Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 18

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 18
16 FÉLAGSBRÉF fyrir framan mig og hlustaði forviða og hrifinn. Ég hirði ekkert um aði leyna því, að þá stundina fannst mér sem ekkert væri það til í bókmennt- um, sem Magnúsi mundi ofviða að kveða upp á sína tungu. Ég man þegar hann lagði frá sér blöðin. Hann brosti ofurlítið á sinn hálfdrengjalega, ljúfmannlega hátt, en það stóðu svitadropar á enninu. Eflaust var hann meira veikur, en ég gerði mér grein fyrir. En mér komu í hug hendingar Þorsteins Erlingssonar um Guðjohnsen: 1 söngnum var ómur af sverðgígju- slag, á svipnum var þungi eftir orrustu dag, en ylur í augum og friður. Mér þykir vænt um að eiga þessa mynd af Magnúsi. En þessum orrustu- degi var að verða lokið, víkingu mikils anda um mörg lönd. Magnús and- aðist að heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí 1955, 53 ára að aldri. Hann var jarðsettur 11. ágúst, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hafnarfjarðarbær tókst á hendur að gera útför hans og gerði virðulega svo sem minningu hans var samboðið. Fjöldi greina eftir skáld og bókmenntamenn samtíðarinnar birtust um Magnús látinn. Margt er þar vel og drengilega mælt um frábæra hæfi- leika Magnúsar og snilli — en minnilegastur í öllum þeim skrifum er þáttur ungu rithöfundanna, sem hver á fætur öðrum komu fram að þakka Magnúsi fyrir örvun, leiðbeiningu, aðstoð, gagnrýni, slíka sem enginn hafði gerzt til að veita þeim, svo sem Magnús Ásgeirsson hafði gert. Hverju afrekaði svo Magnús Ásgeirsson? Hvert var gildi hans fyrir samtíð sína og bókmenntir þjóðarinnar? Magnús gefur út fyrstu ljóðabók sína, Síðkveld, árið 1923, að mestu frumort kvæði. Á árunum 1928—1941, gefur hann út sex bindi þýddra ljóða. 1945 kemur út síðasta bindi ljóðaþýðinga hans, sænsk og norsk ljóð, er hann nefndi :Me3an sprengjurnar falla. Ilann þýðir nálega hálft fjórða hundrað kvæða eftir erlend skáld, sumt stór verk og heila ljóðaflokka. Hanu tekur til meðferðar ljóð eftir allt að 140 skáld, eldri og yngri og hanu seilist svo vítt til fanga, að í þessum Bragalundi, sem er raunar heill skóg- ur, getur að líta kvæði eftir dönsk, norsk, sænsk, finnsk, ensk, þýzk, frönsk, tékknesk, pólsk, rússnesk, ungversk, spænsk, persnesk og amerísk skáhl, að minnsta kosti skáld 14 þjóða, og kunna að vera fleiri þó að mér hafi sézt yfir. Með hverri þessara bóka óx vegur Magnúsar sem skálds og 1 jóða- þýðanda. Hann varð dáður og óumdeildur meistari í þessari grein. Þýðingar Magnúsar á erlendri ljóðlist rísa í þá hæð, sem þeir hafa hæst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.