Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Nína Tryggvadóttir var að-eins hálfsextug þegarhún lést, árið 1968, enhafði á glæsilegum ferli náð að skapa sér nafn í heimsborg- unum London, París og New York – og setja mark sitt á íslenska lista- sögu. Hennar er jafnan minnst sem framsækins listamanns á sviði mód- ernískrar myndlistar og sem braut- ryðjanda í ljóðrænni afstraktlist. Ferli hennar eru nú gerð skil á nýrri og löngu tímabærri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands og í tilefni sýn- ingarinnar hefur einnig verið gefin út ný og vönduð bók um Nínu. Sýn- ingin er í þremur sölum safnsins og er þar einkum að sjá málverk, sem sum hver hafa ekki verið sýnd áður hér á landi, en einnig vatnslitaverk, teikningar, klippimyndir, verk úr steindu gleri auk sýnishorna af myndlýsingum – Nína var fjölhæfur listamaður – og jafnframt má þar finna ýmislegt fróðlegt heim- ildaefni, þ. á m. viðtöl við dóttur hennar, Unu Dóru Copley og heim- ildamynd um listamanninn frá 1983. Í sal 1 er áhersla lögð á ljóðræn abstraktverk Nínu sem hún málaði í Reykjavík og í New York 1959-1968. Þessi þróttmiklu og tjáningarríku verk byggjast á sterku form- og lita- skyni og lýsa næmri tilfinningu fyrir efniviðnum – olíulitunum sem Nína lagði gjarnan fremur þykkt á flötinn með breiðum pensilstrokum eða sköfu. Þannig skapaði hún áhrifa- ríkan samleik áferðarríkra litaflata eða forma sem eru laus í sér og virð- ast á hreyfingu, eins og heiti verks- ins „Gustur“ (1962) undirstrikar. Mýkt og hrynjandi formanna end- urómar ólgu náttúrunnar og kvik birtubrigði hennar – og vitaskuld einnig sköpunarglímu listamanns- ins. Þrátt fyrir titla eins og „Grýtt land“, „Sjávarþorp“ eða „Jörð“, er myndmál verkanna órætt og heiti margra verka er einfaldlega „Ab- strakt“, „Abstraksjón“ eða „Kom- position“, enda snúast þau um veru- leika málverksins: hvernig unnt er að magna flötinn með formum, lit- um og áferð svo að hann búi yfir sérstöku lífi og þokka. Í sýningartextum er leitast við að draga slíka þætti fram og er það vel til fundið. Til dæmis er í veggtexta við inngang salar 1 bent á notkun Nínu og annarra afstraktlistamanna í samtíð hennar á impasto-tækni í málverki. Lögð er talsverð áhersla á áhrif frá hollenska 17. aldar mál- aranum Rembrandt, einkum hvað snertir framköllun innri glóðar í litameðferð. Í því samhengi hefur einnig áður í skrifum um Nínu verið bent á áhrif frá steindu gleri sem Nína fékkst við með góðum árangri (margir þekkja steind gluggaverk hennar í Þjóðminjasafninu) en við inngang að sal 4 getur einmitt að líta baklýst afstraktverk úr steindu gleri. Vinna með mósaík (alt- arismyndin í Skálholtskirkju er lík- lega þekktasta verkið af því tagi) kallast einnig á við margbrotna formgerð annarra verka og aðferð- ir. Í sal 4 segir í stuttum texta á spjaldi frá klippi- og pappírstækni Nínu og hún tengd við þróun mynd- máls í lakkmálverkum og öðrum af- straktverkum sem Nína vann í Par- ís og London 1952-1959. Áhrifin frá stefnum og straumum í afstrakt- myndlist endurspeglast í þessum verkum; þar nær ljóðrænan yf- irhöndinni og Nína gerir áhrifin að sínum. Vatnslitamyndir Nínu kall- ast í margslunginni mýkt og birtu- meðferð á við seinni afstraktverkin í sal 1. Verkin í þessum sal eru gjarn- an hengd þétt saman, tvö og tvö, í þeim tilgangi að varpa ljósi á víxl- verkun milli mismunandi áherslna og aðferða. Í svo þéttri uppheng- ingu taka verkin stundum hvert frá