Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 31
Þér, Island, var sendur sá flugandinn frjáls
með fornaldar atgjörvi sína
að kynna verðleik og kosti þín sjálfs
og kenna þér ákvörðun þína.
Nú breiðir sig dagur um hlíðar og hól. —
Ó, Herra, sem gefur og tekur,
haf vegsemd og lofjyrir sérhverja sól
er sumar á jörðunni vekur!
Haf vegsemd og lof fyrir þennan þinn þjón
og þá sem hann elskaði heitast.
Vor þjóðhetja hnigin. Frelsaðu Frón,
ó, faðir, sem kannt ei að þreytast.
Vor hjálpari lifir. — Svo hvíldu þig önd
i honum er sigurinn gejur.
Og brúðurin eins er við aðra hönd
sem elskan og trúfestin sejur.
í þessum sálmi hrósar Matthías verkum Jóns Sigurðssonar en áherslan
í sálminum er öll á það að það var Guð sem kallaði Jón, lífsstarf hans hafi
verið svar við köllun Guðs. Og Matthías lyftir sorgarljóðinu upp yfir stund
og stað, frá sorginni með því að hvetja landsmenn til að gefa Guði dýrðina.
í lokaerindinu, þegar skáldið ávarpar hjónin Jón og Ingibjörg, er inntakið
að vor hjálpari og sá sem sigurinn gefur, þ.e. frelsarinn Jesús, lifir og lætur
þau hvíla í sér.
Séra Matthías flytur líka ræðu við þessa athöfn og segir í upphafi að hann
mæli orð sín ,,[í] nafni náfrænda og ættingja þessara sáluðu óskabarna lands
vors ..." og hvetur til þess að menn gefi Guði dýrðina fyrir líf þeirra. Jóni
Sigurðssyni líkir hann við Móse, Gídeon, Davíð og Lúther. Island hefur
ástæðu til að gráta en menn mega ekki láta sorgina buga sig eða fyllast
vonleysi. Ræða Matthíasar er eldheit hvatningarræða til fólks um að vaka
og starfa í anda þess sem Jón hafði kallað það til:
Vér sögðum: hinar miklu persónur eru það sem mest og best þoka
þjóðunum áfram. Vér segjum: með persónu sinni hefir þessi mest hafið