Félagsbréf - 01.12.1959, Page 73

Félagsbréf - 01.12.1959, Page 73
FÉLAGSBRÉF 71 ívinnandi verk að ætla að rekja áhrif Njálu á óbundið mál. Það væri vel hæi;t að ímynda sér að fáir íslendingar hefði lifað til enda án þess að skrifa eða tala um Njálu fyrr eða síðar. í þessari bók Matthíasar komumst við að furðulegustu hlutum. Til dæmis má nefna að sumar persónur Njálu hafa ver- ið eins konar tízkufyrirbæri sem yrkis- efni meðal skálda á ákveðnum tímurn. í öðru lagi komumst við að því að skáid hafa deilt um það innbyrðis í ljóðum, hvernig beri að skilja ákveðnar persónur. Má þar nefna hinar miklu Hallgerðar- deilur, þar sem sum skáldanna kepptust við að afsaka hana á alla kanta en önnur að níða hana niður sem mest þeir máttu. Við komumst í kynni við ógrynni nf Njálukvæðum — bæði góðum og lélegum. 011 eiga þau þó ýmislegt sameiginlegt. Yfirgnæfandi meirihluti kvæðanna er ortur um sömu persónur og sömu atriði sögunn- ar. Flest kvæði hafa verið ort um Hall- gerði langbrók og Gunnar Hámundarson. í kvæðnnum hefur Gunnar jafnan verið ívafinn ljóma hetjunnar og ættjarðarást- arinnar. Um atburðina sem teknir hafa verið sem yrkisefni er það að segja, að það eru dramatísku atriðin og örlagavef- urinn sem mest hefur verið ort um. Þa3 er ekki mikið um gamankvæði. Til dæmis er ekki minnzt á viðskipti Kára og Björns úr Mörk í neinu kvæði, og hafa þó allir gaman af slíku skopi. Menn virðast hafa litið Njálu alvarlegri augum en svo að þeir gætu látið sér koma til hugar að yrkja skopkvæði um hana. Þá er að atliuga verk höfundar. Matthías er þjóðkunnur maður fyrir skrif sín um menn. Tel ég vafalítið að enginn skrifi samtöl öllu kunnáttusam- legar en hann. En það er dálítið annar handleggur að skrifa viðtal við einn mesta sérvitring, sem nú dvelst á meðal okkar, en skrifa~um sértekna og takmarkaða bók- menntagrein. Matthiasi lætur ekki vel að feta örmjótt og grýtt einstigi fræði- mennskunnar. Til þess er hann of fyrir- ferðarmikill og jafnvel of fjörmikill. £f Matthías á að fá að njóta sín í skrifum nægir honum ekki minna en allífisbrekk- an í allri sinni ómælisvídd, þar sem hann getur hoppað um eins og göldróttur krummi og numið stað, þar sem sízt er við búizt. í þessari bók sinni er Matthías ekki lengur hinn göldrótti spyrill, hann er fræðari. Og um fræðara gilda aðrar reglur en um spurningameistara. Þess er krafizt að fræðarinn sé vísindalegur gagnskoðari, en hann þarf ekki nauðsvn- lega að vera skemmtilegur. Matthías er andstæðan. Honum er það nauðsyn að vera skemmtilegur. Ég held að Matthias geti ekki skrifað leiðinlega bók. — Og Matthías er blaðamaður. Hann skortir greinilega þá andlegu kyrrð og þá ró sem gerir bækur að fræðiritum. Þetta er mesti galli bókarinnar. Nú skal hins vegar vikið að kostum hennar. Matthías hefur unnið að þessu efni lengi. Þegar hann tók lokapróf í íslenzkum fræð- um fjallaði ritgerð hans um Njáluskáld- skap. Síðan hefur hann endurunnið þessa ritgerð sína og aukið til muna. Með þess- ari bók hefur Matthías varpað nýju Ijósi á þátt í íslenzkri ljóðagerð sem margir hafa ekki veitt athygli áður. Auðvitað þekkja allir Njálukvæði Jónasar, Hann- esar Hafsteins og fleiri, en það eru tæp- lega margir sem haft hafa yfirsýn yiir þennan merkilega þátt íslenzkra bók- mennta. Auk þessa er bókin léttilega skrifuð. Mesta vinnan hefur auðvitað verið að safna saman öllum þessum kvæðum og flokka þau. Það eitt hefði nægt til að réttlæta

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.