Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 25
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mjólkurbílstjórar sóttu rúmlega 147 milljónir lítra mjólkur til kúabænda í ár. Er það rúmlega 10% aukning frá árinu á undan og tæplega 20% meira en á árinu þar á undan. Ekki er næg- ur markaður fyr- ir alla þessa mjólk innanlands og afar lágt verð fæst fyrir helstu umframafurðir á heimsmarkaði. Óvissa er með komandi ár, hvort framleiðslan heldur áfram að aukast eða hvort það fer að draga úr. Formaður stjórnar MS hallast að hinu síðarnefnda. Mjólkurframleiðslan á síðasta ári, 2014, var met. Íslensku kýrnar gerðu enn betur í ár og er fram- leiðslan sú mesta sem vitað er um frá upphafi mjólkurvinnslu á Íslandi. Innvegin mjólk hjá mjólkursamlög- unum hefur á þessum tveimur árum aukist um 24 milljónir lítra. Vanmetin geta í greininni „Það er ótrúlegur kraftur í fram- leiðslunni ennþá, miðað við þær for- sendur sem við gáfum okkur. Það kom á óvart. Greinilegt er að getan í greininni var vanmetin,“ segir Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og formaður stjórnar Mjólkursamsöl- unnar. Ástæðan fyrir aukningunni í ár er mikil hvatning frá mjólkuriðn- aðinum, í kjölfar þess að sala á fitu- ríkum vörum jókst svo mikið fyrir fáeinum árum að erfitt var að útvega allar afurðir fyrir innanlands- markað. Mjólkursamsalan lýsti því yfir að hún myndi greiða fullt verð fyrir alla innlagða mjólk, hvort sem hún væri innan eða utan kvóta. Þá var reglum breytt þannig að bændur fengu ekki fullar beingreiðslur nema þeir fylltu kvótann. Egill segir að þótt vorið hafi verið kalt og heyskap- ur ekki gengið neitt sérstaklega vel, hafi ræst úr sumrinu. Beit hafi verið góð og gróður staðið lengi frameftir. Þá hafi haustið líka verið gott norð- anlands. Framleiðslan verður töluvert um- fram greiðslumarkið sem er stillt af miðað við birgðastöðu og sölu. Heildarkvótinn í ár var 140 milljónir lítra. Útlit er fyrir að salan í ár sam- svari 133 milljónum lítra á fitu- grunni og 122 milljónum lítra á pró- teingrunni. Það þýðir að meira selst af fituríkum afurðum eins og smjöri og rjóma en fituminni afurðum. Framleiðslan er orðin æði mikið meiri en salan. Það kemur fram í birgðasöfnun, undanrennufjalli og smjörfjalli, eins og sést á meðfylgj- andi mynd, því mjög lágt verð fæst fyrir umframframleiðsluna á heims- markaði. Hóll eða fjall? Undanrennufjallið er að nálgast 1.000 tonnin en þó hafa verið flutt út 420 tonn af undanrennudufti á árinu. Egill segir að lágt heimsmarkaðs- verð á mjólkurafurðum sé visst áhyggjuefni og telur ekki líkur á að úr rætist á næstu árum. Hann vill raunar frekar líkja birgðasöfnuninni við hóla því enn séu ekki efni til að tala um fjöll. Þá segir hann unnið að því að gera meiri verðmæti úr undanrennunni með auknum út- flutningi á skyri. Það taki tíma. Eins sé verið að koma íslensku smjöri á ný inn í verslanir Whole Foods Mar- ket í Bandaríkjunum. Ekki hafi ver- ið hægt að sinna þeim markaði allra síðustu ár vegna smjörskorts hér innanlands. Egill segir útlit fyrir að gott verð fáist fyrir smjörið. Áfram hvati til aukningar Óvissa er með framleiðslu á kom- andi ári, hvort hún haldi áfram að aukast eða fari að minnka á nýjan leik. Egill á frekar von á samdrætti. Bendir á að aðgerðir sem farið var í, svo sem að flýta burði, séu einskipt- isaðgerðir sem ekki verði gripið til á ný. Mjólkursamsalan var búin að lofa bændum fullu afurðastöðvar- verði út næsta ár og mun standa við það, þótt ekki sé víst að þörf verði fyrir framleiðsluna. Egill hvetur þó bændur til að draga úr óhagkvæm- ustu framleiðslunni. Á móti dregur MS úr þeim framleiðsluhvata sem felst í niðurgreiðslu á flutnings- kostnaði auk þess sem Egill bindur vonir við að slakað verði á 100% framleiðsluskyldu. Hann bendir á óvissuþætti í stöð- unni. Enginn viti hvernig heyskap- urinn gangi næsta sumar. Þá sé slæmt að enn skuli vera óvissa um niðurstöðu búvörusamninga bænda og ríkisins. Hann segir ekki æskilegt að fram- leiðslan dragist mikið saman því þá komi fljótt upp sama vandamál og árið 2013 þegar ekki var til nægilegt hráefni til að framleiða vörur fyrir innanlandsmarkað. „Þetta er mikil jafnvægislist. Núna er aðeins of mik- il framleiðsla en ég held að menn þurfi ekki að vera svartsýnir,“ segir Egill. Jafnvægislist í mjólkurframleiðslu  Aldrei verið framleitt jafn mikið af mjólk frá upphafi mjólkurvinnslu á Íslandi  20% aukning á tveimur árum  Framleitt talsvert umfram innanlandsneyslu  Lítið fæst fyrir undanrennuduft Morgunblaðið/Kristinn Nýtt fjós Endurnýjun er framundan í fjósum. Kröfur hafa verið auknar um aðbúnað. Má búast við að allmargir bændur hætti og aðrir bæti við sig. Mjólkurframleiðslan eykst Innvegin mjólk* Birgðir í lok árs** *milljónir lítra ** tonn *** áætlun Heimild: SAM og MS. 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 2013 20 14 2014 20 15 2015 12 6, 1 12 5, 6 12 3, 2 12 4, 8 12 5, 1 12 2, 9 13 3, 5 14 7, 3* ** Smjör Undanrennuduft 275 355 5562 950 450 Egill Sigurðsson FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.