Félagsbréf - 01.12.1959, Blaðsíða 24
22
FÉLAGSBRÉF
en árangurinn furðu smár. Þeir feðgar virtust hvorugur kunna að meta
framlag hjónanna þeim til afþreyingar, og ekki voru þeir málgefnir, því
tilraunirnar, sem kona Andrésar gerði til að toga úr þeim orð á stangli,
fóru flestar út um þúfur. Fyrir fjórum árum hafði kona Guttorms komið
hér ásamt dóttur sinni í heimsókn til móður þeirra Sofnhólsbræðra. Skömnui
síðar dó móðir þeirra, en nú fýsti húsfreyjuna í Sofnhól að heyra frá
Guðborgu, konunni með milda svipinn og hóglega fasið, sem hér gekk um
hlað á árunum góðu, áður en dauðinn tók að höggva til beggja handa.
En við það var ekki komandi. Helzt virtust þeir feðgar staðnæmast þar
sem Ásmundur var, og þó gjarnan spölkorn frá honum. Kæmu þeir að hon-
um í hlaði, þar sem hann smurði vagnhjól eða tók upp legu, virtu þeir
aðfarir hans nákvæmlega fyrir sér. Væri hann í skemmu við smíðar, stað-
næmdust þeir í dyrum og gáfu gaum að hverri hreyfingu lians. Og viki
hann sér frá, voru þeir vísir til að læðast inn og þukla á smíðisgripnum,
klunnalegum, stórum höndum, með vott af brosi í leiftrandi augum.
Þeir voru fámálir við Ásmund og þó margmálli en við aðra. En fundu
nú sjálfa sig fyrir, því varla vildi það til að Ásmundur anzaði þeim. Fyrir
hálfu ári hefði hann gert að gamni sínu við þá, spjallað við þá, ræðinn og
skemmtilegur, kannski skammað þá, en vissulega togað út úr þeim svör
við öllum spurningum sínum. En nú Iiafði dauðinn riðið um garð og hrifið
burt unga stúlku með ferlegum aðförum, og Ásmundi var brugðið. Tal
hans, áður létt, varð þunglamalegt, og ör lund hans, viðkvæm eins og
lund móður hans, virtist hafa glatað þenslu sinni, því nú sýndist skap
hans allt á einn veg: þungt, innhverft og engum sveiflum háð.
Aðeins einn maður vissi betur: bróðir hans. Eftir slysið hafði breytingin
komið þann veg, að fáir tóku eftir henni fyrst í stað. Sorgin hafði sín
áhrif á hann og það undraði engan, en þegar annað fólk tók upp fyrri
háttu, gróið sára sinna að mestu, dróst hann aftur úr. Hann hóf sig ekki upp
úr sorginni, hann varð kyrr undir farginu. Eða kannski var farginu létt
af honum að einhverju leyti, en lund hans reis ekki upp, hún hafði bæklazt
og gat ekki rétt úr sér.
Enginn sagði að Ásmundur hefði bilað á geðsmunum. Hann vann störf
sín og talaði máli sínu ef iþess þurfti með, breyttur að vísu, en fólk hélt
hann kæmist yfir erfiðleikana með tímanum. Aðeins einn maður var kvíð-
inn: bróðir hans. Af því hann hafði séð það, sem enginn annar sá og heyrt
það, sem enginn annar heyrði, tvisvar á stuttum tíma. í fyrra skiptið skömm'J