Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunhani Snæbjörn hafði lengi verið með í maganum að skrifa bók, en langaði þó meira til að hafa skrifað bók en að skrifa bók. Eini tími hans til skrifta var árla morguns áður en samstarfsmenn hans mættu til vinnu. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Snæbjörn Ragnarsson,bassaleikari og textahöf-undur þungarokks-hljómsveitarinnar Skálm- aldar og liðsmaður skemmtisveitarinnar Ljótu hálfvit- anna, hefur víða látið til sín taka á ritvellinum. Hann hefur m.a. skrif- að fyrir sjónvarp og leikhús og hlotið Grímuverðlaunin fyrir. Einn- ig Íslensku tónlistarverðlaunin sem textahöfundur ársins 2014 svo fátt eitt sé talið. Snæbjörn starfar á auglýsinga- stofunni PIPAR/TBWA sem sam- félagsmiðlafulltrúi og hugmynda- og textahöfundur aukinheldur sem hann bloggaði um Evróputúra Skálmaldar á Kjarnann og hefur undanfarið skrifað pistla um þjóð- félagsmál fyrir Stundina. Rokkstjörnudraumar Þrátt fyrir að hafa verið á ferð og flugi með sveitinni og haft ærinn starfa að öðru leyti á árinu, svo sem eins og að sinna nýfæddri dótt- ur, lét hann sig ekki muna um að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu. Gerill nefnist hún og fjallar um hljómsveitina Gerla, en einkum um einn liðsmanninn, Arngrím Sævar Eggertsson, sem dreymir um að verða fræg rokkstjarna. Uppskrúf- aður, sjálfhverfur og dómgreind- arlaus gervitöffari eru orð sem lýsa söguhetjunni býsna vel. Hetjan sú arna er að minnsta kosti ekki póli- tískt réttþenkjandi og talsmaður jafnréttis eins og höfundurinn hef- ur með skrifum sínum getið sér orð fyrir að vera. Enda er bókin ekki um hann. Eða hvað? „Ég sæki margt í reynslu- brunn minn í tónlistarheiminum, notfæri mér ýmislegt sem hefur gerst eða ég hef haft spurnir af að hafi gerst á tónleikum, í partíum eða í viðtölum hjá fjölmiðlum og við alls konar aðstæður. Karakterarnir eru líka að sumu leyti byggðir á fólki sem ég þekki – og þekki ekki, ég reyni ekkert að fela það. Sagan er svo yfirdrifin að ég held að hún geti varla móðgað nokkurn mann,“ segir Snæbjörn og bætir við að reyndar hefði hann haft gaman af ef sú væri raunin. Ekkert uppklapp Hugmyndin að Gerli kviknaði í Evróputúr Skálmaldar fyrir réttu ári þegar hann var hvað iðnastur að blogga fyrir Kjarnann. „Ég hafði skrifað gríðarlega mikið og fór að pæla í hvernig ég myndi bera mig að ef ég væri að skrifa bók. Þótt ég hafi lengi verið með í maganum að prófa að skrifa bók, langaði mig í rauninni meira til að hafa skrifað bók en að skrifa bók. Hérna á PIP- AR höfðum við verið að sýsla við bókaútgáfu og þá hugsaði ég með mér hvað allt í kringum slíka út- gáfu væri með ólíkindum leiðinlegt. Höfundur situr í fleiri mánuði og skrifar og ef hann er heppinn birt- ist heilsíðuauglýsing í Morg- unblaðinu eða hann kemst í Kiljuna. Hann fær kannski að lesa í Ey- mundsson og fer svo bara heim.“ Ekkert uppklapp, meinarðu? „Einmitt. Bókaútgáfa er svo skrýtinn bisness og ólík því að gefa út fullt af plötum eins og ég hef gert og sem alltaf er verið að spila. Ég velti þessu töluvert fyrir mér og datt í hug að ef ég skrifaði um tón- listarmann gæti ég samið lögin sem hann gerði. Rétt eftir áramótin nefndi ég hugmyndina af rælni við umboðsmann Skálmaldar. Hann hljóp strax til Tomma í Sögum og daginn eftir var ég kominn með út- gáfusamning án þess að vera búinn að skrifa staf.