Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 VINNINGASKRÁ 35. útdráttur 30. desember 2015 363 8729 17273 28249 38686 50960 62632 72987 825 8801 18008 28694 39316 51486 62944 73083 826 8812 18143 28781 39623 51848 63119 73232 927 9012 18566 28834 40077 52472 63369 73419 1353 9283 18676 28842 40476 53107 63672 73528 1686 9426 18895 28875 41613 53269 63774 73607 2254 10172 19327 29302 41621 53353 64518 73746 2423 10228 19752 30943 41756 53528 64701 74156 2424 10531 20274 30949 42183 53877 64705 74372 2528 10593 20322 31143 42198 54372 64994 75719 2569 11413 20513 31359 42205 54444 65395 75782 2571 11473 20625 31414 42210 54507 65407 75875 2699 12020 21457 31440 42312 54528 65590 76022 2806 12127 22130 31580 42993 54576 65652 76279 3387 12292 22385 32086 43070 54637 66666 76641 3512 12307 23552 32145 43174 54880 66815 76651 4132 12408 24063 32242 43253 55868 66988 76801 4342 12840 24090 32386 43300 56557 67120 77406 4972 12854 24091 32492 43430 56599 67123 77435 5141 13003 24193 32543 44323 56939 67582 77850 5263 13098 24481 33074 44928 57062 67607 78115 5708 13191 24521 33127 45179 57125 68922 78157 5743 14021 24625 33657 45418 57403 69045 78576 5879 14094 24709 33811 46914 57572 69488 78661 5978 14203 24745 33973 47017 57785 69969 78772 6420 14379 25073 34470 47170 58217 70159 78961 6618 14494 25499 34754 47378 58841 70375 79135 6654 15003 25883 34794 47763 59159 70523 79247 6799 15283 26017 34922 48091 59209 71037 79320 6956 15616 26483 34942 48759 59212 71146 79564 7284 15707 26709 35151 48777 59424 71164 79911 7399 16308 26921 35173 49118 60439 71436 7636 16427 26931 35955 49513 60471 72059 7663 16564 26982 36745 49519 60502 72385 7716 16634 27352 37997 49723 60629 72553 7883 16987 27441 38624 50063 60883 72633 8646 17221 28172 38683 50218 60923 72661 124 11276 25560 39881 44226 51437 66514 75233 381 11438 28081 39947 44443 51855 67057 75630 971 13995 30334 40047 45588 52778 67062 75838 1401 14498 31298 40064 45878 54499 68297 76314 2467 16219 32640 41277 46458 55724 68386 76498 4215 17059 32886 41497 46485 55742 68406 77248 4279 17071 33304 41625 46963 55947 68948 77303 4358 18118 33897 41633 47067 56531 70182 79528 4483 18242 34636 41917 49567 57645 71404 79833 6581 22710 35947 42560 50094 58160 71974 7038 24181 36024 42929 50262 61110 73286 7304 24972 37600 42977 50495 63150 73511 7914 25210 39186 43232 51100 64036 74201 Næstu útdrættir fara fram 7., 14., 21. & 28. janúar 2016 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 13015 48680 66674 67682 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 907 21153 35481 43150 59075 70819 5488 21969 35919 45528 66494 74119 7704 26097 41049 50315 68660 78417 21092 33446 43003 57748 70232 79795 Íbúðar v iningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 2 9 8 7 SVIÐSLJÓS Kristín Norðfjörð Í ár eru liðin hundrað ár frá því að konur fengu kosningarétt til Alþing- is. Áður en árið líður í aldanna skaut er ástæða til að minnast Kristínar Bjarnadóttur sem varð fyrst reyk- vískra kvenna til að kjósa til bæj- arstjórnar Reykavíkur árið 1888. Í bókaflokki Bjargar Ein- arsdóttur rithöfundar „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ sem kom út 1984 er brugðið upp myndum og frásögum af konum sem létu til sín taka á ýmsum sviðum og mörkuðu spor í söguna. Ein þessara kvenna var Kristín Bjarnadóttir frá Vatns- horni í Skorradal sem fæddist árið 1812. Hún giftist Bjarna Bjarnasyni frá Seli í Grímsnesi og