Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 62
62 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Stöndum öll saman sem ein þjóð Sýnum kærleik og samkennd í verki. Við megum ekki gleyma fátæka fólkinu á Íslandi. Jólasöfnun er hafin hjá Fjölskylduhjálp Íslands. 546-26-6609, kt. 660903-2590 Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Margt smátt gerir eitt stórt. Guð blessi ykkur öll Nú ber svo við að þingmenn hrópa upp yfir sig frelsi í tollum þvert á landamæri og ákveðinn þrýstihópur heildsala tekur undir með miklum pr- skrifum, allt í þágu neytenda. Við getum alveg tekið undir að tollar væru lækkaðir enn frekar í þessari vörutegund í toll- flokki 2005-2003 en staðreyndin er sú að þetta tollnúmer var lækkað í gjöldum með samningi milli Evrópusambandsins og Ís- lands í september 2015 en því er haldið fram að enga breytingu ætti að gera. Í þessum samningi er alþjóðlega tollnúmerið 2005- 2002, sem er sameiginlegt op- inbert númer fyrir kartöfluflögur en einhverra hluta vegna er ís- lenska númerið 2005-2003. Tökum dæmi: Norðmaður og Íslendingur ákveða að stofna fyr- irtæki í sínum löndum og kaupa vélar, tæki og afla hráefnis fyrir sína framleiðslu. Norðmaðurinn varð fyrri til að setja sína fram- leiðslu í gang og flutti sína vöru til Íslands ásamt að selja á sinn heimamarkað í Noregi. Íslend- ingurinn var aðeins seinni að koma sinni framleiðslu af stað en var þó byrjaður að keppa á mark- aðinum á Íslandi og fékk góðar viðtökur á sinni vöru á íslandi. Nokkru seinna þegar reksturinn er kominn á góðan rekspöl fer hann að skoða hvort hann geti ekki keppt við Norðmanninn á hans heimaslóðum og náð í stærri köku þar sem markaðurinn á Íslandi er ekki mjög stór. Hann fer til Noregs og kannar hvort hans vara fellur í kramið þar og kemst að þeirri niðurstöðu að Norðmenn mundu taka henni fagnandi. Allur und- irbúningur er hafinn en þá kemur babb í bátinn þegar í ljós kemur að Norðmenn eru með innflutn- ingstolla á snakkvörum frá Ís- landi upp á 585 kr. pr. kg og ekki verður af þessum útflutningi. Hvað er þá best í stöðunni? A. Sætta sig við að geta ekki keppt á jafnréttisgrundvelli og halda kjafti. B. Selja fyrirtækið heildsölum á Íslandi. C. Flytja fyrirtækið til Noregs og fá stærri markað ásamt því að senda vöruna norsk/íslenska snakkið til Íslands. Ef kostur C er valinn þá þarf reyndar að breyta okkar vöru- merki úr „Íslenskt Stjörnusnakk brakandi ferskt og gott“ í „Norske Sternesnack sprakande frisk og god“. Þetta hljómar ekki svo illa ef þessi kostur er valinn. En hérna er sá ókostur að við þurfum að flytja vörur til Íslands í 150 gám- um sem eru 40 fet að stærð. Þetta er ekki umhverfisvænsti kostur sem völ er á. En væri fram- leiðslan á Íslandi væru þetta um 20 gámar á ári, mismunurinn um 130 gámar, og orkan til fram- leiðslunnar væri hrein íslensk orka. Með öðrum orðum þá er Stjörnusnakkið umhverfisvænsta varan sem er á íslenskum mark- aði. Er erfitt að kanna hjá Norðmönnum hvort þeir vilji fella niður tolla af snakkvörum frá Íslandi eins og búið er að gera fyrir þeirra norsku framleiðslu og standa þá við stóru orðin að fella niður tolla þvert á landa- mæri? Kæru þingmenn, þið gætuð gefið mér ráð og sent mér svar um hvern kostinn þið mynduð kjósa, A, B eða C? Svar sendist á netfangið snakk@snakk.is Með bestu kveðju, „Íslenskt Stjörnusnakk eða „Norske sternesnack“ Eftir Sigurjón Dagbjartsson »Nokkru seinna þeg- ar reksturinn er kominn á góðan rekspöl fer hann að skoða hvort hann geti ekki keppt við Norðmanninn á hans heimaslóðum. Sigurjón Dagbjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Iðnmarks. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 21. desember var spilað á 10 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Konfekt var í verðlaun fyrir efstu sætin og þar að auki fengu nokkrir happadrátt. Efstu pör í N/S Örn Isebarn – Hallgrímur Jónss. 268 Guðm. Sigursteinss. – Unnar A. Guðmss. 244 Logi Þormóðss. – Kristinn Sölvason 216 A/V Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 259 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 240 Sturla Snæbjss. – Ormar Snæbjörnss. 237 Fyrsti spiladagur á nýju ári er mánudagurinn 4. janúar. Stjórn bridsdeildarinnar þakkar spilurum samveruna á líðandi ári og þakkar Arnóri Ragnarssyni á mbl.is gott samstarf og óskum þeim gæfu og gleði á nýju ári. Jólamót BH Jólamót Bridgefélags Hafnar- fjarðar og Regins Fasteignafélags fór fram sunnudaginn 27. desem- ber. Þátttaka var með eindæmum góð og komust færri að en vildu. Björk og Jón leiddu mótið allt fram að síðustu umferð þegar Her- mann Friðriksson og Daníel Sig- urðsson skutust á toppinn. Alls tóku 60 pör þátt í mótinu en loka- staðan varð þessi (% skor): Hermann - Daníel Már 60,0 Björk Jónsd. - Jón Sigurbjörnsson 59,4 Snorri Karlss. - Karl Sigurhjartarson 59,1 Haukur Ingason - Helgi Sigurðss. 58,0 Rúnar Einarss. - Skúli Skúlason 56,6 Áramótabrenna var fyrst haldin í Stykkishólmi árið 1936 og var hún á hæðinni skammt frá Laufási þar sem nú er Laufásvegur 11. Þar voru að verki strákar sem þá höfðu nýlega stofnað skátafélagið Hólm- verja að frumkvæði Gunnars Þorleifssonar, síðar bók- bindara og aðaleiganda Fé- lagsbókbandsins í Kópavogi. (Sjá Stykkishólmsbók I, 2003, bls. 85- 87.) Þessir strákar voru í daglegu tali nefndir gælunöfnum (auknefn- um), sem þá var algengt, en þeir voru: Helgi í Laufási, Steini Fil- ippu, Benni Lár, Gústi Bjart, Sakki Hjartar, Rögnvaldur Ólafs í Elliðaey og Bóbó Þorvalds. Næst var áramótabrenna haldin árið 1942 og þá efst uppi á Súgandisey. Þá voru það einnig strákar í skátafélaginu sem höfðu frum- kvæði að brennunni og þar voru fremstir í flokki: Bragi prests, Skúli Árnýjar, Laugi Kristjáns, Eggert í Tanga, Oggi Þorleifs, Pétur Jóns Péturssonar og Agnar Möller. Á þessum tíma var Súg- andisey ekki landföst, eins og síð- ar varð, og þurfti því að flytja brennuefnið á bát út í eyjuna. Það gekk vonum framar því nokkrir ungir karlmenn komu til liðs við strákana: Halli Ísleifs, Lalli Gúmm, Bjargmundur Rúsu skalla, Siggi Reynir og Geiri í Vík. Árið eftir var ára- mótabrenna úti í Tanga, á hæðinni upp af Flæðiskeri og þá voru skátarnir enn að verki en þá voru stelp- ur í fyrsta skipti með við að safna í brenn- una en um svipað leyti var kven- skátafélagið Skjaldmeyjar stofnað. En úr þeirra hópi voru mest áber- andi Stella Sigga Jónassonar og Jóhanna Lárentsínusar. (Sjá nán- ar: Uppnefni og önnur auknefni, 