Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 ✝ Guðrún Val-borg fæddist í Reykjavík hinn 11. desember 1913. Hún lést á Drop- laugarstöðum 17. desember sl. For- eldrar hennar voru Þuríður Jóhannes- dóttir og Georg Thordal Finnsson. Fjögurra ára göm- ul fór hún í fóstur til hjónanna Sesselju Snorra- dóttur húsfreyju og Finnboga Finnbogasonar skipstjóra á Njálsgötu 27 í Reykjavík. Þau ættleiddu hana um fermingu. Guðrún Valborg og Hermann hófu búskap á Njálsgötu 27 árið 1944 og bjuggu þar allan sinn búskap. Hermann lést árið 1997 og bjó þá Guðrún ein í húsinu þar til hún fór á Droplaugar- staði árið 2009. Guðrún Valborg bjó hjá for- eldrum sínum á Njálsgötu og nam við Kvennaskólann í Reykjavík eftir að skyldunámi lauk. Þá lærði hún píanóleik í mörg ár hjá Ingibjörgu Bene- diktsdóttur í Hafnarfirði og ferðaðist með henni til Norður- landa. Guðrún hélt föður sínum Finnboga heimili eftir að móðir hennar dó árið 1932 og var hann svo í horninu hjá henni eftir giftingu og allt til dauðadags. Hún vann aldrei utan heimilis en sinnti búi og börnum alla tíð. Útför Guðrúnar Valborgar var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík 30. desember 2015. Guðrún giftist árið 1944 Hermanni Guðlaugssyni hús- gagnasmið og varð þeim þriggja barna auðið. Þau eru Finnbogi, kvæntur Hansínu G. Garð- arsdóttur, Guð- laugur, kvæntur Guðrúnu Sverris- dóttur, og Sesselja Guðrún, áður gift Benedikt Skarphéðinssyni. Öll börn Guðrúnar eiga afkom- endur og eru barnabörn hennar sjö og barnabarnabörnin orðin tíu. Ég efast ekki um að orðatiltæk- ið „hláturinn lengir lífið“ eigi við rök að styðjast, enda varð amma Gunna, eða amma á Njáls, eins og hún var alltaf kölluð, 102 ára þann 11. desember síðastliðinn. Amma var fyndin kona og með eindæmum skemmtileg. Hún sagði einstaklega skemmtilega frá og var góð eftirherma. Amma sagði okkur sögur, frásagnarstíll- inn og leikrænir tilburðir voru þannig að auðvelt var að lifa sig inn í frásögnina. Maður þurfti að minna sig á að maður hafi ekki verið sjálfur á staðnum og var manni kippt niður á jörðina þegar hún skaut inn í frásögn: „Þetta var frostaveturinn mikla 1918, það var svo kalt hjá þeim í neðra húsinu.“ Staðir og atburðir urðu ljóslifandi þegar hún sagði frá og lék sögupersónur af innlifun. Oft enduðu sögurnar þannig að við heyrðum hvorug síðustu orðin sem hún reyndi að stynja upp enda vorum við báðar í keng og grétum úr hlátri. Amma gat tjáð sig með hinum ýmsu svipbrigðum svo orð voru óþörf, maður skildi hvað hún meinti um leið, hún var leikkona af Guðs náð, hló og gant- aðist nánast fram á sinn síðasta dag. Aldrei var gamanið særandi enda var amma einstaklega hlý og góð. Oft þurfti ég að minna mig á að amma væri af annarri kynslóð en ég því aldrei fann ég í samskiptum við hana neitt kynslóðabil, eins og það er oft kallað, þrátt fyrir að á milli okkar væru 66 ár. Ég þekkti ömmu frekar lítið þegar ég var barn enda bjó ég fyrir vestan og hún á Njáls. Það var ævintýri að koma til Reykjavíkur og heim- sækja ömmu og afa Hemma. Mal- tlyktin frá Ölgerðinni lá yfir Skólavörðuholtinu, klukkna- hljómurinn frá Hallgrímskirkju, umferðarniðurinn og hin dular- fulla fornsala á Njálsgötu 27 var annar heimur en minn í Hnífsdal. Amma var ólík öðrum ömmum því hún gekk í buxum og köflóttri skyrtu. Eitt sinn spurði ég hana af hverju hún gengi ekki í kjól, eins og ömmur. Hún spurði á móti hvar hún ætti þá að geyma hús- lykilinn og veiddi hann út á milli talnanna á skyrtunni, bundinn í teygju í brjóstahaldarann, blikk- aði mig og brosti. Hún var ekki eins og aðrar ömmur, hún fór sín- ar eigin leiðir, hún var töffari. Það voru forréttindi að fá að búa hjá ömmu á Njáls og í nálægð við hana á menntaskólaárunum. Þá kynntumst við fyrst fyrir al- vöru