Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 105
koma með flókna heimspeki heldur hagnýta lausn - hvernig auðveldlega
megi innleiða trúna við hversdagsaðstæður. Heimurinn er að hans mati í
sífelldri sköpun, Skaparinn er sífellt að skapa - allar afleiðingar eiga eina
orsök og einn uppruna, þ.e. Guð. Þar sem sköpunin er sífelld þurfum við
einstaklingarnir að vera verkfæri Guðs. En hinn fullkomni Guð er sífellt
að athuga viljastyrk okkar. Ef við eigum erfitt uppdráttar er það vegna þess
að við höfum ekki verið að vinna verk hans. Þar af leiðandi, sagði Qutb,
verðum við taka höndum saman til að ná sameiginlega fram vilja Guðs með
því að koma á stofnunum og ríkisstjórn sem séu Guði þóknanlegar. Aðeins
þannig náum við, hinir sönnu múslimar, einingu við Guð. Þegar við náum
því stigi mun samfélagið sjálfkrafa taka á sig sömu mynd. Þá mun ríkja
hukm, eða vilji Guðs.
Þessir „sönnu múslimar“ og „fullkomni maður“ (insan kamil) verða að
mynda einskonar framvarðasveit (talia) byltingarinnar sem Qutb leggur
áherslu á að nauðsynlegt sé að koma á. Þeir verða að einangra sig frá
freistingum veraldarinnar, sérstaklega frá freistingum jahilliyah. Þessi hópur
samanstendur af hinum einu sönnu múslimum í heiminum - eyju réttlætis
í hafi vantrúar. Og það er ekki nóg að prédika.20 Til að ná fram þessum
breytingum þarf jihad - baráttu. Jihad er bæði tæki og tól en er líka hreins-
andi fyrir sálina (sbr. Franz Fanon). í gegnum vopnaða baráttu og byltingu
mun þessi framvarðasveit ná að koma á hukm og binda endi á jahilliyah.
Þessi áhersla á jahilliyah og á hlutverk framvarðasveitarinnar að binda
enda á jahilliyah og stjórna svo í umboði Guðs gengur þvert á klassískar
hugmyndir íslams um Guð og stjórnmál. Kóraninn leggur ríka áherslu á það
að Guð einn sé dómari. Islam leggur jafnframt mikið upp úr eingyðishug-
takinu og að ekkert sé til sem sé jafnhátt Guði. En með að skilgreina okkar
tíma sem jahilliyah nær Qutb að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir sínar. Þessi
hugmynd hefur mótað langflesta íslamista allar götur síðan.
íslamistar sækjast eftir því að vera virkir og að beita sér í stjórnmálum
þessa heims. Þeir réttlæta stjórnmálastörf sín út frá túlkun þeirra á trúnni.
En í framsetningu þeirra er túlkun þeirra, að þeirra mati, ekki túlkun á
trúarlegum gildum heldur staðreynd og þar af leiðandi eina leiðin. í þessu
liggur vandinn. Þessi túlkun er oftúlkun, og auðvitað bara þeirra túlkun á
íslam, sem gengur að mörgu leyti þvert á grundvallarhugmyndir trúarinnar
20 Qutb, Ma 'alim fi al tariq, bls. 67-8.
103