Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 36
ÞÓRÐUR EINARSSON:
IJpprisan og lífið
Noklcrar liugleifiingar um bók Boris Pasternaks,
„Sívagó lœkni“.
SEPTEMBERBÓK Almenna bókafélagsins á þessu ári er hin margumrædda
skáldsaga rússneska skáldsins Boris Pasternaks, sem á íslenzku hefur hlotið
nafnið „Sívagó læknir“. Bókin kemur nú út í þýðingu hér um bil hálfu
öðru ári eftir að hún birtist í enskri þýðingu þeirra Max Hayward og Manva
Harari, en síðasti kafli hókarinnar, það er að segja ljóð Sívagós læknis, voru
þýdd af Bernard Guilbert. Það er þessi enska þýðing, sem farið hefur verið
eftir við þýðingu bókarinnar á íslenzkt mál.
Það má heita býsna vel af sér vikið að hafa komið því í verk að þýða
þessa stóru bók — hún er hvorki meira né minna en 518 þéttsettar síður,
og eru ljóðin þá ekki talin með — og koma henni út á prent á ekki lengri
tíma. Slík þýðing er ekkert áhlaupaverk og krefst raunar þess að þýðand-
inn eyði miklum tíma í að kynna sér verkið rækilega og kryfja það til
mergjar, og jafnvel kynni sér að nokkru ákveðið tímabil í bókmenntasögu
Rússlands og þá ekki síðúr sögu Rússlands frá því um aldamót síðustu og
fram undir það að síðari heimsstyrjöldin brauzt úr. Ég er mjög smeykur
um og reyndar nærri því viss um, að þetta hefur ekki verið gert, heldur
hefur ensku þýðingunni verið fylgt í blindni, en sú þýðing hefur orðið
fyrir allmikilli gagnrýni. Einkum hefur þýðendum verið legið það á hálsi,
að þeir hafi jafnvel unnið verkið of hroðvirknislega og ónákvæmlega, jafn-
vel þótt þýðingin sé læsileg. Það er aðallega rithöfundurinn Edmund
Wilson, en hann er rússneskumaður ágælur og hefur gert nákvæman saman-
burð á rússneska frumtexta bókarinnar og ensku þýðingunni, sem befur
gagnrýnt ensku útgáfu bókarinnar og líkt henni við vinnubrögð Reader s
Digest, þegar menn þess fara að stytta og umskrifa verk annarra. Sjálfur
get ég ekki gert annan samanburð en milli ensku þýðingarinnar og hinu-