Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Leikhúsin búa til sinn eig-in veruleika og táknþeirra grímurnar eru tvær, glaðværð og sorg. Þær þyrftu að vera mun fleiri til að segja alla söguna. Hvert mannsbarn með sitt eina andlit birtist þó í gegnum lífið með þau mörg. Barns- andlitið blíða og mjúka og and- litið sem lífið hefur rúnum rist marka rammann. En þetta and- lit sem tíminn lagar í hendi sér er aldrei eins heldur tekur sí- fellt mið af því hvernig innri manninum líður. Hið eina „rétta andlit“ er sjaldgæft, hafi það fundist. Guðinn Janus dúkkar jafnan upp á þessum degi með sín tvö andlit. Annað vísar aftur en hitt fram. Þótt spegillinn neiti að staðfesta það er maðurinn ekk- ert ólíkur Janusi að þessu leyti. Hann horfir líka sífellt bæði til fortíðar og framtíðar. Vonirnar og stundum áhyggjurnar horfa til framtíðar en hvort tveggja tekur ríkulegt mið af fortíðinni. Um þessar mundir og ekki síst á gamlársdegi sjálfum líkja margir eftir Janusi, þótt sá forni guð hafi ekki gert sér slík- an dagamun. Í fljótu bragði sýnist flókn- ara að horfa til framtíðar en fortíðar. Fortíðin er jú stað- reynd, hún liggur fyrir og hef- ur að nokkru verið færð til bók- ar. Samt er sífelldur ágreiningur og illdeilur um for- tíðina. Einn telur augljóst að annar hafi fortíðina fyrir rangri sök, jafnvel viljandi. Ný- liðin fortíð er sérlega erfið við- ureignar. Sem er sérkennilegt þar sem „staðreyndirnar“ ættu að lifa í minni flestra lengur en í eitt ár. En það er öðru nær. Þekkt er þegar útvarpsstöðvar bjóða fólki að velja persónu ársins þá eru það þeir sem hafa verið í fréttum síðustu vik- urnar sem lenda oftast ofarlega á blaði. Atburðarásahönnuðir telja sig einatt þurfa að hanna atburðarás aftur í tímann, sem er raunar auðveldari leikur en að gera það fram í tímann, sem þykir þó fínna. Ríkir menn, með særða sam- visku, keyptu sér menn til eftiráhönnunar atburða eftir bankafall og varð ágengt í fyrstu enda tóku umræðutröll- in þeim vel. En afbökuð um- ræða með ónýtar stoðir endist illa. Umfjöllun um nýliðna for- tíð er forleikur að spá um fram- tíðina. Það er að því leyti auð- veldara að eiga við hana, að enginn á höfundarrétt að henni. Lengi hefur verið fullyrt að „sagan endurtaki“ sig. Það er fjarri því að vera algilt. En óneitanlega má giska á að til- vonandi „saga“ um afmarkað efni muni um margt, jafnvel flest, þróast með áþekkum hætti, svipi sviði hennar og að- draganda til þekktrar sögu. Þeir, sem fróðastir eru, ættu því, að öðru jöfnu að vera í betri færum að fara í spámannsstell- ingar. En spakvitrir og spá- mannslegir hafa þó oftar skotið fram hjá en hitt. Stjórnmálalegir nýliðar láta stundum eins og fundinn hafi verið nýr og betri grunnur fyrir stjórnmál, svo kölluð „umræðu- stjórnmál“ sem muni leysa „átakastjórnmál“ af hólmi. Frasar af þessu tagi, gera svo sem engum neitt til, en eru ekki nýjabrum. Fyrir réttum 50 árum, á gamlársdag 1965, flutti for- sætisráðherrann, Bjarni Bene- diktsson, sitt áramótaávarp. Það sem nú heitir „fjórflokkur“ kallaði Bjarni „höfuðflokka“ í ávarpi