Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 114
Óskar Guðmundsson gerir vel grein fyrir ættmönnum og uppvexti
Þórhalls . Úr þessu verður breið lýsing á mannlífi og aldarháttum við
Eyjafjörð, Reykjavík og Islendinganýlendunni í Kaupmannahöfn þann tíma
sem Þórhallur var þar við nám. Þórhallur var náinn Jóni Sigurðssyni forseta
á námsárum sínum og í Kaupmannahöfn og Tryggva Gunnarssyni athafna-
manni og síðar bankastjóra Landsbankans, sem var tengdur honum vina- og
fjölskylduböndum og sá síðarnefndi varð auk þess í ofanálag tengdafaðir
Þórhalls.
Hannes Hafstein, skáld og ráðherra, var nátengdur Þórhalli frá uppvaxt-
arárunum og þeir voru á sama tíma við nám í Kaupmannahöfn, enda
herbergisfélagar. Þetta voru lykilmenn á þeim pólitíska og félagslega vett-
vangi þar sem Þórhallur lifði og hræðist og baksvið margvíslegra hlutverka
og áhrifa sem hann hafði á samtíð sína.
Óskar hefur tilhneigingu til gera hlut Þórhalls og hans fólks sem mestan
og telur Þórhall eldhuga, hugsjónamann, afburða baráttumann og braut-
ryðjanda á ýmsum sviðum kirkju- og þjóðmála. Hér hefði betur farið á
því að vega og meta framlag hans á gagnrýninn hátt því vissulega var hann
ekki brautryðjandi alls staðar þar sem hann lét til sín taka á og það var
mismunandi eftir tímabilum hvar og hvernig hann beitti sér. Hann var t.d.
ekki brautryðjandi þar sem um frjálslyndu guðfræðina er að ræða. Þar var
séra Matthías Jochumsson bæði fyrstur og fremstur, enda fannst Þórhalli
þjóðskáldið fara allt of geyst í róttækri gagnrýni sinni á kenninguna um
eilífa útskúfun vantrúaðra sem það kallaði lærdóminn ljóta. Það er svo
annað mál að Þórhallur er kominn í frjálslyndu fylkinguna með þeim
félögum Jóni Helgasyni og Haraldi Níelssyni eftir aldamótin 1900 og sem
biskup starfar hann klárlega á þeirri línu. Þórhallur var ekki brautryðjandi
í gamlatestamentisfræðum og hann hóf ekki að kynna þau fræði í upphafi
níunda áratugs 19. aldar í tengslum við biblíuþýðinguna eins og haldið er
fram á bls. 143. Það gerði hann ekki fyrr en í lok tíunda áratugarins þegar
það verk var komið af stað, enda var hann í þeirri nefnd sem fór yfir nýjar
tillögur þar að lútandi.
Það er e.t.v. táknrænt fyrir Þórhall að hann reisir sveitabæ í Reykjavík
sem hann kenndi við æskuheimili sitt, Laufás í Eyjafirði, en vart er hægt
að reikna það brautryðjendaverk. Hann var fremur kjölfesta, tengiliður
gamla og nýja tímans enda aldamótamaður í þess orðs bestu merkingu. En
sem hugsjónamaður mætti segja að Þórhallur biskup hafi verið ljósmóðir
112