Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015
Nína Tryggvadóttir var að-eins hálfsextug þegarhún lést, árið 1968, enhafði á glæsilegum ferli
náð að skapa sér nafn í heimsborg-
unum London, París og New York –
og setja mark sitt á íslenska lista-
sögu. Hennar er jafnan minnst sem
framsækins listamanns á sviði mód-
ernískrar myndlistar og sem braut-
ryðjanda í ljóðrænni afstraktlist.
Ferli hennar eru nú gerð skil á nýrri
og löngu tímabærri yfirlitssýningu í
Listasafni Íslands og í tilefni sýn-
ingarinnar hefur einnig verið gefin
út ný og vönduð bók um Nínu. Sýn-
ingin er í þremur sölum safnsins og
er þar einkum að sjá málverk, sem
sum hver hafa ekki verið sýnd áður
hér á landi, en einnig vatnslitaverk,
teikningar, klippimyndir, verk úr
steindu gleri auk sýnishorna af
myndlýsingum – Nína var fjölhæfur
listamaður – og jafnframt má þar
finna ýmislegt fróðlegt heim-
ildaefni, þ. á m. viðtöl við dóttur
hennar, Unu Dóru Copley og heim-
ildamynd um listamanninn frá 1983.
Í sal 1 er áhersla lögð á ljóðræn
abstraktverk Nínu sem hún málaði í
Reykjavík og í New York 1959-1968.
Þessi þróttmiklu og tjáningarríku
verk byggjast á sterku form- og lita-
skyni og lýsa næmri tilfinningu fyrir
efniviðnum – olíulitunum sem Nína
lagði gjarnan fremur þykkt á flötinn
með breiðum pensilstrokum eða
sköfu. Þannig skapaði hún áhrifa-
ríkan samleik áferðarríkra litaflata
eða forma sem eru laus í sér og virð-
ast á hreyfingu, eins og heiti verks-
ins „Gustur“ (1962) undirstrikar.
Mýkt og hrynjandi formanna end-
urómar ólgu náttúrunnar og kvik
birtubrigði hennar – og vitaskuld
einnig sköpunarglímu listamanns-
ins. Þrátt fyrir titla eins og „Grýtt
land“, „Sjávarþorp“ eða „Jörð“, er
myndmál verkanna órætt og heiti
margra verka er einfaldlega „Ab-
strakt“, „Abstraksjón“ eða „Kom-
position“, enda snúast þau um veru-
leika málverksins: hvernig unnt er
að magna flötinn með formum, lit-
um og áferð svo að hann búi yfir
sérstöku lífi og þokka.
Í sýningartextum er leitast við að
draga slíka þætti fram og er það vel
til fundið. Til dæmis er í veggtexta
við inngang salar 1 bent á notkun
Nínu og annarra afstraktlistamanna
í samtíð hennar á impasto-tækni í
málverki. Lögð er talsverð áhersla á
áhrif frá hollenska 17. aldar mál-
aranum Rembrandt, einkum hvað
snertir framköllun innri glóðar í
litameðferð. Í því samhengi hefur
einnig áður í skrifum um Nínu verið
bent á áhrif frá steindu gleri sem
Nína fékkst við með góðum árangri
(margir þekkja steind gluggaverk
hennar í Þjóðminjasafninu) en við
inngang að sal 4 getur einmitt að
líta baklýst afstraktverk úr steindu
gleri. Vinna með mósaík (alt-
arismyndin í Skálholtskirkju er lík-
lega þekktasta verkið af því tagi)
kallast einnig á við margbrotna
formgerð annarra verka og aðferð-
ir. Í sal 4 segir í stuttum texta á
spjaldi frá klippi- og pappírstækni
Nínu og hún tengd við þróun mynd-
máls í lakkmálverkum og öðrum af-
straktverkum sem Nína vann í Par-
ís og London 1952-1959. Áhrifin frá
stefnum og straumum í afstrakt-
myndlist endurspeglast í þessum
verkum; þar nær ljóðrænan yf-
irhöndinni og Nína gerir áhrifin að
sínum. Vatnslitamyndir Nínu kall-
ast í margslunginni mýkt og birtu-
meðferð á við seinni afstraktverkin í
sal 1. Verkin í þessum sal eru gjarn-
an hengd þétt saman, tvö og tvö, í
þeim tilgangi að varpa ljósi á víxl-
verkun milli mismunandi áherslna
og aðferða. Í svo þéttri uppheng-
ingu taka verkin stundum hvert frá
öðru en í heild varpar þessi sam-
anburðaraðferð ljósi á þróun verk-
anna og eykur gildi sýningarreynsl-
unnar.
