Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 43

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 43
FÉLAGSBRÉF 41 gat ekki varizt því að finna oft á tíðum talsverðan skyldleika milli djúp- stæðrar hugsunar þessara tveggja öndvegishöfunda. Einkum á þetta v’ið um bók Faulkners „A Fahle“ (,,dæmisaga“), sem fjallar um ekki alls kostar ólík viðfangsefni og hugleiðingar um örlög mannssálarinnar og einstaklingsins. I síðasta hluta hókarinnar er að finna ljóð Sívagós læknis, þau sem fundust eftir hann látinn og voru þá gefin út. Lesandanum kemur það ef til vill í fyrstu kynlega fyrir sjónir hvers vegna saga, sem er í sjálfu sér heilsteypt, skuli vera framlengd á þennan hátt af hálfu höfundar- ins, því í fyrstu lítur þessi ljóðabálkur út sem viðbætir. En þegar betur er að gáð og þegar lokið er lestri ljóðánna, þá kemur í Ijós að þeirra er þörf til þess að færa voldugan boðskap höfundarins í æðra veldi, til þess að Ijúka hinum fagra og sigursæla óð til lífsins. Þessi ljóð njóta sín allvel í prósaþýðingu Sigurðar A. Magnússonar, að minnsta kosti samanborið við enska þýðingu þeirra. Myndir skáldsins og snjöll hugsun nýtur sín framar öllum vonum og í þýðingunni má víða finna háttbundin stef og hrynjandi. Ljóð Sívagós skiptast í tvo meginflokka, sem óma og bergmála hvor gegn öðrum, en sameinast svo að lokum í einn meginfarveg. í sumum ljóð- unum rifjar Sívagó upp ákveðna atburði í lífi sínu og yfir þau færist dimmur skuggi, þegar nær dregur brottför l,.öru og ánauð einræðisins þokast nær: En hvers vegna tárast þá himinröddin í þokunni og hvers vegna hefur moldin beiska angan? Það er þó köllun mín að víðáttan missi ekki móðinn og jörðin veslist ekki upp af einsemd fyrir utan borgarmörkin. Þess vegna hitti ég vini mína snemma á vorin, og kvöld okkar eru kveðjur, veizlur okkar erfðaskrár, svo hinn leyndi straumur þjáninganna lækni kulda lífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.