Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðburðurinn gefur fínan pening og mér finnst skemmtilegt að grípa í þetta öðru hvoru. Í vetur höfum við tekið 300 til 500 blöð í hvert sinn en á sumrin talsvert meira,“ segir Róbert Andri Bogason, fjórtán ára Grafarvogs- strákur. Hann er einn fjölmargra sem sinna dreifingu blaða fyrir Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Margir sinna útburðinum sem föstu starfi og eru þá með föst hverfi. Aðr- ir koma hins vegar inn á álagstoppum, því Morgunblaðið sér einnig um dreifingu á Fréttatímanum og DV. Róbert Andri æfir fimleika með Gerplu í Kópavogi og kosta æfinga- og keppnisferðir sitt. Með blaðburðinum, sem hann sinnir með aðstoð foreldra sinna, tókst honum sjálfum að borga æfingaferð til Ollerup í Danmörku síð- asta sumar. Er nú kominn með góða summu inn á bankabókina, upphæð sem ætti að duga fyrir far- og keppnisgjöldum vegna þátttöku í Norðurlandameistaramóti unglinga í hópfim- leikum sem verður í Danmörku í apríl næst- komandi. Foreldrarnir hjálpa Foreldrar Róberts, þau Bogi Guðmundur Árnason og Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir, hafa verið hjálparhellur sonarins í útburðinum. Svo þarf líka helst að vera því nauðsynlegt er að blaðberi hafi bíl til umráða. „Já, þetta eru tals- verðir bunkar af blöðum sem við tökum, þegar best lætur á sumrin eru þetta jafnvel 700 til 800 blöð. Mest höfum við verið hér í Grafarvog- inum, en líka í Árbæ, Leirvogstungu í Mos- fellsbæ og víðar,“ segir Kristín. „Á sumrin þegar kvöldin eru björt og falleg er bara gaman að labba um ný hverfi, hitta fólk og fleira. Í vetur þegar dimmt er yfir, færið verra og skóli að morgni er skammturinn minni en skilar þó samt svolitlum pening og fínni hreyfingu.“ Dreifingin er fjölskyldustarf Örn Þórisson, dreifingarstjóri Morgunblaðs- ins, segir að alltaf þurfi fólk í blaðberahópinn, enda sé hann stór og því nokkur hreyfing á mannskap. „Í mörgum tilvikum er dreifingin einskonar fjölskyldustarf. Foreldrar og ung- menni hjálpast þá að og dreifa Morgunblaðinu og öðrum blöðum til áskrifenda og annarra áð- ur en vinnu- og skóladagur hefst. Oft er fólk þá að safna sér fyrir einhverju ákveðnu, ferðalagi eða öðru, og þá getur þetta skilað fínum auka- peningum. Við höfum heyrt margar skemmti- legar sögur um slíkt frá okkar fólki, en oft eru unglingarnir sem vinna hjá okkur að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum,“ segir Örn. Blaðburðurinn í vetur hefur gengið ljómandi vel, þrátt fyrir að tíðin að undanförnu hafi ver- ið nokkuð rysjótt, eins og jafnan er á veturna. „Við höfum útvegað fólkinu okkar mannbrodda sem hafa komið sér vel þegar farið er um ísi- lagaðar götur og gangstéttar. Broddarnir eru þarfaþing og hafa ábyggilega komið í veg fyrir hálkuslys,“ segir Örn að lokum. Hreyfing og summa á bankabókina  Blaðberi í Grafarvogi safnar fyrir fimleikaferð  Skemmtilegt að labba um hverfin með Morg- unblaðið  Alltaf þarf fólk í hópinn  Mannbroddarnir eru þarfaþing í hálkunni sem nú er á götum Morgunblaðið/Golli Mæðgin Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir og Róbert Andri Bogason hjálpast að við blaðburðinn, en aurinn sem hann gefur hefur strákurinn notað til íþróttaiðkunar og annars sem er skemmtilegt. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa væntingar um að Seðlabankinn veiti þeim auknar heimildir á næsta ári til að fjárfesta á erlendum mörkuðum. