Félagsbréf - 01.12.1959, Side 28

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 28
26 FÉLAGSBRÉF Hann reiknar sig ekki rétt út, hann frændi minn. ÞaJð er engin skekkja hjá mér í dæminu. Andrés stóð upp óttasleginn og fór á eftir hróður sínum. Hann fann hann inni í herbergi sínu, miklu rólegri en hann bjóst við; kvíði hans virtist ástæðulaus. Láttu eins og þessir durgar hafi aldrei komið, sagði Andrés, á morgun fara þeir og þá er þetta búið. Ég varð reiður, sagði Ásmundur, nú er strax rokið úr mér. Þetta eru nú beztu karlar, en mér leiðist, hvað þeir eru lýttir. Aumingja Guðborg að búa með þessum endemis klaufum og horfa upp á þá svona bæklaða. Hún hefur dóttur sína, snotrustu stúlku ef ég man rétt, sagði Andrés. Það bjargar henni, sagði Ásmundur. Aumingja Guðborg. Þeir skildu, en um kvöldið, seint, kom Ásmundur inn til bróður síns og sagðist fara í ferðalag. Hvenær? í fyrramálið. Hvert? Austur með þeim Guttormum. Bróðir minn, sagði Andrés þá, gerðu það ekki. Vertu hjá mér, mig vantar mann í vetur. Þú getur, haft hundrað ær á fóðrum og þér líður vel hér. Berðu ekki kvíðboga fyrir mér, sagði Ásmundur, ég veit hvað ég er að gera. Það er mér einungis fyrir góðu að komast burt um tíma, fjarlægjast allar minningar. Og svo er annað. Við áfallið í vor hef ég meyrnað, og ég sé ákaflega eftir henni móður okkar. Þá dettur mér í hug, að þegar Guð- borg var hér fyrir fjórum árum, strauk hún stundum hár mitt og sagði einu sinni: drengurinn minn. Mér þætti gott ef einhver segði við mig öðru hverju: drengurinn minn. Hann tók greiðu úr vasa sínum og renndi henni gegnum hárið, annavs hugar. En Andrés lokaði augunum sem snöggvast, beit á jaxlinn og kreppti hnefana. Þegar hann hafði kyngt nokkrum sinnum gat hann talað á ný. Nú fyrir skemmstu ávarpaði ég þig með orðunum: bróðir minn, sagöi hann. Ég ætlaði að leggja alla bróðurást mína í orðin. Ef þau eru samt ekki yljuð eins og þú þráir, vil ég bæta þar um. Ég er tíu árum eldri en þú og get vel sagt við þig: drengurinn minn. Nei, sagði Ásmundur, kona verður að segja það, kona sem á mig.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.