn sem einsöngur
heyrðist í íslenskri kirkju og má örugglega kalla flutning þessarar kantötu
merkan áfanga í tónlistarsögu Islendinga.
Kantatan skiptist í kór- og einsöngskafla. Fyrsti kaflinn nefnist Recitativ
og Kór og lýsir hann sorg landsins. Annar hlutinn er sólókafli fyrir sópran
og lýsir harmasöng Fjallkonunnar sem býður Jóni og Ingibjörgu að hvíla
í skauti sínu. Þriðji kaflinn er sóló fyrir bassa og er framhald harmakveins
Fjallkonunnar. Lokakaflinn er tvískiptur kórkafli. Þar flytur kórinn fyrir hönd
kristinna landsmanna fósturlandinu huggunarorðin: „Nei, stilltu þinn harm!
Við hverju er hætt? Er Herrann ei sjálfur í stafni?“ Þessum huggunarorðum
fylgir trúarjátningin: „Vér trúum á Guð. - O, sofið sætt í signuðu frelsarans
nafni.“ Lokaversið flytur hvatningu til lands og þjóðar um að berjast áfram
og halda áfram fram að settu marki og svíkja aldrei Guð sinn:
Cantate.
Recitativ og kór
Grát þú, Island! Fölva Jjallasali
faldar dökku sorgin stríð.
Gegnum þína grýttu dali
gengur þjóðbraut fyrr og síð:
Sorgarbrautin, rudd af raunum.
Rekur þú í dag þín spor?
Sérðu fátt af sigurlaunum?
Sérðu lítið frelsisvor?
Viltu, móðir, horfi halda?
Hvar skal enda djúpið kalda?
Solo (Sopran)
Fjallkonan hefur sitt harmalag:
„Hjartað stynur af mæði:
Börn mín egfaðma fast í dag -
faðma þau látin bæði.
32 Jón Helgason 1941.2, s. 27, 153 og 156; mynd á myndasíðu XIII; Páll Eggert Ólason 1952 V.,
s. 14.
33 Jón Helgason 1941.2, s. 34; Gunnlaugur Haraldsson 2002:11, s. 822.
31