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, segir áhyggjuefni að eignir sjóðanna erlendis séu að minnka sem hlutfall af heildareignum. Hann bendir á að erlendar eignir lífeyrissjóða í samanburðarlöndum séu 30 til 40%. Íslenska hagkerfið sé tiltölulega einhæft og því geti sam- dráttur haft víðtæk áhrif. Hér á landi sé innflutningur stór hluti af neyslu og þetta tvennt geri það að verkum að æskilegt sé að erlendar eignir séu a.m.k. um 40% af eignum sjóðanna. Gunnar segir að vegna umfangs lífeyrissjóðanna geti er- lendar fjárfestingar haft jákvæð áhrif á hagkerfið til lengri tíma. Vísar til reynslu Norðmanna Hann bendir aðspurður á reynslu Norðmanna sem hafa markað þá stefnu fyrir norska olíusjóðinn að hann fjárfesti eingöngu erlendis til að hindra ofþenslu í norska hagkerf- inu og til að draga úr áhættu vegna sveiflna á olíuverði og framleiðslu. „Vægi erlendra eigna lífeyrissjóð- anna, samkvæmt mánaðarlegu efna- hagsyfirliti sem Seðlabankinn safn- ar saman, var 24,9% í ársbyrjun og í lok október hafði hlutfallið lækkað í 23,6%, eða um 1,3 prósentustig. Hlutfallið lækkar á árinu þrátt fyrir að við höfum fengið heimild til að fjárfesta fyrir 10 milljarða til að við- halda vægi erlendra eigna. Þegar stjórnvöld kynntu aðgerðir til að af- létta höftum var boðað að lífeyris- sjóðir myndu fá að fjárfesta árlega fyrir að minnsta kosti 10 milljarða á ári. Með hliðsjón af gjaldeyrisjöfn- uði og miklu innstreymi af gjaldeyri undanfarið vonumst við eftir að heimildirnar verði auknar. Rökin fyrir því að fjárfesta erlendis eru fyrst og fremst þau að erlendar eignir auka áhættudreifingu í eigna- safni sjóðanna. Þannig að við getum dreift áhættu á mörg hagkerfi, margar atvinnugreinar og fjölda út- gefenda [skuldabréfa]. Erlendar fjárfestingar lífeyris- sjóðanna hafa fleiri kosti. Með þeim er dregið úr spennu og hættu á verð- og eignabólu í innlendu hagkerfi. Hún getur myndast þegar eignir byggjast upp hjá hlutfallslega stórum kynslóðum – árgangar eru misjafnlega stórir – líkt og nú er að gerast. Þegar kemur að því að út- greiðslur verða meiri en inn- greiðslur geta áhrifin orðið öfug. Erlendar eignir geta dregið úr sveiflum í innlendu hagkerfi. Ef það verður samdráttur í innlendu efna- hagslífi hefur það minni áhrif en ella á lífeyrissjóðina og þar af leiðandi getu þeirra til að greiða lífeyri. Það dregur úr hagsveiflum hér innan- lands,“ segir Gunnar og vísar til þess að þegar samdráttur er á Íslandi veikist jafnan gengið, sem aftur eyk- ur verðmæti erlendra eigna í ís- lenskum krónum. Hafa aukist í norskum krónum Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá áætlar Gunnar að heildareignir lífeyrissjóða verði um 3.200 millj- arðar um áramótin, eða um 9,62 milljónir á hvern landsmann. Til samanburðar eru nú um 7.400 milljarðar norskra króna í norska olíusjóðnum (NBIM), samkvæmt vef sjóðsins í gærmorgun, og samsvar- aði það 110.500 milljörðum íslenskra króna, á gengi gærdagsins. Að mati norsku hagstofunnar búa nú 5,2 milljónir manna í Noregi og eru eignir sjóðsins því nú um 21,25 millj- ónir íslenskra króna á hvern Norð- mann. Þegar Morgunblaðið heim- sótti norska olíusjóðinn í febrúar á þessu ári voru eignirnar 6.400 millj- arðar norskra króna. Öndvert við ís- lensku krónuna hefur norska krónan síðan gefið eftir gagnvart öðrum myntum, eftir olíuhrunið, og hafa eignir sjóðsins því síðan aukist um 1.000 milljarða í norskum kr. Vilja sækja meira á erlenda markaði  Lífeyrissjóðir sækja um auknar heimildir til fjárfestinga Ljósmynd/Øyvind Hagen/Statoil Á hafi úti Olíuborpallurinn Sleipner A er í eigu Statoil í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.