sínu og benti á, að þótt þeir hefðu aldrei starfað allir samtímis í stjórn þá hefðu þeir allir einhverntíma frá stofnun lýðveldis komið að stjórn landsins. Bjarni vitnaði í sænskan fræðimann, „sem skrifað hefur bók um stjórn og stjórnmál á Norðurlöndum (og) dregið af þessu þá ályktun, að flokkaágreiningur í íslenzkum stjórnmálum sé ekki úr hófi al- varlegur. Sú skoðun er fróðleg fyrir þá, sem fárast yfir, að flokkabarátta sé að koma hér öllu úr skorðum.“ Í ávarpinu víkur Bjarni Benediktsson að því, að ein- staka góðviljaðir menn telji þannig horfa um verðbólgu að þeir æski samstjórnar allra flokka „ef það mætti ráða nið- urlögum meinvættarins. Segja má að slík stjórnarmyndun sýndi alvarlegan ásetning um að láta til skarar skríða. En hætt er við, að hér sé auðveld- ara um að tala en í að komast, því að hingað til hefur aldrei tekizt að mynda hér samstjórn allra flokka.“ En Bjarni bætir við: „Því fer þó fjarri, að með þessu sé sagt, að samstjórn allra flokka geti aldrei átt við. Úr því skera aðstæður og atvik hverju sinni. En um svo óvenju- leg úrræði fæst naumast sam- komulag, nema neyðarástand blasi við og líklegt sé, að því verði létt af með ráðstöfunum, sem menn telji, að hafi tilætluð áhrif í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Þannig ástand blasti við haustið 2008. Skammsýnir menn áttuðu sig ekki og aðrir litu á andstreymi þjóðarinnar sem einstakt tækifæri til að ná fram óskyldum málum gagn- vart laskaðri þjóð. Þeir völdu því sundrungu í stað sam- heldni, hvenær sem val stóð á milli slíkra kosta. Þess vegna fór það kjörtímabil fyrir lítið, þegar brýnast var að sam- heldni væri áttavitinn sem siglt væri eftir. Verður að vona að þess háttar leiðsögn komi ekki aftur til á Íslandi, í bráð né lengd. Við áramót STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen 2. 1. | Guðmundur R. Lúðvíksson Gunnar leitaði að Guði á fótboltavellinum! Sagt er að Guð búi innra með manni og kannski Gunnar ætti frekar að leita þar frem- ur en í háloftunum eða á fót- boltavöllum? 3.1. | Jón Steinar Gunnlaugsson Þagað í hel? Ef allt væri með felldu bæri íslenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæstaréttar til embættismissis. En hann er látinn í friði. 5.1. | Þorkell Sigurlaugsson Landspítalinn – stærsta velferðarmálið Það er hagur allra Íslendinga að við stöndum saman um nauðsynlegar endurbætur og viðbyggingu Landspítalans við Hringbraut. 6.1. | Steingrímur Ari Arason Hækkun í haga Við nánari athugun kemur í ljós að hagfræðingarnir í Borgartúninu hafa ekki tekið tillit til kostnaðarlækkunar- innar í ársbyrjun 2014 sem fylgdi læknasamningnum. 7.1. | Guðrún Hafsteinsdóttir Áramót eru tímamót Fagmennska hefur ávallt ein- kennt íslenska iðnaðarmenn. Til að halda því góða orðspori verða vinnubrögð að vera ög- uð og skilvirk 9.1. | Kristín Heimisdóttir Stöndum vörð um Karíus og Baktus Ætla yfirvöld borgarinnar að halda áfram að koma emb- ættismönnum sínum í þá vandræðalegu stöðu að fylgja reglum, sem ganga í raun gegn hagsmunum barna? 