Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 53
STJÓRNMÁL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 F relsishugmyndin er flókin og margþætt. Í íslenskri stjórnmálaumræðu hefur frelsið oft verið skil- greint með þröngum hætti, út frá hagsmunum fárra en ekki endilega út frá hagsmunum fjöldans. Stóru átakamálin í stjórnmálum liðins árs snúast hins vegar ekki síst um frelsi allra. Ekki um verslunar- og við- skiptafrelsi heldur frelsi í víðtækari skilningi þess orðs, frelsi fólks í hnattvæddum heimi. Frelsi fólks snýst meðal annars um frelsi almennings á Íslandi til að búa við mannsæmandi kjör. Það snýst um hvernig við ætlum að skipta þeim gæðum sem við eigum. Það snýst um aldraða og öryrkja, láglaunafólk og allt það fólk sem á erfitt með að ná endum saman hver einustu mán- aðamót. Það snýst um langa biðlista á opinberum heilbrigðis- stofnunum og vaxandi greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigð- isþjónustu á sama tíma og einkaaðilar eru teknir að fjárfesta í hvers kyns heilbrigðisþjónustu, væntanlega vegna arðsemi hennar. Það frelsi snýst um lága grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og um aðgengi eldra fólks að framhalds- skólum landsins. Þetta frelsi snýst ekki um frelsi í þröngum skilningi heldur frelsi fólks til að fá að þroska hæfileika sína og lifa eins farsælu lífi og mögulegt er. Og atburðir liðins árs hafa svo sannarlega minnt okkur á að frelsi og farsæld er misskipt, í heiminum öll- um en líka á okkar góða landi. Þjóðflutningar Þjóðflutningar hafa sett svip sinn á allt árið. Þar olli straum- hvörfum fréttaljósmynd af litlum dreng, Alyan Kurdi. Hann var einn þeirra Sýrlendinga sem flúðu heimaland sitt á árinu og lagði ásamt fjölskyldu sinni í óvissuferð yfir Miðjarðarhafið. Hann komst aldrei á leiðarenda. Myndin var kölluð Skipbrot mennskunnar víða í erlendum miðlum. Þá strax upphófust raddir um að ekki mætti einungis hugsa um þá sem birtast á fréttamyndum. En fólkið á myndunum er fólk eins og aðrir. Veruleiki þess er lýsandi fyrir veruleika margra. Og þó að það sé óþægilegt að sjá svona beint framan í vanda fólks í fjarlægum löndum þá megum við ekki brynja okk- ur fyrir slíkum myndum heldur fáum við tækifæri til að sýna samkennd í verki. Annars er hættan sú að við glötum mennsk- unni. En þjóðflutningarnir sem nú standa yfir snúast ekki einungis um mennsku eða skort á henni. Þeir snúast um kerfislægt mis- rétti sem hefur valdið því að frelsi sumra er minna en frelsi annarra. Þeir snúast um þá staðreynd að Vesturlönd bera sína ábyrgð á stöðunni nú í Mið-Austurlöndum og sú ábyrgð leggur okkur enn ríkari skyldur á herðar en ella. Við getum gert betur og eigum að taka á móti miklu fleira fólki í neyð. Það hefur hins vegar verið ánægjulegt að upplifa samstöðu Íslendinga um að taka á móti fleira fólki og skemmst er að minnast netátaksins Kæra Eygló þar sem alls konar venjulegt fólk bauð fram aðstoð sína við að taka á móti flóttafólki. Þetta minnir okkur á að samstaða skilar árangri inn í stjórnmálin og stjórnmálamenn eiga að hlusta á raddir almennings. Til lengri tíma er hins vegar mikilvægt að huga að því hvern- ig við getum stuðlað að auknum jöfnuði milli heimshluta. Gæð- unum er misskipt milli heimshluta og þau stríð sem háð hafa verið á undanförnum árum og áratugum í Mið-Austurlöndum hafa fæst snúist um að byggja upp lýðræði (þó að því hafi stundum verið haldið fram) heldur um yfirráð yfir auðlindum. Þannig hafa íbúar þessara landa verið sviptir því frelsi að fá að nýta sínar eigin auðlindir og öðrum, alþjóðlegum stórfyr- irtækjum, hefur verið afhent það frelsi. Voðaverkin í París Hryðjuverkin í París voru skelfileg birtingarmynd þeirra átaka sem hafa staðið undanfarin ár og áratugi og glæpa- samtökin Íslamska ríkið eða Daesh hafa nýtt sér til að sölsa undir sig völd og áhrif. Voðaverkin voru ógn við frelsi okkar allra en um leið vöktu viðbrögð fransks almennings athygli. Ungur maður missti konuna sína en tilkynnti heiminum og glæpamönnunum að þeim myndi ekki takast að vekja í honum hatur. Þannig voru viðbrögð fransks almennings að þessir at- burðir myndu ekki breyta lífi venjulegs fólks, það myndi ekki gefa sig hatrinu á vald. Það eru mikilvæg skilaboð frá almenn- ingi til stjórnvalda sem eiga að