og urðum góðar vinkonur. Sófinn á Njáls var töfrum gæddur því um leið og lagst var í hann var maður sofnaður. Kannski hafði hitabeltisloftslagið í húsinu eitt- hvað með það að gera eða bara amma sem var svo afslöppuð og hafði lag á að láta fólki líða vel í kringum sig. Alla tíð hafði hún gaman af fólki. Síðustu árin sín á Droplaugarstöðum kynntist hún mörgum og þótti öllum vænt um hana enda sýndi hún virðingu og fallega framkomu, sama á hvaða aldri fólk var eða hvaðan úr heim- inum það var. Amma var heims- borgari, opin fyrir nýjungum. Hún var nútímakona í líkama gam- allar konu. Það var yndislegt að geta átt kveðjustund, þakkað samveruna og góðu stundirnar. Söknuðurinn er samt sár því ekki er ég aðeins að kveðja gamla ömmu heldur kæra vinkonu sem ég minnist með gleði í hjarta og bros á vör. Auður Finnbogadóttir. Guðrún Valborg Finnbogadótt- ir, tengdamóðir mín fyrrverandi, mundi tímana tvenna, en hún var nýorðin 102 ára þegar hún lést. Móðir Guðrúnar, Þuríður Jó- hannesdóttir, var einstæð og gat ekki annast barnið en föðuramm- an, Guðrún Snorradóttir, gekk henni í móðurstað fyrstu fimm árin uns hún varð sökum veikinda og aldurs að koma henni í fóstur til ömmusystur Guðrúnar, Sesselju Snorradóttur, sem bjó í barnlausu hjónabandi með manni sínum Finnboga Finnbogasyni að Njáls- götu 27. Blóðfaðir Guðrúnar var Georg Finnsson, en um fermingu var hún ættleidd af stjúpforeldrum sínum og tók upp nafn Finnboga sem hún hafði alla tíð miklar mætur á. Guðrún var með sérlega létta lund og hafsjór af sögum sem hún miðlaði óspart til ættingja og vina. Á sínum tíma gerði sonarsonur Guðrúnar, Finnur, skólaverkefni um ömmu sína og þar kom fram að þegar hún var að vaxa úr grasi voru moldargötur í Reykjavík, hestar í stað bíla, kamrar í stað kló- setts, Skólavörðuholtið nær óbyggt og hænur vöppuðu um garða. Raf- magn var óþekkt og fyrir kom að lúxus á borð við rennandi vatn náði ekki upp á Njálsgötu og varð þá að fara með fötu til vina á Lindargötu sem var neðar í brekkunni til að sækja vatn. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá Guðrúnu og dásamaði hún fósturforeldrana en talaði jafn- framt hlýlega um blóðmóður sína sem var dugleg að heimsækja dótt- ur sína á meðan báðar lifðu. Guðrún giftist Hermanni Guð- laugssyni húsgagnasmið og eign- aðist með honum þrjú börn, synina Finnboga og Guðlaug og dótturina Sesselju Guðrúnu. Guðrún og Hermann voru mikil náttúrubörn og notuðu hvert tæki- færi til að fara í sumarbústað sinn við Meðalfellsvatn, renndu þá gjarnan fyrir silung og nutu úti- verunnar. Á efri árum opnuðu Guðrún og Hermann fornsölu í bílskúrnum að Njálsgötu 27, þangað sem fjöldi fólks lagði sína leið, oftast til að spjalla, enda voru þau hjón með af- brigðum hlýjar og gefandi mann- eskjur og var oft glatt á hjalla. Guðrún bjó á Njálsgötu til 96 ára aldurs en síðustu sex árin dvaldi hún á Droplaugarstöðum við Snorrabraut. Því verður ekki með orðum lýst hve starfsfólkið á Droplaugar- stöðum hugsaði vel um Guðrúnu og kunni hún svo sannarlega að meta það sem og daglegt samband við dótturina Sesselju, soninn Guðlaug og fyrrverandi tengdadóttur, Patriciu, en hún var Guðrúnu ávallt eins og sannkölluð dóttir. Finnbogi, sonur Guðrúnar, er rithöfundur, búsettur í Hnífsdal, og bregður upp bráðlifandi mynd- um af heimilislífinu á Njálsgötu 27 í bók sem út kom árið 2008, „Í húsi afa míns“. Það var ævinlega gefandi að koma til Guðrúnar og Hermanns á Njálsgötuna, alltaf kaffi á könn- unni eða matur á borðum og til marks um heimilisbraginn að Guðrún fékk gesti gjarnan til að leggja sig í sófann og breiddi svo yfir þá teppi. Ég var víst ein af fáum sem létu það ekki eftir henni, sem breytir ekki því að ég naut í ríkum mæli hjartahlýju Guðrúnar og höfð- ingsskapar. Hún