Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 16.2. | Jón Bjarnason, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Halldóra Hjaltadóttir Ísland og umheimurinn Síðustu ár höfum við hins vegar fengið yfir okkur hótanir Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir og löndunarbann, þeg- ar við veiddum fisk eins og makríl innan okkar eigin landhelgi 17.2. | Kristján Þ. Snæbjarnarson Hin meinta þjóðarsátt 2013 Stjórnvöld þurfa að hafa ein- hvern örlítinn skilning á því hvernig nauðsynlegt er að standa vörð um jöfnuð í sam- félaginu. 19.2. | Jón G. Tómasson Þorrasel Hef ég ekki áður, hvorki hjá ríki eða borg, kynnst eins óvönduðum vinnubrögðum, og viðhöfð hafa verið í þessu máli. 21.2. | Gréta Björg Egilsdóttir Stóra hjálma- og tannburstamálið Við teljum það ekki brjóta í bága við leiðbeinandi reglur umboðsmanns barna þó að grunnskólabörn í Reykjavík fái gefins hjálma eða tann- hirðuvörur 23.2. | Ólafur Helgi Kjartansson „Rótarý, umheimurinn ,áhrifin og gagnið“ Viðtakandi forseti Rotary Int- ernational skildi ekkert í því af hverju litháískir rótarým- enn fögnuðu þessum Íslend- ingi svo mjög. 24.2. | Arnar Sigurðsson Sama hvað þú kýst, ríkið vinnur alltaf Öllum má vera ljóst að ef aukning hefur orðið í notkun á landupplýsingum eru það einmitt rök fyrir því að hið opinbera dragi sig út af við- komandi markaði. 25.2. | Gunnlaugur Björnsson Má bjóða þér snákaolíu? Ég á við þá hugmynd að með því einu að breyta stillingu klukkunnar muni geðheilsa þjóðarinnar stórlagast, ung- lingar hætta að vera syfjaðir og þreyttir á morgnana og við Íslendingar almennt hætta að drolla frameftir á kvöld- in. 26.2. | Sverrir Haukur Gunnlaugsson Alvarlegt ástand á innleiðingu EES-gerða Norðmenn leggja mun meiri rækt en Íslendingar við að koma að mótun gerða sem eru í undirbúningi hjá ESB. 27.2. | Snorri Snorrason Opið bréf til forsætisráðherra Reykjavíkurflugvöllur Ég skora á stjórnvöld að standa vörð um flugvöllinn, ykkur ber að gera það. And- varaleysi í þessu máli er ól- íðandi. 28.2. | Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Hvað er Öldungaráð? Við eldri borgarar þessa lands verðum að láta meira í okkur heyra. Alltaf kemur öðru hvoru upp umræða um vandamál hér og þar sem tengjast umönnun aldraðra. 2.3. | Árni Sigfússon Hvernig tókst að skapa metnað um menntun? Það þarf þó stöðugt að vera á verði. Pólitískur áhugi og skilningur á forvarnar- og menntamálum má ekki dvína. Hann er afar sterkur hjá núverandi menntamálaráðherra. Nýt- um þann byr. 3.3. | Haukur Arnþórsson Spilla ríkisstofnanir almannafé? Hugbúnaðargerð stofnana í eigin tölvudeildum gæti spillt almannafé umtalsvert og unnið gegn eðlilegum mark- miðum við tölvuvæðingu rík- isins. 4.3. | Árni Þormóðsson Á að selja innviði samfélagsins? Munurinn á núverandi eign- arhaldi orku- og veitufyr- irtækjanna er sá að ávinning- urinn af rekstrinum rennur til eigandans, almennings, ekki til fjárfesta. 6.3. | Ómar Ragnarsson Hagavatnsvirkjun: Aurburður og nýir leirstormar Reynt er að breiða yfir það að nýtt og stækkað Hagavatn verður miðlunarlón og að það mun fyllast af nýjum auri með nýjum leirstormum á vorin. 