hófu þau bú- skap að Esjubergi á Kjalarnesi. Þau eignuðust sex börn, misstu þau öll í frumbernsku nema yngsta barnið Ingibjörgu sem síðar varð ein af fyrstu kaupkonunum í Reykjavík. Kristín lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík og stundaði ljósmóð- urstörf á Kjalarnesi um árabil. Búkona og dugnaðarforkur Kristín var sögð mikil búkona og dugnaðarforkur. Hún og maður hennar brugðu búi eftir 1870 og fluttu til Reykjavíkur til að mennta einkadótturina. Þau keyptu fljótlega húsið að Lækjargötu 4 sem var reisulegt tveggja hæða timburhús. Ingibjörg giftist Þorláki Johnson kaupmanni árið 1876 og stofnuðu þau heimili sitt í Lækjargötu 4. Kristín lét sig ekki muna um að byggja við húsið til suðurs og norð- urs og varð húsið, sem nú hefur ver- ið endurbyggt í Árbæjarsafni, eitt hið reisulegasta í Reykjavík á þess- um tíma. Kristín leigði skólapiltum húsnæði og hafði auk þess kost- gangara. Hún setti á laggirnar eitt fyrsta kaffihúsið í Reykjavík sem hét Café & Conditori Hermes. Það varð vinsælt meðal skólapilta í Reykjavík þótt ekki væri veitt þar áfengi. Útlendingar vöndu komur sínar þangað enda var þar töluð bæði enska, danska og franska. Lækjargata 4 varð fljótlega eins konar miðstöð félags- og mennta- mála og oft voru fluttir fyrirlestrar um ýmis framfaramál. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur var stofnað í kaffihúsinu og var það not- að undir starfsemi verslunarskóla sem komið var á fót árið 1890 að til- hlutan Þorláks Johnson, svo fátt eitt sé nefnt Með lögum frá 12. maí 1882 var ekkjum og ógiftum konum sem áttu með sig sjálfar og orðnar 25 ára veittur kosningaréttur til bæj- arstjórnar. Við kosningarnar 3. jan- úar 1888 munu rúmlega 40 konur hafa átt rétt til að kjósa. Kristín var þá nýorðin ekkja, hafði sjálfstæða atvinnu og átti fasteignir þannig að hún uppfyllti skilyrðið. Vildi frelsi og réttindi kvenna En hvað varð til þess að Kristín, sem þá var orðin 75 ára gömul, gekk að kjörborðinu? Þorlákur Johnson, tengdasonur hennar, hefur vafalaust hvatt hana til þess. Hann hafði dval- ið í mörg ár í Bretlandi og hrifist af kenningum Harriet Taylor og John Stuart Mill um frelsi og réttindi kvenna. Einnig mun hann hafa verið fyrstur manna til að halda fram á prenti þeirri réttlætiskröfu að konur fái sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu. Það gerði hann í bók sinni „Mínir vinir“. Þess má geta að Bríet Bjarnhéðinsdóttur flutti fyrsta opinbera fyrirlesturinn um réttindi kvenna milli jóla og nýárs 1887. Fyrirlesturinn var vel sóttur og vakti mikla athygli. Andinn sveif yfir vötnunum þó enn væri vegferð- in að fullum kosningarrétti kvenna bæði löng og ströng. Kristín ákvað að nýta sér þetta tækifæri og kaus. Þannig varð hún fyrst reykvískra kvenna til að kjósa til bæjarstjórnar og sú eina sem nýtti sér réttinn að þessu sinni. Kaus fyrst kvenna til bæjarstjórnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Framtakssöm Kristín Bjarnadóttir bjó í reisulegu timburhúsi við Lækjargötu 4. Hún leigði skólapiltum húsnæði, hafði kostgangara og rak kaffihús sem var mikið menningarsetur í Reykjavík. Húsið er nú í Árbæjarsafni.  Kristín Bjarnadóttir frá Esjubergi markaði spor í söguna Brautryðjandi Kristín Bjarnadóttir kaus fyrst kvenna til bæjarstjórnar á Ís- landi. Hún var 75 ára þegar hún gekk að kjörborðinu 3. janúar 1888. Höfundur er lögfræðingur og fyrrverandi skrifstofustjóri. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.