verður okkur öll- um ógleymanleg, ekki síst barna- börnum og barnabarnabörnum sem muna hina glaðværu ömmu og langömmu sem settist gjarnan við píanóið og lék og söng af hjart- ans lyst á milli þess sem hún miðl- aði sögum af sinni löngu og við- burðaríku ævi. Um leið og ég votta ættingjum og vinum samúð, þakka ég Guð- rúnu hennar löngu og góðu sam- fylgd. Ásdís. Á Droplaugarstöðum myndað- ist lítil fjölskylda við matarborðið í kaffitímanum. Heimilisfólkið ásamt okkur, ættingjum og vin- um, átti margar góðar stundir þar enda kölluðum við þennan stað Kaffi Dropa. Þarna var Lauga, yndisleg manneskja sem lét lítið fyrir sér fara og var svo þakklát að við tókum eftir henni og stjön- uðum við hana. Hún skildi ekkert í því hvað við vorum góð við hana, en það var svo auðvelt því hún var sjálf svo indæl. Svanhvít var hús- móðirin við enda borðsins, alltaf svo fín og vel til fara. Birgir var annar herramannanna við borðið. Hann var sólginn í sætabrauðið en „kvenmannslæri“ (kleinur) vildi hann ekki sjá. Við hlið hans var svo pabbi, Eyjólfur, bílstjór- inn og bridge-spilarinn. Alltaf fínn til fara og honum fannst svo ótrú- lega gaman að taka í spil. Síðast en ekki síst var svo aðalprakkar- inn í hópnum, hún Guðrún. Hún hafði einstakt lag á að koma fólki til að hlæja og hafði svo gaman af að segja brandara. Guðrún var ótrúlega hnyttin og sagði skemmtilega frá. Mér fannst allt- af svo gaman að koma til hennar og tala við hana. Sérstaklega fannst mér gaman að heyra af henni sjálfri, foreldrum hennar og uppvaxtarárum. Sagnfræðingur- inn í mér naut þess að fá þessa einstöku innsýn í gamlan tíma sem er að hverfa úr minnum fólks. Ásamt þessum kjarna af heim- ilisfólki á Droplaugarstöðum voru það svo ættingjarnir og vinirnir sem ráku inn nefið í kaffitímanum sem gerðu þennan tíma svo ein- staklega skemmtilegan og sér- stakan. Það mynduðust sterk tengsl milli okkar allra og við hugsuðum um alla eins og fjöl- skyldu okkar og aðstoðuðum eftir bestu getu. Enginn var skilinn eftir útundan. Við, ættingjarnir, höfum líka myndað með okkur góð tengsl og höfum haft sam- band endrum og sinnum til að fylgjast með hvernig gengur, sér- staklega eftir að ættingi ein- hverra okkar hefur fallið frá. Þeg- ar tækifæri hafa gefist höfum við einnig kíkt í heimsóknir og finnst mér mjög vænt um þau öll. En svo fór meðlimunum að fækka og nú að lokum hefur Kaffi Dropi al- farið fært sig úr stað og við sem komum í heimsókn þurfum að bíða eftir öðru tækifæri til að setj- ast með þeim við borðið í kaffitím- anum. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa kynnst fólkinu eins vel og ég gerði. Guðrún er án efa elsta vin- kona mín til þessa, hún náði því að verða 102 ára gömul. Ég náði ekki að koma til hennar í afmæliskaffi en kíkti á hana daginn eftir og er ég mjög ánægð með að hafa náð að kveðja hana. Mér þykir mjög vænt um að hafa fengið að kynn- ast þessari skemmtilegu og merku konu. Ég vil votta fjöl- skyldu hennar samúð mína og þakka um leið fyrir góðar stundir ásamt Guðrúnu og foreldrum mínum á Droplaugarstöðum. Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir. Mig langar að setja á blað nokkur minningabrot um yndis- lega konu sem ég var svo heppin að kynnast sem barn á Njáls- götunni. Guðrún Finnbogadóttir bjó á númer 27 í litlu bárujárnshúsi þar sem gott var að koma og bjart bros Guðrúnar og hlýja kom ekki aðeins að dyraþrepi hjarta barns heldur tók sér þar bólfestu til framtíðar. Dóttir Guðrúnar, Sess- elja (Sessa), er æskuvinkona mín og lékum við okkur mikið saman á þessum árum og gaman var hversu mikinn þátt Guðrún tók í okkar leik og átti hún oft upptök- in að ýmsu sprelli sem við tókum okkur fyrir hendur. Heimur okkar krakkanna var ekki stór á þessum árum og