7.3. | Þórey Vilhjálmsdóttir Eitt mesta tækifæri þjóðarinnar Með formi einkarekstrar skapast fjölbreytt tækifæri fyrir konur til að ráðast í eigin rekstur og vera þá ekki bundnar við aðeins einn viðsemjanda. 9.3. | Kári Stefánsson Þegar alþingismenn gera í skóna sína Áfengi er nefnilega ávana- bindandi fíkniefni sem ég er viss um að flytjendur frum- varpsins vita þótt þeir láti nú eins og þeir geri það ekki. 12.3. | Marta B. Helgadóttir Náttúran getur ekki beðið Umhverfisáhrif ferðaþjónust- unnar þarf að skoða sem um- hverfismál en ekki bara sem ferðamál. Við höfum skyldur við náttúruna og komandi kynslóðir. 13.3. | María Soffía Gottfreðsdóttir Blinda af völdum gláku Ég hvet alla sem hafa ætt- arsögu um gláku að leita reglulega til augnlæknis og glákusjúklinga til að kynna sér öll meðferðarúrræði sem í boði eru. 16.3. | Gunnar Bragi Sveinsson Athugasemdir við erindi stjórnarandstöðunnar til forystu Evrópusambandsins Það sem meginmáli skiptir er að með bréfi ríkisstjórn- arinnar hefur endapunkt- urinn verið settur aftan við umsóknarferli sem gangsett var án þess að fullur hugur fylgdi máli og nýtur ekki meirihluta stuðnings á Alþingi. 17.3. | Axel Kristjánsson ESB-blekkingar samfylkingarmanna Síðan varð að þröngva Icesa- veskuldbindingum Lands- bankans upp á þjóðina með Steingrím J. sem verkstjóra. 19.3. | Halldór Blöndal Nokkur orð til Þorsteins Pálssonar frá Halldóri Blöndal Ekki skil ég hvað Þorsteini Pálssyni gengur til þegar hann kallar það gerræði að nýr meirihluti á Alþingi skuli haga landsstjórninni í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu og markmið. 20.3. | Bjarni Harðarsson Vill stjórnarandstaðan þjóð- aratkvæðagreiðslu um ESB? Sömu þingmenn börðust hatrammlega gegn því að ESB-málið færi í þjóð- aratkvæði á síðasta kjörtímabili. Allt bend- ir til að afstaða þeirra sé óbreytt. 21.3. | Árni Gunnarsson Gott má af góðu hljóta Hlutverkasetur hefur stuðlað að endurhæfingu mikils fjölda einstaklinga, sem áður sátu í myrkri einsemdar og vonleysis. 23.3. | Sighvatur Björgvinsson Hrollvekjusaga Aðeins einu ári fyrir 100 ára afmæli íslenskrar jafn- aðarstefnu hefði verið hægt að flytja henni meiri heilla- fréttir en fluttar voru á síð- asta flokksþingi Samfylkingarinnar, sem haldið verður fyrir afmælisárið 23.3. | Indriði Aðalsteinsson Vargar í véum opið bréf til umhverfisráðherra Kostnaðaraukningu ríkisins er sjálfsagt að mæta með því að þú segir upp vargavernd- arfólkinu þínu, öllu með tölu. Fullgild ástæða er gróf van- ræksla á þeirri starfsskyldu að vernda líf- ríkið fyrir offjölgun vargs og ganga þannig freklega gegn hagsmunum og lífsgæðum þjóðarinnar. 24.3. | Ásgerður Halldórsdóttir Háttvísi og sólmyrkvi Sævar Helgi á sannarlega þakkir skilið og leitt að hann hafi þurft að upplifa dónalega framkomu og áreitni fyrir það eitt að hafa frumkvæði að því að gefa gleraugun. Þessi umræða er mér óskiljanleg. 25.3. | Óli Björn Kárason Lokað á olíuævintýri Samfylkingarinnar Þátttaka samfylkinga í rík- isstjórn á komandi árum mun auka hina pólitísku áhættu og draga úr áhuga fjárfesta á íslensku atvinnulífi á öllum sviðum. 