Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ÓSKA LANDSMÖNNUM FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI Framundan eru krefjandi verkefni sem kalla á fyrirhyggju og skynsemi svo við megum í sameiningu leysa þau og skapa okkur um leið velsæld á árinu 2016. Samtök atvinnulífsinsmunu á nýju ári áfram leggjametnað sinn í að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, fjölga störfum og bæta lífskjör allra landsmanna. Með áramótakveðju! SAMTÖK ATVINNULÍFSINS BORGARTÚNI 35 REYKJAVÍK WWW.SA.IS Þorsteinn Loftsson, lyfjafræðingur, hlaut í vikunni heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright. Fram kemur í tilkynningu að Þorsteinn Loftsson sé einn fremsti fræðimaður Íslands á sviði lyfja- rannsókna. Með rannsóknum sínum hafi hann reynt að gera notkun lyfja markvissari þannig að hægt væri að ná jafngóðum eða betri læknisfræðilegum árangri með minni og hnitmiðaðri lyfjaskammti en áður. Þorsteinn hefur verið prófessor í eðlislyfjafræði við Háskóla Íslands síðan 1986 og jafnframt sinnt stöðu gistiprófessors við Department of Medicinal Chemistry College of Pharmacy, við Flórídaháskóla. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur og fylgir í ár þriggja milljóna króna peningagjöf frá hollvinum sjóðsins, sem eru HB Grandi og Alcoa Fjarðaál. Hlaut verð- laun úr Ásusjóði  Verðlaunin veitt fyrir lyfjarannsóknir Verðlaun Sigrún Ása Sturludóttir, formaður Ásusjóðs, og Þorsteinn Loftsson, sem hlaut verðlaunin. Reykjavíkurborg tekur við rekstri á Hlemmi um áramótin. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verður Hlemmur áfram opinn fyrir far- þega Strætó en til stendur að opna matarmarkað í byggingunni á Hlemmi í sumar. Strætó flytur far- miðasölu sína í verslun 10/11 á Laugavegi 116. Á vef Reykjavíkurborgar segir að búist sé við að verklegar fram- kvæmdir til að undirbúa aðstöðu fyrir matarmarkaðinn hefjist í apr- íl. Meðan framkvæmdir standi yfir verði hugað að aðstöðu fyrir far- þega sem bíða. Hlemmur verður opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 7-18, laugardaga kl. 7:30-16 og sunnudaga kl. 9:30-16. Rætt við Sjávarklasann Reykjavíkurborg auglýsti í sum- ar eftir rekstraraðila til að koma á fót veitinga- og matarmarkaði í húsinu á Hlemmtorgi. Fjórar um- sóknir bárust og amþykkti borg- arráð í kjölfarið að heimila að hefja viðræður um að Íslenski sjávarklas- inn taki við húsinu. Sjávarklasinn rekur samstarfsvettvang fyrir haf- tengda starfsemi. Fram kemur á vef Sjávarklasans, að ásamt fyr- irtækinu standi Leifur Welding hönnuður, Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður og annar stofn- enda Krásar Götumatarmarkaðar, og Þórir Bergsson veitingamaður að umsókninni. Þá hyggist Niels L. Brandt, framkvæmdastjóri mat- armarkaðsins Torvehallerne í Kaupmannahöfn, verða ráðgjafi hópsins. Áfram opið á Hlemmtorgi Morgunblaðið/Eggert Hlemmur Biðstöðin á Hlemmtorgi þar sem opna á matarmarkað í sumar.  Framkvæmdir við matarmarkað eiga að hefjast í apríl Ylströndin í Nauthólsvík verður opin á morgun, nýárs- dag, á milli klukk- an 11:00 og 15:00. Nýársdagur hefur jafnan ver- ið vinsæll til sjó- baða í Nauthóls- vík, en þann dag hafa að meðaltali komið þangað um 300 manns. Frá því að farið var að hafa opið á nýársdag hafa 2.300 manns fengið sér sundsprett fyrsta dag ársins. Frá því að mælingar hófust hefur meðalsjávarhiti í Nauthólsvík á ný- ársdag verið 1,2°C, lægstur hefur hann mælst -1,7°C og þessa dagana er sjávarhitinn þar um 1°C Í tilkynningu frá Ylströndinni í Nauthólsvík segir að yfir vetrartím- ann komi að meðaltali 2.600 gestir í sjóbað þar í hverjum mánuði. Opið verður í nýárssund í Nauthólsvík Nauthólsvík Sjó- sund er vinsælt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.