10.1. | Svana Helen Björnsdóttir Siðvit Foreldrar eru börnum sínum fyrirmynd, einnig veltur á að stjórnvöld séu fyrirmynd um sanngirni, orðheldni, réttlæti, góða hegðun og siði. 12.1. | Hjörleifur Guttormsson Ögurstund nálgast í loftslagsmálum Forystumenn hérlendir hafa mikla æfingu í að tala tungum tveim þegar kemur að loftslagsmálum. 13.1. | Pálmi Jónsson Íþróttamaður ársins 2014 Val á liði ársins var einnig undarlegt. Ekkert lið komst með tærnar þar sem landslið okkar í hópfimleikum kvenna hafði hælana. 14.1. | Arnar Styr Björnsson Falskar forsendur Evrópusambandsins Evrópusambandið byggist á þeirri hugmyndafræði að þjóðríkið sé úrelt fyrirbæri og jafnvel hættulegt. 15.1. | Stefán S. Guðjónsson Tímabundin vörugjöld í hálfa öld stórsigur til aukins verslunarfrelsis Til grundvallar vörugjöldum á þvottavélar, ísskápa og fleiri heimilistæki lá til dæmis sú skoðun að um væri að ræða „lúxusvarning“. 16.1. | Ólafur Helgi Kjartansson Hinn kaldi hrammur snævarins Vonina gáfu menn ekki upp. Upp úr stendur hversu van- búnir við Íslendingar vorum til þess að takast á við þá ógn sem fylgir snjónum. 17.1. | Magnús E. Kristjánsson Sóknargjöld eru félagsgjöld Það sem mörgum okkar finnst hinsvegar óeðlilegt og ósanngjarnt er að sókn- argjöld voru skert meira en sem nam þeirri lækkun sem var á útgjöldum stofnana ríkisins. 19.1. | Gréta Björg Egilsdóttir Afglöp í starfi eða pólitískur þrýstingur? Þegar nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var aug- lýst í desember 2013 og jan- úar 2014 bárust skipulags- fulltrúa Reykjavíkur alls 43 athugasemdir. 20.1. | Guðvarður Jónsson Læknadeilunni lokið Fái kjaradeilur að þróast með þessum hætti verður heil- brigðisþjónustan aðeins virk fyrir yfirstéttir þjóðfélagsins. 21.1. | Bjarni Benediktsson Í minningu Ólafs Thors Það verður best gert með því að halda verkum Ólafs á lofti, fylgja fordæmi hans og reyna eftir bestu getu að temja sér þá mannkosti og vinnubrögð sem gerðu hann að einum merkasta stjórnmálamanni Íslandssögunnar. 22.1. | Ásmundur Einar Daðason Fjármálastofnanir, sektir og samfélagsábyrgð Ríkisstjórnin stendur fast á þeirri stefnu að fjármála- stofnanir og þrotabú föllnu bankanna eigi að skila til sam- félagsins eðlilegu framlagi. 23.1. | Katrín Jakobsdóttir Þróum lýðræðið, aukum áhrif almennings Það er knýjandi nauðsyn að reynsla síðustu ára verði nýtt með skipulegum hætti og þátttaka almennings í opin- berri stefnumótun verði aukin. 24.1. | Helgi Sigurðsson Geirfinnsmál fyrr og nú Annar þeirra sem fóru með frumrannsókn Geirfinns- málsins var að lokum leystur frá störfum og dæmdur fyrir refsiverða háttsemi vegna rannsóknarstarfa. 26.1. | Arnar Eggert Thoroddsen Björk og þögnin ærandi Er virkilega ekki vettvangur fyrir menningarrýna að stíga fram og taka púlsinn á svona viðburði eins og öðrum? 27.1. | Jóhannes Karl Sveinsson og Þorsteinn Þorsteinsson Endurreisn bankakerfisins Málið snýst um mat á eignum sem fluttar voru með rík- isvaldi til nýju bankanna. Samkvæmt lögum þurfti að verðmeta eignirnar og svo þurfti nýi eig- andinn að borga. Íslenska ríkið átti ekki þessar eignir og greiddi ekki fyrir þær. 28.1. | Víglundur Þorsteinsson Um undirmál og lögbrot Í lögskýringu skipta öllu orðin „einstakra útlána, ekki fer á milli mála að lánin voru lækkuð og færð þannig í nýja banka. 