Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 50

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 50
fram sem blessun áður en lagt er upp í ferðalag. Og þannig er sálmurinn einmitt túlkaður af fjölmörgum ritskýrendum öðrum, sem trúarjátning og ferðabæn í senn. Umræðurnar kringum prestastefnu 1909 Víkjum þá aftur að umræðunum kringum prestastefnuna 1909. Minnumst þess jafnframt að prestastefnan sú var haldin í skugga mikilla deilna á trúmálasviðinu. Þannig er athyglisvert að umræðurnar hér á landi um trúarjátningar og kenningarfrelsi presta hófust vegna deilna sem áttu sér stað í Vesturheimi, meðal brottfluttra íslendinga þar. Snertu deilurnar vestra meinta aðför að frjálslyndum skoðunum sr. Friðriks J. Bergmann (1858-1918), eins kunnasta kennimannsins meðal Vestur-Islendinga.20 Andstæðingar hans voru sagðir vilja rígbinda alla kennimenn kirkjunnar við trúarjátningarnar. í Vesturheimi var annar og ekki síður skörulegur kennimaður, sr. Jón Bjarnason (1845-1914), fremstur í flokki þeirra sem vörð vildu standa um trúarjátningarnar. Haraldur Níelsson og Jón Helgason ganrýna játningaritin Deilur þessar urðu til þess að Haraldur Níelsson tók (1868-1928) sér fyrir hendur að athuga hvernig trúarjátningarnar eru til orðnar.21 Það gerði hann árið 1908, sama árið og út kom ný og umdeild biblíuþýðing, sem hann átti stærstan hlut í. Niðurstaða Haralds var sú að trúarjátningarnar séu „til orðnar sem vitnisburður eða yfirlýsing frá kirkjunni (eða einstökum kirkjudeildum) um það, hverju hún trúi og hvað hún kenni“.22 Hann bætir því við að það sé raunar mjög mismunandi, hve hátt undir höfði kirkjudeildirnar gera þeim. En ríkiskirkjunni hafi hætt við að gera játningarritin að lögbók. Haraldur neitar ásökunum um að hann og skoðanabræður hans ætlist til þess að kirkjan eða kirkjufélagið „sé með öllu stefnulaust, hafi í andlegum efnum alls ekkert markmið og í því tilliti standa því á sama um allt“.23 Psalms, s. 261. 20 Nýja og áhugaverð umfjöllun um Friðrik J. Bergmann er að finna í grein Sigurjóns A. Eyjólfssonar í Ritröð Guðfrœðistofhunar 1, 2011, s. 76-96. 21 Haraldur Níelsson, 1908: Trúarjátningarnar og kenningafrelsi presta. Skirnir 82, s. 211-236. Sjá líka umfjöllun í bók Péturs Péturssonar 2011, Trúmaður á tímamótum, s. 169-174. 22 Haraldur Níelsson 1908, s. 220. 23 Haraldur Níelsson 1908, s. 229. 48 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.