Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 61

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 61
nokkuð skiftar, að sjálfsögðu. Guðfræðilegrar og kirkjulegrar íhaldssemi kendi nokkuð hjá sumum; en framsóknarandinn kom fram hjá miklu fleirum.17 Aðdragandinn — barátta fyrir kirkjuþingi Prestastefnan 1909 átti sér nokkurn aðdraganda. Sú staðreynd að lands- stjórnin skyldi ekki veita frumvarpi meirihluta Kirkjumálanefndarinnar um kirkjuþing fyrir þjóðkirkjuna brautargengi olli kirkjumönnum miklum vonbrigðum.18 Sumarið 1908 beittu Sigurður P. Sívertsen og Einar Þórðarson (1867-1909) áður prestur á Desjarmýri (fékk lausn 1907 vegna berklaveiki) sér fyrir undirskriftasöfnun þess efnis að biskup Islands sem þá var Hallgrímur Sveinsson gengist fyrir almennum kirkjufundi fyrir landið allt þegar á næsta sumri „til þess að ræða sjálfstjórnar- og sjálfstæðismál kirkjunnar og ákveða á hvaða grunni byggja skuli.“19 Voru kostirnir í því efni tveir að þeirra mati eins og fram hafði komið við skipun Kirkjumálanefndarinnar 1904: „Sjálfstæði og sjálfstjórn kirkjunnar sem þjóðkirkju í sambandi við ríkið“ eða „frjáls kirkja, án sambands við ríkið“.20 Vildu þeir að kosnir yrðu í það minnsta tveir fulltrúar hvers prófastdæmis, prestur og leikmaður, að söfnuðir landsins legðu fram fé til að standa straum af fundinum auk þess að leitað yrði eftir fjárstuðningi Alþingis, sem og að slíkur fundur kæmi saman annað hvort ár og að minnsta kosti í fyrsta skiptið á Þingvöllum.21 Kirkjan átti þannig sjálf að koma sér upp því kirkjuþingi sem stjórnvöld synjuðu henni um árið áður þótt slík samkoma nýttist aðeins til stefnumörkunar en ekki formlegra ákvarðana. Með þessu ætluðu þeir kirkjunni að taka frumkvæði í umræðunni um framtíð þjóðkirkju- skipanarinnar sökum þess að frumvarp meirihluta Kirkjumálanefndarinnar um kirkjuþing hafði dagað uppi og að sá nefndarmaður sem fara vildi 17 Prestastefnana á Þingvelli 1909: 166. 18 Hjalti Hugason 2010: 95-98. 19 Almennur kirkjufundur. Bréf og áskorun 1908: 253. Sjá og Um kirkjufundinn að sumri 1909: 30-31. 20 Almennur kirkjufundur. Bréf og áskorun 1908: 252. 21 Almennur kirkjufundur. Bréf og áskorun 1908: 252, 253. Um kirkjufundinn að sumri 1909: 30. Almennur kirkjufundur kom fýrst saman á Þingvöllum 1934 og voru slíkir fundir haldnir á tveggja til þriggja ára fresti fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Voru þetta frjálsir fundir presta og leikmanna en styrktir af kirkjuráði. Rekja má forsögu þeirra til funda sóknarnefnda sem Sigurbjörn A Gíslason átti frumkvæði að 1925. Pétur Pétursson 2000: 309. 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.