Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 31
www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík S. 568 2533 | www.fi.is Lýðheilsu- og forvarnarverkefni Ferðafélags Íslands Fyrsta skrefið – Heilsurækt á fjöllum Ferðafélag Íslands stendur fyrir nýju verkefni sem hlotið hefur nafnið Fyrsta skrefið þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku. Verkefnið er hugsað fyrir þá sem ganga rólega á létt og þægileg fjöll. Umsjónarmenn verkefnisins eru Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson. Kynningarfundur: Fimmtudaginn 7. janúar, kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Alla leið Ferðafélag Íslands býður upp á æfingaáætlun sem miðar að því að undirbúa þátttak- endur fyrir langa og spennandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, alhliða ferða- fræðslu um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur og svo vikulegum þrekæfingum. Umsjónarmaður er Hjalti Björnsson. Kynningarfundur: Fimmtudaginn 14. janúar, kl. 19:45 í sal FÍ, Mörkinni 6. Eitt fjall á mánuði – Léttfeti Þetta verkefni er hugsað fyrir þá sem vilja koma sér af stað að nýju eftir hlé sem og alla þá sem vilja koma reglulegum, rólegum fjallgöngum inn í dagatalið sitt Eitt fjall á mánuði – Fótfrár Þetta verkefni er tilvalið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum þar sem þessi hópur ræðst til uppgöngu á erfiðari og meira krefjandi fjöll. Þátttakendur þurfa því að vera í nokkuð góðu gönguformi. Tvö fjöll á mánuði – Þrautseigur Þeim sem vilja ganga meira og hittast oftar gefst kostur á að taka þátt í báðum verkefnunum hér að ofan og ganga þá á alls 24 fjöll yfir árið, yfirleitt bæði fyrsta og þriðja laugardag í hverjum mánuði. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðu gönguformi því bæði er gengið á létt og krefjandi fjöll. Umsjónarmenn eitt – tvö fjöll á mánuði eru Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Kynningarfundur fyrir eitt og tvö fjöll á mánuði: Þriðjudaginn 12. janúar, kl. 20 í sal FÍ í Mörkinni 6. The Biggest Winner Lýðheilsu- og forvarnarverkefnið The Biggest Winner er sérstaklega ætlað fyrir feita, flotta og frábæra sem þora, geta og vilja. Um er að ræða gönguferðir fyrir fólk í yfir- vigt þar sem boðið verður upp á rólegar göngur, stöðuæfingar, fræðslu og mælingar. Lögð er áhersla á að vinna með þátttakendum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Umsjónarmenn eru Steinunn Leifsdóttir og Páll Guðmundsson. Verkefnið fer af stað síðsumars og verður auglýst nánar síðar. Bakskóli FÍ Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í verkefni sem hlotið hefur nafnið Bakskóli FÍ. Í bakskólanum er farið í léttar gönguferðir og fjallgöngur, gerðar eru stöðu- og styrktaræfingar ásamt liðkandi æfingum og auk þess er boðið upp á fræðslukvöld með sjúkraþjálfurum. Bakskólinn starfar yfir tvö tímabil á ári, það er bæði að vori og hausti. Umsjónarmenn eru Páll Guðmundsson og Steinunn Leifsdóttir. Nánar auglýst síðar. Ferðafélag Ís lands sendir félags mönnum og landsmön num öllum bestu óskir u m farsælt komandi ár o g þakkar ánæg julega samfylgd á liðnum árum . Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.