Félagsbréf - 01.12.1959, Page 60
Umsköpun sögunnar
STAUNS VITJAÐ AÐ NÍJU.
íðtæk hreinsun í útgúfu sögulegra
staðreynda hefur nú verið gerð í
Sovétríkjunum: f staðinn fyrir „Hið stutta
söguskeið kommúnistaflokks Sovétríki-
anna“ (fyrsta útgáfa kom árið 1938) hef-
ur nú verið prentuð ný handbók og a'ð
mörgu leyti mjög ólik hinni. Þeirri gömlu,
sem kom út í 50 milljónum eintaka á
sínum tíma, hefur nú verið kastað í „rusla-
kistu sögunnar“.
Nýja útgáfan varð síðbúin. Eftir að
Krústjoff hafði fordæmt gömlu handbók-
ina í „leynirœðu,“ sinni á 20. flokksþing-
inu var skipuð ellefu manna ritnefnd
undir stjórn B.M. Ponomareff, „til að sjá
um útgáfu alþýðlegrar marxiskrar hand-
bókar um sögu flokksins er eingöngu
byggðist á sögulegum staðreyndum,“ eins
og það er orðað. Samningu bókarinnar
skyldi lokið á tæpu ári, en baráttan um
völdin milli arftaka Stalins (og umrótið í
Austur-Evrópu 1956) tafði bersýnilega
fyrir útgáfunni. Það voru of mörg vanda-
söm atriði, sem þörfnuðust nákvæmrar
endurskýringar og of margir af fylgis-
mönnum Stalins, sem höfðu helzt úr lest-
inni og fallið í skuggann.
Það er fyrst nú, sem hin nýja alþýð-
lega útlegging á sögu flokksins hefur
komið út og þá aðallega fyrir atbeina hins
nýja ritara flokksins.
Fyrsta útgáfa nýju handbókarinnar seld-
ist upp á nokkrum klukkustundum.
Nýja handbókin er helmingi lengri en
sú gamla. Hún nær allt fram til liðandi
stundar, og einn kaflinn fjallar m.a. um
21. flokksþingið og 7-ára áætlunina. Ef
gamla handbókin var gefin út, til þess
að skapa og móta hina sögulegu goðsögn
um „Stalins-tímabilið", þá hefur nýja
handbókin aftur á móti breytt og endur-
skoðað efni að flytja mönnum, til að veita
þeim sögulega innsýn þeirrar kynslóðar,
sem mótast undir stjórn Krústjoffs.
Það sem fyrst og fremst gerir hina
gömlu og nýju kynningu á „sögulegum
staðreyndum" svo ólíkar, er sem vænta
mátti það hlutverk, er Stalin er eignað.
Gamla handbókin var að sjálfsögðu eitt
af tækjum Stalins til sjálfsupphafningar,
þar sem hann tileinkaði sjálfum sér verk
annarra manna. Þegar hann hafði útrýmt
þeim, gerði hann eitt af tvennu, kenndi
þeim um gömul svik og blekkingar, eða
máði nöfn þeirra algerlega af söguspjöld-
um byltingarinnar.
Nýja bókin skákar Stalin á sinn rétta
stað, án þess þó að veita hinum réttu
mönnum aftur þann heiður af raunveru-
legum verkum þeirra, er annar hafði
tileinkað sér með röngu. I gömlu handbók-
inni var Stalins fyrst getið í sambandi við