26.3. | Ólafur H. Johnson Er Hraðbraut hagkvæmur skóli? Eins og fram var komið hefur þú neitað Hraðbraut um nýj- an þjónustusamning. Það hefur væntanlega verið gert á grundvelli fjárhagslegrar hagkvæmni fyrir ríkið eins og þú lofaðir á fundi okkar. 27.3. | Vilhjálmur Bjarnason Um siðrof og dæmi um það á Íslandi Þannig er siðrof hugtak sem vísar til upp- lausnar samfélags þar sem samheldni og hefðbundið skipulag, sér- staklega það sem tengist við- miðum og gildum hefur veikst og við tekur lögleysa. 28.3. | Friðrik J. Arngrímsson Því ruglaðist Þorsteinn Pálsson í ríminu Vinstri flokkarnir hafa lengi predikað ríkisvæðingu ís- lensks sjávarútvegs með því að hirða aflaheimildir af út- gerðunum og gera þær upp- tækar til ríkisins. 30.3. | Helgi Laxdal Einfaldara að skipta tapi en gróða Það verður afar fróðlegt að fylgjast með framgangi þessa máls því mér sýnist að útgerðin geti ekki með nokkru móti rökstutt sína kröfu um skertan hlut sjómanna 1.4. | Árni Björn Guðjónsson Fjölgun ferðamanna til Íslands Það eru því allar líkur á því að ferðamenn til Íslands verði 8,2 milljónir 2025 hvort sem okkur líkar vel eða ekki. 2.4. | Kristján Valur Ingólfsson Dymbilvika og páskar Það eru til ýmsar leiðir til þess að gefa sér tóm til að minnast þess innan kirkju sem utan hver gaf okkur alla þessa frídaga. 4.4. | Haraldur Benediktsson Stjórnarandstaðan fellur frá fyrirvörum Alþingis Þar kom m.a. fram að ákvæði greinargerðar þingsályktunar Alþingis í ýmsum málaflokk- um væru þess eðlis að ekki yrði hægt að ljúka ferlinu nema fallið yrði frá þeim. 7.4. | Anna Margrét Sigurðardóttir Veitum börnum athygli Til að ná lestrarfærni þarf mikla og reglulega þjálfun. Daglegur lestur með for- eldrum er lykilþáttur í þeim efnum. 8.4. | Guðjón Smári Agnarsson Útvarp vinstrimanna Þessi vinstri einstefna í frétt- um og fréttaþáttum RÚV er óþolandi. Ef ekki verður breyting á fljótlega legg ég til að fréttastofa RÚV verði lögð niður og féð sem sparast notað til þess að lækka útvarpsgjaldið. 11.4. | Þórarinn V Þórarinsson Selsem-gull Þessar svokölluðu gjaldeyr- iseignir bankanna hafa þann- ig rýrnað um einhver hundr- uð milljarða fyrir tilstuðlan dómstólanna. 14.4. | Tryggvi Kristjánsson Rauða fjöðrin seld til að safna fyrir blindrahundum Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem leggja lóð sín á þessar vogarskálar og taka um leið þátt í því að auðvelda blindum og sjón- skertum virka þátttöku í samfélaginu og auka lífsgæði þeirra svo um munar. 15.4. | Ögmundur Jónasson Auðkenni: einkavædd einokun Það er vegna þess að mér of- býður að Fjármálaráðuneytið skuli vera notað til að þröngva okkur upp í fangið á fyrirtæki sem ætlar að gera vegabréf á netinu sér að féþúfu. 16.4. | Guðvarður Jónsson Húsnæðisokrið Það er mun hagkvæmara fyr- ir ríki og sveitarfélög að að- stoða fólk við að kaupa íbúð en eyða háum fjárhæðum í endalausar niðurgreiðslur á húsaleigu. Morgunblaðið/Golli Aldarafmæli Þess var minnst hinn 19. júní að hundrað ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Afmælið setti mikinn svip á árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.