Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 50

Félagsbréf - 01.12.1959, Síða 50
48 FÉLAGSBRÉF allra síðast, og ég barðist við grátinn þar sem ég gekk eftir götunni án þess að vita í hvaða átt. Nú um þessar mundir gengur inflúenzufaraldur, í mörgum skrifstofum eru skrifstofustjórarnir veikir. Um daginn las konan mín í blaðinu hvernig fjöMi sjúkdómstilfella jókst án afláts. ff,En guði sé lof veikin er ekki ill- kynjuð,“ sagði hún, „það deyr næstum því enginn.“ „Já, guði sé lof,“ sagði ég, en skyldi ég samt sem áður ekki hafa óskað að það dæju margir, eins og á sínum tíma í spönsku veikinni? Þér megið ekki halda að ég sé neitt vondur maður, ég mundi aldrei hafa óskað þess meðan ég sjálfur liafði stöðu, og auðvitað óska ég þess ekki heldur núna í raun og veru. En samt sem áður. Það er eins og ég skilji nú betur það fólk sem óskaði að stríðið hefði byrjað í september, iþó ég hefði þá stöðu og gremdist mjög þegar ég heyrði það segja þetta. En ef stríðsblikan hækkaði nú aftur, ég veit ekki, styrjöld veldur svo miklum breytingum. Upp á síðkastið er kona mín og ég einnig farin að tala mikið um fólk sem ógæfa hefur dunið yfir, það höfum við heldur ekki gert fyrr. „Það hlýtur að vera hræðilegt,“ segir kona mín um atvinnulausan mann, sem deytt hefur tvö börn sín með gasi. „Já,“ sagði ég, „það hlýtur að vera hræðilegt.“ Næstum því á hverjum degi stendur í blaðinu um þess konar atvik, þau koma tíðum fram á forsíðunni nú. En þegar ég gekk um götuna í gær eftir að þessi maður hafði virt mig fyrir sér hátt og lágt, fann ég allt í einu að ég var lasinn og datt í hug inflúenzufaraldurinn. Ég gekk inn í Örstedsgarðinn og settist á bekk, það var kalt og vindasamt þar inni og næstum því engin manneskja, ég sat og hugsaði um inflúenzuna. Hvers vegna skyldi ég ekki hafa fengið hana, ég ók mikið í sporvögnum og lá vel við sýkingu? Var inflúenza kannski sér- hagsmunaveiki, var það einungis fólk í föstum stöðum, sem hafði efni á að fara heim og leggjast í rúmið? Ég þreifaði á slagæð minni, hún sló ótt og ójafnt, ég hafði blæðandi tilfinningu í húðinni undir fötunum. Á heimleiðinni varð ég lasnari og lasnari og titraði frá hvirfli til ilja, þegar ég nálgaðist húsið þar sem ég bjó, sortnaði mér fyrir augum. Ég varð að stanza um stund á útidyratröppunum. Ég lauk upp forstofudyrunum og gekk inn. Innan úr svefnherberginu spurði rödd konunnar, hvort það væri ég, ég fann á lyktinni að hún stóð þar inni og var að strauja. Á þeim dögum þegar ég hafði stöðuna mína, kom hún ævinlega út í forstofuna og heilsaði mér, það gerir hún ekki lengur, því að nú kem ég og fer svo oft. Engu að síður olli það mér von-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.