hlusta eftir slíkum skilaboðum – um að fórna ekki frelsinu fyrir ótta og hatur. Ný von í loftslagsmálum Þjóðflutningarnir kalla á nýja hugsun í alþjóðamálum og sama má segja um hitt stóra viðfangsefnið sem hefur verið áberandi á árinu. Á loftslagsfundinum í París náðist ákveðið samkomulag þjóða heims um hvað þurfi að gera til að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Fundurinn vakti von um að al- þjóðlegt samstarf geti skilað árangri og hann skilar okkur von- betri inn í nýtt ár gagnvart þessu risavaxna verkefni. Björninn er þó ekki unninn. Núna þurfa stjórnvöld í hverju ríki að vinna úr þessu samkomulagi, gera raunhæfar aðgerða- áætlanir um hvernig dregið verði úr losun og hvernig ríki heims muni laga sig að þeim loftslagsbreytingum sem líklega munu verða. Einn vandi er sá að eyríki í Kyrrahafinu hverfi undir vatn sökum hækkandi sjávarborðs – og þar með þurfi þær þjóð- ir að flytja sig um set án þess að hafa átt mikinn þátt í þessum breytingum. Hegðun annarra og ríkari þjóða hefur orðið til að skerða frelsi þessa fólks. Til að ná árangri þarf að vinna bæði heima við og líka í al- þjóðlegu samstarfi. Þar hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, þingmönnum og almenningi til að tryggja að samkomulagið í París beri ávöxt og tryggi þannig frelsi og farsæld fólks um all- an heim. Þar hafa raddir almennings haft gríðarleg áhrif á stjórnmálin. Byltingar í kvenréttindabaráttu Á árinu 2015 fögnuðum við hundrað ára afmæli kosninga- réttar kvenna og var þess minnst með ýmsum viðburðum sem ber að þakka fyrir. Hins vegar bar hæst þær kvenréttindabylt- ingar sem urðu á netinu á árinu, annars vegar hina svokölluðu brjóstabyltingu sem snerist um að afklámvæða brjóst kvenna og hins vegar var Beauty tips-byltingin þar sem konur stigu fram og rufu múr þöggunar um kynbundið ofbeldi. Báðar þess- ar byltingar sýna að baráttunni gegn misrétti karla og kvenna, sem heimspekingurinn John Stuart Mill taldi um miðja 19. öld hvað rótgrónast alls ójafnréttis, er hvergi nærri lokið en líka að þarna skilar samstaðan árangri og breytingum í átt til aukins frelsis beggja kynja. Aukinn jöfnuður forsenda raunverulegs frelsis Árinu lauk með hörðum átökum á þingi þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar sameinuðust um að gera tillögur um kjarabætur fyrir öryrkja og aldraða sambærilegar þeim sem náðst höfðu á vinnumarkaði og að þær skyldu verða aftur- virkar. Þessar tillögur sameinaðrar stjórnarandstöðu endur- spegluðu kröfur öryrkja og aldraðra en hópar þeirra stóðu og mótmæltu við þingið hvern dag þegar þingi var að ljúka. Því miður voru tillögur stjórnarandstöðunnar felldar og aldraðir og öryrkjar sitja eftir. Það er ljóst að ýmsir í þessum hópi búa við mjög bág kjör, þurfa jafnvel að lifa á undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Það ætti að vera metnaðarmál okkar á nýju ári að tryggja þeim það frelsi að geta lifað af sínum ráðstöf- unartekjum. Það er vonandi að samstaða náist um það og eins um að tryggja grunnþjónustu fyrir samfélagið allt. Það verður ekki gert með því að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og draga úr tækifærum fólks til menntunar eins og raunin hefur orðið á þessu ári. Lærdómur allra stjórnmálamanna ætti að vera að hlusta og skynja þá samstöðu sem oft skapast með almenningi í ólíkum löndum. Samstöðu um réttlátar breytingar og viðbrögð við flóknum kringumstæðum. Kerfið má aldrei verða mennskunni yfirsterkara þannig að stjórnmálamenn hugsi störf sín fyrst og fremst í kringum kerfi sem einhvern tíma var smíðað af mennskum höndum. Kerfið á að þjóna fólkinu og þar þurfa stjórnmálamenn að hlusta eftir röddum almennings. Þær segja okkur að fólk vill breytingar, í átt til réttlátara og betra sam- félags þar sem öllum er tryggt frelsi og farsæld. Þær segja okk- ur að aukinn jöfnuður sé forsenda raunverulegs frelsis. Hlust- um á þær á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Frelsi og farsæld Það er ljóst að ýmsir í þessum hópi búa við mjög bág kjör, þurfa jafnvel að lifa á undir tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Það ætti að vera metnaðarmál okkar á nýju ári að tryggja þeim það frelsi að geta lifað af sínum ráðstöfunartekjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.