Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 16

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 16
14 FÉLAGSBRÉF Björnssonar í Borgarnesi. Það féll í hluta hans að koma skipulagi á bóka- safnið og starfsháttu þess og efla það svo að bókakosti, að starfsfært mætti kalla. Magnús hafði ekki, að ég ætla, neina sérlega þekkingu á bókasafns- störfum, þegar hann tók við starfinu. En hann var samvizkusamur og harn- hleypa duglegur með sprettum og gekk að þessu starfi með kappi og elju. Naut hann þegar frá öndverSu mikilsverðrar aðstoðar konu sinnar í þessu starfi, enda tók hún við forstöðu safnsins að honum látnum. Hagurinn rýmkaðist og með atbeina góðra vina tókst honum að eignast hús í HafnarfirSi, sem þeim hjónum auSnaSist skjótlega aS breyta í vistlegt og aSlaSandi heimili. BókavarðarstarfiS krafðist að vísu allmikillar vinnu, en kreppti þó minna að hæfileikum Magnúsar og hugSarefnum en margt annað starf mundi hafa gert, einkum þar sem honum varð nú auðveldara til atfanga um ýmislegt í bókmenntum, en áður hafði verið. Ég hef aldrei séð Magnús Ásgeirsson jafn hamingjusaman og ánægðan og fyrstu árin eftir að hann fluttist til Hafnarfjarðar. Þar dró og fleira til en það, sem þegar er talið. Allsnemma á árinu 1942 hóf Ragnar Jónsson að gefa út tímaritið Helga- fell og réð Magnús ritstjóra að því ásamt Tómasi Guðmundssyni skáldi. Ragnar réðst í þetta af stórhug og bjartsýni, eins og honum er eiginlegt, og sparði ekkert til, enda varð Helgafell fyrir rausn hans og umsjá þeiria félaga glæsilegasta tímarit, sem hér hefur verið gefið út bæði áður og síðan. En ég hygg það ekki ofmælt, að Helgafell og starfið við það hafi haft ærna þýðingu fyrir þroska Magnúsar. Hann færist mjög í auka næstu árin og sér þess augljós merki í bókmenntastörfum hans. Til þess liggja þau rök, að með Helgafelli gafst honum í fyrsta sinn á ævinni svigrúm fyrir þá kappgjörnu athafnasemi, sem einnig var drjúgur þáttur í skapgerö hans. Hann var í eöli sínu mjög fjarri því að vera hlutleysingi. Hann var þvert á móti ráðgjam og vildi láta til sín taka um hvert það mannlegt málefni, sem honum var hugarhaldið. Og þau urðu fleiri og fleiri með árunum, sjóndeildarhringur hans var að víkka til endadægurs. Og Helgafell vavð hans fyrsta og mér liggur við að siegja einasta — tækifæri til þess að láta að sér kveða. Hann kom að vísu allmjög við félagsmál rithöfunda um skeið og var formaöur Rithöfundafélags íslands um hríð. Hann baröist þar drengilega fyrir bættum kjörum rithöfunda og lét fleira gott til sin taka. En það gat ekki dulizt, að það var ekki sízt vegna þess, aS hann haföi hið glæsilega tímarit þeirra félaga að bakhjalli, sem honum óx svo mjög
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.