“ Músíkhugmynd að bók Lengi vel hafði Snæbjörn ekki hugmynd um hvernig bókin ætti að vera. Eina sem var fast í hendi var músíkhugmyndin sem fólst í því að hann semdi sjálfur lögin fyrir sögu- hetjuna. Afraksturinn, sex lög, er á gerill.is ásamt fróðleiksmolum um bókina og tilurð hennar. Rokk, fyll- erí og þrísom – eins og þar stendur. „Ég hef verið að spila lögin, sem eru frekar svona popp/rokk og músíktilraunaleg, hingað og þangað síðan bókin kom út,“ segir hann. Með útgáfusamning upp á vas- ann, en enga hugmynd um sögu- þráð, hélt Snæbjörn í tónleika- ferðalag með Skálmöld um Evrópu í febrúar. „Í rútunni var ég þó stundum hálfþunnur að nótera hug- myndir í stílabók,“ upplýsir hann. Ætlunin var að láta hendur standa fram úr ermum í barneignarfríinu í apríl. „Algjör sjálfsblekking því auðvitað notaði ég tímann bara í að sinna barninu. Í ágúst hafði ég sam- band við útgáfuna, sagðist ekki vera búinn að skrifa neitt og stakk upp á að fresta útgáfunni. Þar á bæ kipptu menn sér ekkert upp við tíð- indin og skipuðu mér bara að drull- ast til að klára söguna.“ Snæbjörn átti því ekki annarra kosta völ. Eini tími dagsins til að sinna ritstörfunum var milli kl. sex og átta á morgnana, sem þýddi að hann þurfti að fara að sofa um níu- leytið á kvöldin. „Ég skrifaði hérna á PIPAR áður en samstarfsfólk mitt mætti til vinnu. Mér gekk ljómandi vel og var tvo mánuði að ljúka verkinu.“ Algjör hálfviti og „wannabe“ Snæbjörn ræður sér vart fyrir hlátri þegar hann er spurður hvort hann líti á bókina sem þroskasögu rokkstjörnu. „Þá þyrfti einhver að þroskast í henni,“ svarar hann. „Ég er hræddur um að Sævar þroskist ekki mikið í þessari bók. Hann er skemmtilegur, en samt algjör hálf- viti og svona„wannabe“. Sumt gengur upp hjá honum á einhvern ótrúlegan hátt, en annað ekki. Hann gæti orðið „miniceleb“ í bók númer tvö, „súperceleb“ í þriðju og svo algjört „hasbeen“ eða sorglega útbrunninn í þeirri fjórðu – eins og er algengur ferill tónlistarmanna.“ Er þá alls ekkert líkt með ykk- ur Sævari? „Jú, alltof mikið. Eins og ég sagði, hann er algjör hálfviti.“ En ekki þú væntanlega? „Ég næ kannski að hemja hálf- vitskapinn í mér aðeins betur, hugsa svona 10 sekúndum lengur en Sævar áður en ég tala. Þótt ég geti ekki neitað að svipaðar glóru- lausar hugsanir hafi hvarflað að mér í þessu brölti öllu saman, er ég vonandi ekki alveg eins öfgafullur. Sævar hefur líka ýmsa eiginleika sem ég hef meðvitað forðast að til- einka mér, en merki hjá sumum í þessum bransa.“ Í meira mæli en annars staðar? „Ég hef náttúrlega ekki verið alls staðar. En, jú kannski. Það er fyndinn leikur að eltast við frægð- ina. Allir vilja vera merkilegri en aðrir og eru alltaf að leita uppi merkilega fólkið sem þeir vilja líkj- ast. Að vísu erum við ekki öll þann- ig gerð að vilja láta á okkur bera, en ég veit samt ekki um neina hljómsveit sem vill alltaf spila í bíl- skúrum.