Í sal 4 er jafnframt að finna ævi-
ágrip Nínu svo gestir geti glöggvað
sig á tímabilum í listsköpun hennar
og þróun verka frá fígúratífu mynd-
máli til óhlutbundins málverks.
Þarna birtist „Rembrandt“ í verki
sem hún málaði í París 1939, áður en
hún hélt heim fyrir upphaf heim-
styrjaldarinnar síðari. Nína hafði þá
lokið námi við Konunglega listahá-
skólann í Kaupmannahöfn, hin
fjórða íslenskra kvenna. Í Reykja-
vík drakk hún í sig andrúmsloftið í
Unuhúsi áður en haldið var á vit æv-
intýra í New York 1943. Í sal 2 er að
finna verk sem hún málaði á því
tímabili og er verkunum er skipt í
hópa eftir viðfangsefnum; í portrett,
uppstillingar, módel og þorps-
myndir. Áhrifin frá kúbismanum
eru áberandi, einkum í módelverk-
unum, en Nína nýtti slík áhrif til
formrænnar einföldunar og skapaði
snemma á ferlinum framúrskarandi
myndverk sem bera ótvíræð höf-
undareinkenni hennar. Má þar
nefna portrettmyndir hennar af
Steini Steinari, Halldóri Laxness og
Erlendi í Unuhúsi.
Í textum um einstaka myndir er
lögð áhersla á að veita innsýn í að-
ferðir Nínu og stílþróun í verkum
hennar í átt til óhlutbundinnar tján-
ingar, bæði með textum og samstill-
ingu verka. Verkið „Vetur í borg“
(1947), sem Nína sýndi á Sept-
embersýningunni 1947, er nánast
óhlutbundið en auðveldlega má
glöggva sig á tengslum myndþátta
við hlutbundið myndmál í eldri
verkum. Jafnframt sést hvernig
tekur að losna um formin á mynd-
fletinum í verkum Nínu á þessum
árum – þar til þau fara á „flug“ eins
og endurspeglast í verkum í sal 1.
Annað verk frá 1947, „Komposi-
tion“, sem sýnt er í sal 4 ásamt
skyldu verki, „Abstrakt“ (1948), er
einnig óhlutbundið en fínleg litablæ-
brigði og formræn mýktin í verkinu
framkallar lýríska landslags-
stemmningu – og varpar þannig frá
sér ljóði. Sjálf orðaði Nína það svo í
ljóðinu „Dagsverk“: „Ég tók niður
liti / rautt, gult og blátt / og kallaði
það dagsverk.“
Sýningin Ljóðvarp er vel unnin
og þar er lögð áhersla á að veita
greinargóða innsýn í feril þessa ein-
stæða listamanns og þróun verka
hennar. Val verka mótast af slíkri
áherslu auk þess sem sýndar eru fá-
séðar myndir eftir Nínu, þ. á m.
verk úr fórum Unu Dóru, dóttur
þeirra Alfreds L. Copley. Þegar á
heildina er litið, ber Ljóðvarp vitni
um fagurt dagsverk.
Morgunblaðið/Golli
Portrett Ferli Nínu Tryggvadóttur eru gerð skil á nýrri og löngu tímabærri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands .
Ljóð í litum
Listasafn Íslands
Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp
bbbbm
Til 3. janúar 2016. Opið þri.-su. kl. 11-17
(lokað gamlársdag og nýársdag). Að-
gangur kr. 1200. 67 ára og eldri, náms-
menn, öryrkjar, hópar 10+ kr. 600. Yngri
en 18 ára: ókeypis. Sýningarstjórar:
Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jóns-
son.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Abstrakt Nokkur abstrakt málverka Nínu sem sýnd eru í Listasafni Íslands.
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 23.12.15 - 29.12.15
1 2
5 6
7 8
109
43
Nautið
Stefán Máni
Kafbátur í sjónmáli - Háski í hafi
Illugi Jökulsson
Endurkoman
Ólafur Jóhann Ólafsson
Þýska húsið
Arnaldur Indriðason
Dimma
Ragnar Jónasson
Sogið
Yrsa Sigurðardóttir
Stóri skjálfti
Auður Jónsdóttir
Eitthvað á stærð við alheiminn
Jón Kalman Stefánsson
Hundadagar
Einar Már Guðmundsson
Og svo tjöllum við okkur í rallið
Guðmundur Andri Thorsson