Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 66
væru að töluverðu leyti frá þeim komnar sem vildu losna „við alla kirkju
og kristindóm“.47 Taldi hann að frjáls eða ófrjáls andi í kirkju réðist ekki af
tengslum hennar við ríkið: „Það eru ekki ný föt, sem kirkjan, móðir okkar,
þarfnast, heldur nýtt líf. Og séu prestarnir lifandi, hlýtur að kvikna eitthvert
líf kringum þá.“48
Fimm manna nefnd var kosin til að fjalla um málið og tók hún tilefni
af framsöguræðunni og þingsályktun neðri deildar frá því fyrr á árinu.49
Hölluðust nefndarmenn að því að sá útbreiddi áhugi á aðskilnaði sem fram
hefði komið á þingmálafundum væri ekki með öllu marktækur „þar sem
öllum þorra þeirra, er atkvæði greiða, er naumast fullljóst, hverjar afleið-
ingarnar yrðu“ ef aðskilnaður yrði. Þá töldu þeir lítið bera á andmælum við
aðskilnað þar sem söfnuðir landsins álitu „málið svo fjarri því að koma til
framkvæmda, að ekki þyrfti að hefja mótmæli“.50
Nefndarmenn lýstu afstöðu sinni til málsins svo:
Vér getum eigi heldur viðurkennt, að þjóðkirkja sé óeðlilegt fyrirkomulag.
Svo framarlega sem þjóðin viðurkennir þann sannleika, að siðgæði borgar-
anna sé þýðingarmesta atriðið í hverju mannfélagi og að trúin sé öflugasti
þátturinn í að efla það, þá er það ekki nema sjálfsagt að hið opinbera styrki
trúarfélögin, og þá fyrst og fremst evangelisk lúterska kirkju, sem langmestur
hluti þjóðarinnar nú telst til. Hitt er rétt að athuga, að alþingi ætti engin
afskifti að hafa af kirkjunnar málum, en því má kippa í lag með stofnun
kirkjuþings.51
Minnir þessi röksemdafærsla á álit meirihluta Kirkjumálanefndarinnar
1904—1906. I lokaorðunum brást prestastefnunefndin við rökum sem
tilfærð höfðu verið á Alþingi og lutu að vanhæfi þess að ráða kirkjulegum
málum til lykta en Böðvar Bjarnason virðist hafa sniðgengið þetta málefni
í framsögu sinni. Þá er athyglisvert að nefndarmenn litu svo á að ekki væri
óeðlilegt að trúarlega hlutlaust ríkisvald styddi við trúariðkun og þá einkum
47 Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
48 Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. Sjá og nefndarálit á sama stað.
49 í nefndinni sátu auk Böðvars Bjarnasonar Gísli Skúlason (1877-1942) á Stokkseyri (Stóra-
Hrauni), Jón Sveinsson (1858-1921) í Görðum á Akranesi, Kjartan Einarsson (1853-1913) í
Holti undir Eyjafjöllum og Ólafur Magnússon (1864-1947) í Arnarbæli. ÞÍ. Bps. 1994-BA/l.
Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
50 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
51 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166.
64