Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 92
FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Komust undan með peninga
2. Stjörnuvitlaust veður á Eskifirði
3. Röktu sporin að Öskjuhlíð
4. Óskari Hrafni sagt upp hjá 365
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
90 ár verða liðin frá stofnun Karla-
kórs Reykjavíkur á sunnudaginn, 3.
janúar, og mun kórinn minnast tíma-
mótanna með ýmsum hætti á árinu.
Á afmælisdaginn syngur hann ásamt
Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavík-
ur við hátíðarmessu í Háteigskirkju
sem verður útvarpað á Rás 1 og síðar
sama dag verður stutt athöfn í Foss-
vogskirkjugarði þar sem kórmenn,
bæði eldri og yngri, og makar þeirra
minnast stofnanda kórsins, Sigurðar
Þórðarsonar tónskálds, við leiði hans
og Áslaugar Sveinsdóttur, eiginkonu
hans. Lagður verður blómsveigur á
leiðið og einkennislag kórsins, „Ís-
land, Ísland, eg vil syngja“, flutt en
það lag samdi Sigurður við ljóð
Huldu. Að því loknu syngur kórinn
„Lofsöng“ Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar og Matthíasar Jochumssonar.
Kórinn hefur farið víða á þeim 90
árum sem hann hefur verið starfandi,
m.a. til Kína árið 1979 þar sem hann
söng fyrstur vestrænna kóra eftir
menningarbyltinguna.
Morgunblaðið/Golli
Karlakór Reykjavík-
ur fagnar afmæli
Fyrsti þáttur glæpaþáttaraðarinnar
Ófærð var sýndur á RÚV sl. sunnudag
og voru viðtökur almennt jákvæðar,
ef marka má samfélagsmiðla. Þátt-
urinn hlaut einnig jákvæðar viðtökur
á kvikmyndahátíðinni í
Toronto í haust og
meðal þeirra sem fóru
fögrum orðum um
hann voru gagnrýn-
endur The Hollywood
Reporter og Twitch
og sögðu þeir
hann lofa
góðu um
framhaldið.
Ófærð vel tekið inn-
anlands sem utan
Á föstudag (nýársdagur) Suðlæg átt 8-15 m/s og él, en hægari
og þurrt á Norðurlandi. Frost yfirleitt 0 til 8 stig.
Á laugardag Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 10-18 m/s og snjó-
koma eða él, en úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi seint í
kvöld. Hiti um frostmark.
VEÐUR
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr
Ægi er íþróttamaður ársins
2015 og þar með hefur
sundfólk sigrað í þessu ár-
lega kjöri Samtaka íþrótta-
fréttamanna samtals níu
sinnum. Hún er fimmta kon-
an í sögunni til að hljóta
þennan eftirsótta titil. Gylfi
Þór Sigurðsson knatt-
spyrnumaður varð annar og
Hrafnhildur Lúthersdóttir
sundkona hafnaði í þriðja
sæti. 1-3
Eygló fimmta kon-
an sem er kjörin
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu og leikmaður Krasnodar
í Rússlandi, kveðst hafa tekið margar
lélegar ákvarðanir á ferlinum. En nú
vonast hann til þess að komast frá
Rússlandi eftir Evr-
ópukeppnina í Frakk-
landi í sumar og
draumur hans er að
leika í ensku úrvals-
deildinni á næsta
keppnistímabili.
»1, 4
Ragnar dreymir um
ensku úrvalsdeildina
„Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir ís-
lenska sundheiminn. Við höfum unnið
mjög vel fyrir þessu og eigum þetta skilið.
Þessi árangur sem hefur náðst er mjög
góður fyrir okkur öll í landsliðinu, ekki
bara mig, Hrafnhildi og Eygló, því þetta
sýnir að Íslendingar geta verið í fremstu
röð í sundi. Það hefur vantað síðustu ár,“
sagði Anton Sveinn McKee, fremsti sund-
karl þjóðarinnar síðustu ár. »2-3
Mjög gott ár fyrir
íslenska sundheiminn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Vilhjálmur A. Kjartansson
Kristján H. Johannessen
Vínardrengjakórinn er líklega einn
allra þekktasti kór Evrópu og þarf
ekki að vita mikið um tónlist eða
menningu til að vita að eingöngu þeir
allra bestu komast að í þeim forn-
fræga kór.
Einn þeirra fáu útvöldu er Ís-
lendingurinn Magnús Kiljan Hlyns-
son en hann hefur sungið með kórn-
um í að verða þrjú ár.
„Já, ég byrjaði að syngja með
kórnum árið 2013 og get sungið með
honum í eitt ár í viðbót eða þangað til
ég verð 14 ára gamall,“ segir Magnús
en aldursmörkin eru milli 10 og 14
ára í kórnum.
Alltaf haft gaman af söng
Ísland og Austurríki eiga marga
góða kóra og mikil sönghefð í báðum
löndum. Söngurinn er Magnúsi því
meðfæddur en móðir hans, Eleonore
Guðmundsson, segir hann hafa byrj-
að að syngja löngu áður en hann fór
að ganga.
„Já, hann hefur alltaf haft gam-
an af söng en það er eitt skilyrða þess
að drengir komist inn í Vínar-
drengjakórinn, þ.e. að geta hvort
tveggja í senn sungið vel og líka haft
gaman af því að syngja,“ segir hún.
Heimsækir Ísland í febrúar
Mikil ferðalög fylgja því að vera
í Vínardrengjakórnum en einn
áfangastaður kórsins á næsta ári er
Ísland.
„Ég hef ferðast til Síle, Brasilíu,
Bandaríkjanna, Kanada og Japans
með kórnum svo nokkrir staðir séu
nefndir. Í febrúar á næsta ári komum
við svo til Íslands þar sem ég held að
við eigum að syngja í Hörpu,“ segir
Magnús en hann er farinn að hlakka
til að sýna vinum sínum Ísland.
„Mig langar að sýna þeim Þing-
velli, Gullfoss, Geysi og Bláa lónið en
mest af öllu vona ég að við sjáum
norðurljósin.“
Feðgar Magnús ásamt föður sínum áður en hann fór í ferð til Japans.
Hlakkar til að sjá norðurljósin þegar hann heimsækir Ísland með einum þekktasta kór Evrópu
Íslendingur
syngur í Vínar-
drengjakórnum
Vínardrengjakórinn á sér langa
sögu, hann var formlega stofnaður
árið 1498, þegar Maximilian fyrsti
Austurríkiskeisari flutti hirð sína
frá Innsbruck til Vínar.
Ákvað hann að meðal tónlistar-
manna sem ráðnir voru við hirðina
skyldu jafnan vera sex drengir,
sem hefðu það hlutverk að syngja
fyrir hirðina við hirðmessur, á
einkatónleikum keisarans og við
opinber tækifæri.
Á fimm öldum hafa margir
merkir tónlistarmenn og tónskáld
verið viðriðin kórinn, s.s. endur-
reisnartónskáldið Heinrich Isaac,
Christoph Willibald Gluck, bræð-
urnir Josef og Michael Haydn,
Wolfgang Amadeus Mozart, Anton-
io Caldara, Antonio Salieri, Franz
Schubert og Anton Bruckner.
Vínardrengjakórarnir eru í raun
fjórir talsins, hver þeirra er rekinn
sem sérstök eining, og nefndir eft-
ir tónskáldunum Bruckner, Haydn,
Mozart og Schubert.
Formlega stofnaður árið 1498
VÍNARDRENGJAKÓRINN Í AUSTURRÍKI