Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 110

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 110
Markmið hans er að miðla dálitlu af þeirri ástríðu sem tjáning hinnar kristnu afstöðu felur í sér. En um leið leitast hann við að horfa gagnrýnum augum á það sem hann skrifar. Ástríðan leynir sér vissulega ekki og það er meðal þess sem gerir ritið jafn áhugavert og raun ber vitni. Bókinni er skipt í átta kafla; 1. „Hvern segja menn mig vera? - Frá Jesú sögunnar til Krists trúarinnar. 2. „Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblía: Texti og túlkun. 3. „Faðir vor.“ Guðsmynd og mannskilningur. 4. „Fylg þú mér.“ Siðfræði og sjálfsmynd. 5. „Heilög, almenn kirkja?“ Sýn og skipulag. 6. „Hér er hvorki ... karl né kona...“ Kristin trú og kynferði. 7. „Skapari jarðar.“ Kristin trú og stjórnmál. 8. „Til endimarka jarðarinnar." Kristin trú í hnattvæddum heimi. Efnisyfirlitið ber strax með sér að hér er ekki um einhliða nýjatesta- mentisfræði að ræða, eins og hefði mátt vænta af sérfræðingi á því sviði. Og Moxnes tekur líka sérstaklega fram að hann skrifi ekki bara af sjónarhóli biblíufræða heldur taki einnig kirkjusögu, trúfræði og siðfræði í þjónustu sína. Og það eykur á gildi ritsins, veitir því víðari skírskotun. Umfjöllun Moxnes er því ekki bara söguleg heldur glímir hann við fjölmargar spurn- ingar sem brenna á samtíð okkar. Biblíurannsóknum samtímans er ágætlega lýst með orðalaginu „frá sögu til samtals.“ Höfundurinn segir að ekkert bendi til að Jesús hafi haft í hyggju að búa til ný trúarbrögð. Hann hafi frekar með boðun sinni hrundið af stað siðbótarhreyfingu meðal Gyðinga og sennilega sé það ekki fyrr en á 2. öld sem hægt sé að tala um ný trúarbrögð. Þessi staðhæfing fær trúlega ýmsa til að staldra við og það er einmitt eitt einkenni ritsins. Það vekur sífellt til umhugsunar. Yfirskriftir kaflanna vísa lesendum á það sem helst vekur sérstakan áhuga þeirra. Sem biblíufræðingur var ég ekki síst spenntur fyrir að lesa 2. kaflann, um Biblíu, texta og túlkun. Þar er Moxnes í takt við góða norræna hefð er hann leggur áherslu á að í upphafi hafi orð Jesú varðveist „í munnlegri geymd á svipaðan hátt og norrænu þjóðkvæðin.“ Það er forvitnilegt að kanna afstöðu þessa kunna N.t.-fræðings til Tómasarguðspjalls sem hefur verið talsvert í sviðsljósinu hér á landi vegna sérfræðiþekkingar Jóns Ma. Ásgeirssonar prófessors á Tómasarfræðum og mikilla skrifa Jóns um þau efni. Moxnes minnist víða í bókinni á Tómasarguðspjall (raunar nokkru oftar en fram kemur í atriðisorða- og nafnaskrá, eða á s. 9, 15, 34, 40, 46, 56 og 147). Þannig að það leynir sér ekki að honum er efnið hugleikið. Guðspjallið sem fannst nálægt Nag Hammadí 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.