Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 100

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 100
lagi sýndi Sigurbjöm kjark að taka á umdeildu pólitísku máli á mjög viðkvæmu og tvísýnu augnabliki. Hann taldi greinilega að guðfræðileg gagnrýni væri bæði nauðsynleg og gagnleg og að guðfræðingar ættu að taka þátt í þjóðmálaumræðunni. f öðru lagi þá skipti það máli hvernig hann fór að því að gagnrýna. Gagnrýni hans er byggð á ítarlegum rann- sóknum og röksemdarfærslan er því eftir því. Hann var búinn að kynna sér vel skrif helstu hugmyndafræðinga nasismans og fylgdist mjög vel með umræðunni og þróuninni í Þýskalandi. í þriðja lagi nýtti hann sér hefðina, þ.e. hina lúthersku túlkun á kristindóminum, til að gagnrýna nasismann sem er að einhverju en samt ekki að öllu leyti sprottin úr lúthersku og rómversk-kaþólsku menningarumhverfi. Þ.e.a.s. hann beitir hugmyndum kristindómsins til að sporna við árásum á kristindóminn. Það var nóg til í andlegu vopnabúri kristindómsins til að verjast þessari ógn til að sýna hversu mjög nasisminn var á skjön við mannskilning og guðfræði kristindómsins. Sigurbjörn beitti þessum vopnum listavel. Kirkja Krists í ríki Hitlers var fyrsta bók Sigurbjarnar en hún kom út árið 1940 eða stuttu eftir að hann snéri heim úr námi. Sigurbjörn var við nám í trúarbragðafræði í Uppsölum í Svíþjóð á árunum 1935-7 og kynntist þar Þjóðverjum sem voru uppteknir af hugmyndafræði nasismans. Hann sagði mér að hann ræddi við þá allnokkrum sinnum og kynntist því persónulega hvernig nasisminn var að ná tökum á þýskum menntamönnum. Sænskir kollegar hans höfðu ferðast til Þýskalands og komu til baka með nýjustu greinar og bækur þaðan. Þegar Sigurbjörn fluttist til fslands árið 1937 og varð sóknarprestur í afskekktu prestakalli (Breiðabólsstað í vestur- landsprófastdæmi) var hann þegar orðinn meðvitaður um hræringarnar í vestur Evrópu. Meðfram fullu starfi sem sóknarprestur og sem fjögurra barna faðir gaf hann út þessa bók 29 ára að aldri. Þessi bók er einkar athyglisverð og mjög kjarkmikil. Hún var umdeild hérna á íslandi og féll ekki í kramið hjá mörgum, ekki síst íslenskum sósíal- istum enda var griðasáttmáli Hitlers og Stalíns enn í fullu gildi. Bókin kom út í byrjun stríðs þegar staðan var frekar tvísýn. Þessi óvissa í heimsmálunum kemur berlega fram í upphafsorðum bókarinnar: Ver lifum á örlagatímum. Landamari eru fœrð til, valdahlutfóllum er umbreytt, hið gamla andlit Vesturálfunnar er að breyta um svip, e.t.v. aðeins í bili, e.t.v. svo, að pað verður aldrei samt efiirP 6 Sigurbjörn Einarsson, Kirkja Krísts í ríki Hitlers (Reykjavik: Víkingsútgáfan, 1940), bls. 5 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.