“ Skálmöld og Gerlar Bar stofnun Skálmaldar 2009 til með svipuðum hætti og Gerla í sögunni? „Skálmöld var stofnuð þegar við félagarnir vorum komnir til vits og ára og orðnir ráðsettir menn. Ég sendi tölvupóst til allra sem ég vildi hafa með mér í þungarokkssveit og við erum enn að. Gerlar byrjuðu aftur á móti í bílskúr upp á gamla móðinn. Flestir sem voru einhvern tímann tólf ára, fóru að reykja og keyptu sér rafmagnsgítar kannast við svoleiðis drama og harkið sem því fylgir.“ Í bókinni er ekki miklu púðri eytt í að lýsa útliti Sævars. Hvernig sérðu hann fyrir þér? „Sævar er sjarmerandi á sinn hátt, rokkaralegur með skítugt „lúkk“ eins og furðanlega margir hrífast af. Hann leggur mikið upp úr að vera töff og eyðir meiri tíma en meðalsúpermódel í að greiða sér þannig að hann líti út fyrir að vera ógreiddur. Semsagt mjög líkur öðr- um rokkurum hvað þetta varðar.“ Ekki frítt spil Snæbjörn er hæstánægður með viðtökur bókarinnar. „Lang- flestir sem hafa lesið hana segja hana ógeðslega fyndna og skemmti- lega og það gleður mig rosalega. Að sama skapi gleður mig hversu sum- um lesendum finnst ég vera á rangri leið hvað pólitíska rétt- hugsun áhrærir. Trúlega vegna þess að sögupersónan er sjálfhverf karlremba sem fær ekki makleg málagjöld. Einum gagnrýnandanum fannst að ég ætti ekki að tjá mig með þessum hætti heldur vera á sömu nótum í bókinni og í þjóð- félagsrýni minni í Stundinni. Ég virtist ekki hafa alveg frítt spil til að búa til skáldsögu, því sumir ætl- uðust til að ég tæki ákveðna afstöðu til lífsins, þjóðfélags- og heimsmál- anna.“ Þeir Snæbjörn Ragnarsson og Arngrímur Sævar Eggertsson voru ekkert á þeim buxunum í þessari bók. Markmið þess fyrrnefnda var að segja sögu þess síðarnefnda, sem gerir allt fyrir frægðina nema vita- skuld að hugsa og hegða sér eins og rétthugsandi manneskja. Þungarokkarinn samdi lögin fyrir söguhetjuna Fræg þungarokksstjarna, Snæbjörn Ragnarsson, hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Geril, sem hverfist um Sævar, „wannabe“ rokkstjörnu sem gerir allt fyrir frægð- ina nema kannski að hugsa og hegða sér eins og rétthugsandi manneskja. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skálmöld og Ljótu hálfvitarnir Snæbjörn og félagar hans í Skálmöld voru orðnir ráðsettir menn þegar þeir stofn- uðu sveitina fyrir sex árum, en áður hafði Snæbjörn gengið til liðs við skemmtisveitina Ljótu hálfvitana. „Það var beyglaður Sævar sem skrönglaðist heim til sín um hádegið. Hin alræmda skammarganga gladdi hann reyndar. Til er fólk sem skammast sín fyrir að ganga heim í morgunsárið í sparifötunum eða djamm- gallanum eftir að hafa hallað höfði annars staðar en heima hjá sér. Sævar var ekki einn þeirra. Hann hafði verið að ríða og hann var stoltur af því. Og ekki bara ríða. Hann hafði verið í þrísom. Það hljómaði svo vel að þrátt fyrir óskaplega þynnku brosti hann alla leið- ina heim. Þrísom. Þrísom. Þrísomþrísomþrísom!“ Rokkari sem segir sex BROT ÚR BÓKINNI GERILL Morgunblaðið/Eggert „Sævar leggur mikið upp úr að vera töff og eyðir meiri tíma en meðal- súpermódel í að greiða sér þannig að hann líti út fyrir að vera ógreiddur. Semsagt mjög líkur öðrum rokkurum hvað þetta varðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.