Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Við sendum landsmönnum hlýjar kveðjur 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi árum Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Veðurhamurinn yfir jólahátíðina hefur verið sögulegur víða í heim- inum. Óveður, hitabylgja, skógar- eldar og fellibyljir – svo fátt eitt sé nefnt. Stormurinn sem gekk yfir Ísland í gær gerði víða usla á leið sinni hing- að til lands og gæti orsakað að frost- laust verði á norðurpólnum, sem er afar sjaldgæft í desember. Tölu- verður hiti fylgir þessari djúpu og hvössu lægð sem gæti orsakað frost- leysið. Sjaldan hefur nokkurt íslenskt veður fengið jafnmikla athygli er- lendra fjölmiðla og stormurinn sem geisaði í gær. Bandaríska veð- urstofan fylgdist vel með og veð- urfræðingar víða um heim tjáðu sig um veðurhaminn og eftirmál hans tengd norðurpólnum. Fellibylur í Texas Alls hafa 49 látist vegna veðurs víða í Bandaríkjunum yfir hátíðirnar en 68 hvirfilbyljir hafa mælst þar í 15 ríkjum það sem af er desember. 35 dauðsföll má rekja til storma; 13 í Missouri, 11 í Dallas í Texas, fimm í suðurhluta Illinois, fimm í Okla- homa og einn í Georgíu. Flest fólkið lést þegar bílar, sem það var í, hrif- ust á brott af flóðum. Fellibylurinn Rowlett sem reið yfir Texas á laug- ardag var sá stærsti í 90 ár og að- fangadagur var sá heitasti í sögu New York og Philadelphiu. Í Paragvæ, Argentínu, Brasilíu og Úrúgvæ voru verstu flóð í 50 ár. Skógareldar geisa í Ástralíu og aldr- ei hefur rignt jafn mikið í Bretlandi. Þá hefur veður víða verið vont í Danmörku og Noregi, svo fátt eitt sé nefnt. „Ef heimurinn er skoðaður þá er alltaf eitthvað að gerast í veðurfræð- inni og öfgakennd veður að finna,“ segir Hrafn Guðmundsson, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að fellibyljatímabilið standi ekki yfir í Texas en bendir á að óvenjuhlýtt hafi verið í suðaust- urhluta Bandaríkjanna. „Þá getur vindur rokið upp og býður upp á fellibyl. Það gekk hitabylgja þarna yfir þannig að það er svo sem ekkert ótrúlegt að allskonar met hafi fallið víða á þessum slóðum í desember. Það eru einnig flóð í Illinois og Chi- cago sem voru leifar af veðrinu sem gekk yfir Texas,“ segir Hrafn. Frostlaust á norðurpólnum Allir helstu fréttamiðlar heims hafa fjallað um undrin í veðrinu víða um heim á einn eða annan hátt að undanförnu. Fjölmiðlar eins og NRK, CNN, Washington Post og BBC hafa veitt veðrinu hér á landi í gær töluverða athygli. Blaðamað- urinn Andrew Freedman, sem fékk verðlaun fyrir skrif sín um veður og breytt hitastig á jörðu í Bandaríkj- unum 2012, segir í pistli sínum á vef- síðunni mashable.com að storm- urinn sem gekk hér á land muni hafa áhrif á hitastig á norð- urheimskautinu. Í staðinn fyrir að vera í kringum 30 stiga frost verði hitastig jafnvel yfir núllinu. Þá bendir hann á að flug frá London til New York hafi á mánudaginn aðeins tekið fimm klst. og átta mínútur en hafi tekið um sjö klukkustundir á leiðinni til baka vegna kröftugra há- loftavinda. Hrafn segir að veðrið sé öfga- kennt í eðli sínu, heimurinn sé alltaf að minnka og því auðveldara að fá fréttir af veðri en áður. „Það er allt- af hægt að finna einhvers staðar met sem falla ef maður skoðar veðr- ið í heiminum. Og það má örugglega gera ráð fyrir að einhver met hafi fallið á landinu í dag [í gær] í tengslum við þessa óvenjudjúpu lægð.“ AFP Bretland Samsett mynd tekin með dagsmilli- bili í York á Englandi. Blái bíllinn fór á kaf á nokkrum klukkustundum. AFP Bandaríkin Hvirfilbylurinn Rowlett gekk yfir Texas þar sem 11 létust. Sjaldgæft er að slíkir byljir komi í desember. AFP Mexíkó Íbúar í Chihuahua-fylki í Mexíkó vissu vart hvað á sig stóð veðrið þeg- ar tók að snjóa á mánudag. AFP Argentína Hitinn fór í 33 gráður í Buenos Aires á mánudag og fólk kældi sig í gosbrunni. Ljósmynd/ Gunnar Gunnarsson Ísland Gamla brúin yfir ána Jóku á hring- veginum í gegnum Skriðdal gaf sig í vatnavöxtunum á Austurlandi. Furðuveður úti um allan heim  Jólaveðrið hefur verið heitt, kalt og allt þar á milli  49 dauðsföll rakin til veðurs í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.