29.1. | Stefán E. Matthíasson Sjúkrahótel skynsamleg forgangsröðun? Það þykir sem sagt ekki tiltöku- mál að þeir sem þurfa á þessari þjónustu að halda búi við óvið- unandi bráðabirgðalausn í allt að áratug til viðbótar. 30.1. | Hannes H. Gissurarson Reiðilestur í stað rannsóknar Aðferðin í þessari bók er einföld. Hún er að hrúga saman ýmsum hugmyndum, sem höfundum er í nöp við, og kalla einu nafni orsök, en lýsa síðan bankahruninu sem afleiðingu þessara hug- mynda. 31.1. | Kjartan Magnússon Ósannindi Dags B. Eggertssonar um sameiningarklúðrið Sjálfstæðisflokkurinn studdi aldrei umræddar breytingar eins og Dagur B. Eggertsson heldur ranglega fram, heldur lagðist einarðlega gegn þeim. 3.2. | Erna Bjarnadóttir Stöndum vörð um íslenskan landbúnað Þó má draga þær ályktanir að tollvernd hafi í raun dreg- ist saman þegar litið er til aukinna tollkvóta og lækk- unar tolla á vörum frá ESB. 4.2. | Ragnheiður Davíðsdóttir Ísland stenst ekki samanburð Á alþjóðadegi krabbameins er sorglegt að þurfa að minna á að Ísland stendur langt að baki öðrum þjóðum hvað varðar kostnaðarþátt- töku almennings í heilbrigðiskerfinu. 5.2. | Ólína Þorvarðardóttir Hverjir eiga að borga? Auðlinda- gjald eða náttúrupassi? Þeir eiga að borga sem nýta og græða. Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein og getur vel greitt auðlindagjald fyrir að nýta náttúruperlur. 6.2. | Hrannar Hafberg Leiðrétting um störf aðstoðarmanna dómara Lengi vel störfuðu löglærðir fulltrúar hjá stofnunum og embættum sem fóru með dómsvald og þeir jafnan nefndir dómarafulltrúar. 7.2. | Leifur Magnússon Verk- og vindeyðandi viðtal Reykjavíkurborg studdi fram- an af tillögu um alhliða sam- göngumiðstöð, og ég þekki þokkalega til þeirrar um- ræðu. 9.2. | Bragi V. Bergmann Ósæmileg skrif um íslenska knattspyrnu Íslenskir knattspyrnudóm- arar eru vandaðir og strang- heiðarlegir einstaklingar sem einhverra hluta vegna velja sér þetta „starf. 10.2. | Gestur Ólafsson Að eignast eigin íbúð Opinberir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög, hafa ýmsar leið- ir til að auðvelda fólki að eignast íbúðarhúsnæði ef einhver vilji er fyrir hendi. 11.2. | Hreggviður Jónsson Rekstur hins opinbera á krossgötum Skuldastaða hins opinbera er enn slæm, vaxtabyrði mikil og framundan eru breytingar í aldurssamsetningu þjóð- arinnar. 12.2. | Friðrik Pálsson Ágætu Valsmenn – Sýnið sáttavilja og reisn Skipulagi Hlíðarendasvæð- isins má breyta þannig að allt fyrirhugað byggingamagn Valsmanna verði staðsett þannig á svæðinu að neyð- arbrautin gæti áfram sinnt sínu mikilvæga öryggishlutverki. 14.2. | Gústaf Níelsson Brennimerktur, bannfærður og útskúfaður Vorum við Sveinbjörg Birna samdóma um það að skip- unin gæti framkallað einhver viðbrögð, enda ég flokks- bundinn sjálfstæðismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.