af- markaðist af Frakkastíg og Vita- stíg, Grettisgötu og Bergþóru- götu og bjó mikill fjöldi barna á þessum bletti. Það var ósjaldan hópur krakka sem boðið var inn að drekka á númer 27 og þá var alltaf smurt mikið af rúgbrauði og fransk- brauðssamlokum ofan í hópinn, fullur stór diskur sem hvarf eins og dögg fyrir sólu. Kjallarinn á 27 var ævintýra- land, þar var hægt að finna hvað sem mann vantaði til að nota í hvers konar leiki eða fram- kvæmdir, fullar krukkur af smá- mynt sem mátti nota til að fara hring með strætó eða lím til að líma skóbætur neðan á skó fjöl- skyldunnar, efni til að sauma dvergaföt sem selja átti eða göm- ul hjól sem gera mátti nothæf. Allt var hægt á númer 27 og mátti gera. Það eru endalausar góðar minningar frá þessum árum sem koma upp í hugann, Guðrún spil- aði oft á píanóið fyrir okkur krakkana því það gerði hún vel og hafði gaman af, oft var kátt á hjalla í stofunni. Já, þetta voru góð ár með góðu fólki. Ég var svo heppin að ná að sitja með henni góða stund fyrir stuttu, hún þá 102 ára, ótrúlegt, og minnug um gamla daga, hló aftur og aftur og minnti mig á margt sem ég var búin að gleyma. Það er svo ljúft að þekkja fólk sem getur ævinlega með einu brosi breytt dimmu í dagsljós og þannig var þessi góða kona, hún Guðrún, það var aldrei annað hægt en láta sér líða vel í návist hennar og ég er svo endalaust þakklát fyrir alla þá gæsku og umhyggju sem hún veitti mér sem barni sem þó bara átti heima í sömu götu. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem komu við á númer 27 við Njálsgötuna og eiga þaðan ljúfar minningar um þessa ein- stöku konu sem Guðrún var. Blessuð sé minning hennar. Elsku Sessa, Gulli, Finnbogi og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ragnhildur Bender. Guðrún Valborg Finnbogadóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, FROSTI SKAGFJÖRÐ BJARNASON, fyrrv. flugstjóri, Heiðarhjalla 6, Kópavogi, lést 12. desember síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Grund. . Katla Kristín Ólafsdóttir Sturla Skagfjörð Frostason Ólöf Einarsdóttir Svanborg Þórdís Frostadóttir Ófeigur Gestsson Bjarni Frostason Hrafnhildur Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK EYSTEINSSON hagfræðingur, MBA, lést á líknardeild LSH í Kópavogi þann 28. desember síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópavogi og heimahlynningar Karitas fyrir hlýja og kærleiksríka umönnun. Útförin fer fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas. . Valgerður Oddsdóttir Oddur Eysteinn Friðriksson Katrín Ólafía Þórhallsdóttir Friðrik Húni Friðriksson Guðjón Helgi Friðriksson Ýmir Kaldi og Þrymur Blær Oddssynir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA ZOËGA SVEINSDÓTTIR, Ásakór 5, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum þann 24. desember síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. janúar klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sveinssjóð sem styrkir Rjóðrið, 0513-26-022247, kt. 640394-4479. . Sveinn Guðmundsson Fanney Birna Ásmundsdóttir Jón Valur Guðmundsson Brynjólfur Jósep Guðmundsson Gunnar Sigurður Guðmundsson Norma DeSouza Hanna Signý Guðmundsdóttir Haraldur A. Bjarnason barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HARALDUR HARALDSSON, Klapparhlíð 3, Mosfellsbæ, lést 28. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni Reykjavík þann 6. janúar næstkomandi klukkan 13. . Þóra Ólafsdóttir, Ólafur, Andri og Fjölnir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR DAVÍÐSSON, Sléttuvegi 23, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 29. desember. . Héðinn Eyjólfsson Guðrún H. Fjalldal Guðrún S. Eyjólfsdóttir Snjólfur Ólafsson Sigríður Eyjólfsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.