öðru en í heild varpar þessi sam- anburðaraðferð ljósi á þróun verk- anna og eykur gildi sýningarreynsl- unnar. Í sal 4 er jafnframt að finna ævi- ágrip Nínu svo gestir geti glöggvað sig á tímabilum í listsköpun hennar og þróun verka frá fígúratífu mynd- máli til óhlutbundins málverks. Þarna birtist „Rembrandt“ í verki sem hún málaði í París 1939, áður en hún hélt heim fyrir upphaf heim- styrjaldarinnar síðari. Nína hafði þá lokið námi við Konunglega listahá- skólann í Kaupmannahöfn, hin fjórða íslenskra kvenna. Í Reykja- vík drakk hún í sig andrúmsloftið í Unuhúsi áður en haldið var á vit æv- intýra í New York 1943. Í sal 2 er að finna verk sem hún málaði á því tímabili og er verkunum er skipt í hópa eftir viðfangsefnum; í portrett, uppstillingar, módel og þorps- myndir. Áhrifin frá kúbismanum eru áberandi, einkum í módelverk- unum, en Nína nýtti slík áhrif til formrænnar einföldunar og skapaði snemma á ferlinum framúrskarandi myndverk sem bera ótvíræð höf- undareinkenni hennar. Má þar nefna portrettmyndir hennar af Steini Steinari, Halldóri Laxness og Erlendi í Unuhúsi. Í textum um einstaka myndir er lögð áhersla á að veita innsýn í að- ferðir Nínu og stílþróun í verkum hennar í átt til óhlutbundinnar tján- ingar, bæði með textum og samstill- ingu verka. Verkið „Vetur í borg“ (1947), sem Nína sýndi á Sept- embersýningunni 1947, er nánast óhlutbundið en auðveldlega má glöggva sig á tengslum myndþátta við hlutbundið myndmál í eldri verkum. Jafnframt sést hvernig tekur að losna um formin á mynd- fletinum í verkum Nínu á þessum árum – þar til þau fara á „flug“ eins og endurspeglast í verkum í sal 1. Annað verk frá 1947, „Komposi- tion“, sem sýnt er í sal 4 ásamt skyldu verki, „Abstrakt“ (1948), er einnig óhlutbundið en fínleg litablæ- brigði og formræn mýktin í verkinu framkallar lýríska landslags- stemmningu – og varpar þannig frá sér ljóði. Sjálf orðaði Nína það svo í ljóðinu „Dagsverk“: „Ég tók niður liti / rautt, gult og blátt / og kallaði það dagsverk.“ Sýningin Ljóðvarp er vel unnin og þar er lögð áhersla á að veita greinargóða innsýn í feril þessa ein- stæða listamanns og þróun verka hennar. Val verka mótast af slíkri áherslu auk þess sem sýndar eru fá- séðar myndir eftir Nínu, þ. á m. verk úr fórum Unu Dóru, dóttur þeirra Alfreds L. Copley. Þegar á heildina er litið, ber Ljóðvarp vitni um fagurt dagsverk. Morgunblaðið/Golli Portrett Ferli Nínu Tryggvadóttur eru gerð skil á nýrri og löngu tímabærri yfirlitssýningu í Listasafni Íslands . Ljóð í litum Listasafn Íslands Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp bbbbm Til 3. janúar 2016. Opið þri.-su. kl. 11-17 (lokað gamlársdag og nýársdag). Að- gangur kr. 1200. 67 ára og eldri, náms- menn, öryrkjar, hópar 10+ kr. 600. Yngri en 18 ára: ókeypis. Sýningarstjórar: Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jóns- son. ANNA JÓA MYNDLIST Abstrakt Nokkur abstrakt málverka Nínu sem sýnd eru í Listasafni Íslands. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 23.12.15 - 29.12.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Nautið Stefán Máni Kafbátur í sjónmáli - Háski í hafi Illugi Jökulsson Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Þýska húsið Arnaldur Indriðason Dimma Ragnar Jónasson Sogið Yrsa Sigurðardóttir Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson Hundadagar Einar Már Guðmundsson Og svo tjöllum við okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.