Félagsbréf - 01.12.1959, Side 45

Félagsbréf - 01.12.1959, Side 45
ERIK SÖNDERHOLM, sendikennari: H. C. Branner Hans Christian Branner fæddist árið 1903 í Ordrup við Kaupmannahöfn. Faðir hans var rektor við menntaskólann og átti Branner til embættismanna að telja langt í ættir fram. Hann fetaöi ekki í fótspor feðra sinna. AS afloknu stúdentsprófi árið 1921 ætlaöi hann að gerast leikari. Honum mistókst hrapallega og sannfærðist þá skjótt um, að hann hefði enga leikarahæfileika. — Vonbrigðin urðu honum svo sár, að allir listamannsdraumar hans hrundu í rústir. Árið 1923 réðst hann því að stóru út- gáfufyrirtæki í Kaupmannahöfn. Hann kvæntist árið 1930 og tveimi.r árum síðar sagði hann upp hinni öruggu stöðu sinni hjá bókaútgáfunni og gerð- ist rithöfundur. Það var þó ekki fyrr en árið 193ó, að honum tókst að fá skáldsögu sína „Legetoj" (Barnagull) gefna út. Hún gerði liann frægan á svipstundu, og síðan heíur hver ný bók frá hans hendi aukiö hróð- ur hans og fest hann í sessi sem höfuð- skáld Dana á vorum dögum. Ritverk Branners eru ekki ýkjamikil að vöxtum en efnið að sama skapi þyngra á metunum. Helztu skáldsögur hans eru „Legetoj" (Barnagull) 1936, „Drommen ■om en kvinde" (Draumurinn um konu) 1941, „Rvtteren" (Reiðmaðurinn) 1949 og „Ingen kender natten“ (Enginn þekkir nóttina) 1955. Auk þess hefur hann samið fjölda úl- varpsleika og sjónleika. Leikrit hans „Soskende“ (Systkin) 1952 hefur náð íá- dæma hylli víðs vegar á Norðurlöndum og f Þýzkalandi. Langflestir munu þó þeir, sem lesið hafa hinar snilldarlegu smásögur hans. Þær beztu komu út í smásagnasöfnunum „Om lidt er vi borte" (Á bráðfleygri stund) 1939 og „To minutters stilhed“ (Tveggja minútna þögn) 1944 og „Bjerg- ene“ (Fjöllin) 1953. Þau eru meðal önd- vegisrita danskra bókmennta. Viðfangsefni Branners er staða manns-

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.