2004.) Upp frá því hafa áramóta- brennur verið haldnar nokkuð reglulega og þá aðallega úti á Ytrihöfða á móts við Silfurgötu 36 og við Vatnsás í nánd við að- altjaldstæði ferðamanna. Fyrstu áramótabrenn- ur í Stykkishólmi Eftir Braga Jósepsson Bragi Jósepsson » Á þessum tíma var Súgandisey ekki landföst, eins og síðar varð, og þurfti því að flytja brennuefnið á bát út í eyjuna. Höfundur er prófessor emeritus og rithöfundur. Skömmu fyrir jól birti Morgunblaðið frétt frá Írlandi undir yf- irskriftinni „Hætt við eldisævintýri við Ír- land“. Þar fer Orri Vig- fússon og verndarsjóð- urinn hans (NASF) mikinn og af greininni má halda að hann og verndarsjóðurinn hafi komið í veg fyrir stór- slys með mótmælum sínum og því hafi verið hætt við að gefa út leyfi fyrir 15 þúsund tonna lax- eldi við Galway-flóa. Í sömu grein blandar hann saman í umræðuna lax- eldi á Íslandi, fer fram með gam- alkunnar fullyrðingar eins og hann hefur svo oft áður gert, s.s. fullyrð- ingar um saur-, fóður- og lyfjamengun og tilheyrandi skaða fyrir umhverfið þó svo að engin lyf séu notuð í eldi á Íslandi og eldið sé í samræmi við lög og reglugerðir hér á landi. Rétt er að gera örlitla grein fyrir málinu og koma réttum skilaboðum á framfæri. Ríkisstjórn Írlands birti um mitt ár stefnuskjalið „Government́s National Strategic Plan (GNSPA) for Aqua- culture“ sem mætti þýða á íslensku sem „Stefnumótun og áætlun stjórn- valda (á Írlandi) fyrir fiskeldi“. Stjórnvaldið (skammstafað BIM) sem fer með leyfismál í fiskeldi tilkynnti, að stofnunin myndi ekki halda áfram vinnu við umsóknina og laxeldisleyfið í Galway-flóa. Talsmaður og helsti yf- irmaður BIM, Tara McCarthy, sagði við fjölmiðilinn „Irish Examiner“ „að í ljósi þess að hin nýja stefna stjórn- valda í fiskeldismálum væri breytt hefði BIM breytt sínu vinnulagi til samræmis við stefnu stjórnvalda“. „Stærð laxeldisáforma í Galway-flóa var m.a. eitt af atrið- unum sem þurfti að skoða betur og við tók- um afgerandi ákvörðun vegna þess.“ Hér er að- alathugasemdin að fló- inn beri hugsanlega 5-7 þúsund tonn í eldi í sjókvíum en ekki 15 þúsund tonn eins og sótt var um. Umsóknarferl- inu er ekki lokið, því var frestað og verður end- urmetið. Félag fiskeldismanna á Írlandi (IFA) fagnar endurskoðun BIM á umsókninni og segir að stjórnvöld á Írlandi séu fylgj- andi vexti, fleiri atvinnutækifærum, fjárfestingum og umbótum í reglu- verki og að nú sé réttur vettvangur og ný tíð fyrir þróun fiskeldisgrein- arinnar. Talsmaður IFA, Richie Flynn, sagði: „Sviðið er nú klárt til að fara í alvarlega framrás á endurnýjun leyfa frá fyrirtækjum með yfir 30 ára reynslu í fiskeldisgreininni.“ Fyr- irtækin virðast hafa liðið fyrir vænt- ingar um ákvörðun á leyfi fyrir Galway-eldið. Fiskeldismenn á Ír- landi eru jákvæðir vegna nýrrar stefnu írsku stjórnarinnar í fiskeld- ismálum og telja aðGNSPA sé hluti af eðlilegri þróun í greininni og að hún verði farsæl fyrir greinina í heild. Stefnumótun í fiskeldi á Írlandi Eftir Guðberg Rúnarsson » „Stefnumótun og áætlun stjórnvalda á Írlandi fyrir fiskeldi er mikilvæg fyrir greinina og hluti af eðlilegri þró- un fyrir fiskeldið þar.“ Guðbergur Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.