Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 ✝ Sigurðurfæddist á Sól- vangi í Hafnarfirði 29. júlí árið 1972. Hann lést 12. des- ember 2015. For- eldrar hans eru Halla Snorradóttir og Jón Sigurðsson. Móðurforeldrar hans eru Guðrún Gísladóttir og Snorri Jónsson sem lifa barna- barn sitt. Föðurforeldrar hans voru Guðríður Hulda Guð- mundsdóttir og Sigurður Jóns- son sem bæði eru látin. Eftirlif- andi systkini hans eru Guðrún Hulda, Eva Sif, Kristín Björk, Sonja og Sindri. Sigurður átti einnig systur, Lindu sem lést árið 1977. Áhuginn á körfubolta vakn- aði snemma enda átti hann ekki langt að sækja góða fyr- irmynd í föður sín- um. Hann fór ung- ur að æfa með Haukum en gekk seinna til liðs við KR og fetaði þar í fótspor föður síns. Hann náði frábær- um árangri sem körfuboltamaður, þótti snjall leik- maður og afar hitt- inn. Hann varð Ís- landsmeistari með KR og Norðurlandameistari með unglingalandsliðinu en með því lék hann í tvö ár. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla og fór síðan í Rafiðnaðarskólann þar sem hann lauk námi í kerf- isfræði. Hann starfaði hjá Skýrr, Íslenskri erfðagreiningu og hjá Basis. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey 18. desember 2015. Stöðvið klukkur, takið síma í sundur, sækið bein svo hætti gelti hundur, lokið flygli, lágan trumbuslátt látið fylgja kistu um kirkjugátt. Látið flugvél hnita hringinn sinn, hann er dáinn skrifa í himininn, skreytið dúfur borgar sorgarböndum, beri lögregla svarta hanska á höndum. Hann var mér Norður, Suður, Austur, Vestur, hann var mér hvunndagslíf og helgargestur, dagur, miðnótt, orð mín öll og list; og eilíf ást, ég hélt; mér skjátlaðist. Nú þurfum við ekki stjörnur, hendið þeim; afþakkið tungl og sendið sólu heim; eyðið öllum skógi, tæmið haf. Því ekkert gott mun gerast héðan af. (W.H. Auden) (Hjörleifur Hjartarson þýddi.) Hvíl í friði, ástin mín. Mamma. Sigurður Jónsson ✝ Gunnar Magn-ússon fæddist 25. september 1921 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum 14. janúar 2015. Foreldar Gunn- ars voru Magnús Jóhannsson skip- stjóri, f. 16. júní 1894, d. 27. febrúar 1928, og Kristín Hafliðadóttir húsmóðir, f. 9. október 1896, d. 8. apríl 1984. Bræður Gunnars voru Hafliði Magnússon kjötiðnaðarmaður, Jóhann Magnússon skipstjóri, síðar yfirhafnsögumaður, eru níu, barnabarnabörn alls átján. Gunnar hóf sjómennsku á tog- urum Kveldúlfs hf. 15 ára gam- all árið 1936. Á styrjaldarár- unum 1940-45 var hann lengst af háseti á millilandaskipum. Hann útskrifaðist með farmannapróf frá Sjómannaskóla Íslands 1946 en þá starfaði hann hjá Skipa- deild SÍS. Árin 1947-52 var hann stýrimaður og skipstjóri á nýsköpunartogaranum Akurey frá Akranesi. Þá gerðist hann stýrimaður hjá Skipaútgerð rík- isins en var skipstjóri á bátum Olíufélagsins 1959-64, á flutn- ingaskipinu Önnu Borg 1964-69 og flutningaskipunum Hafern- inum, Ísborgu og Sæborgu 1969- 73. Þá varð hann skipstjóri á skipum Nesskipa hf., sem hann átti þátt í að stofna, en hætti sjó- mennsku 1994 eftir 57 ár til sjós. Útför Gunnars fór fram 23. janúar 2015. Sverrir Magnússon skipasmiður og Ólafur K. Magnús- son ljósmyndari. Gunnar giftist 6. apríl 1946 Kristínu Valdimarsdóttur, f. 21. maí 1924, d. 3. júní 2012. For- eldrar hennar voru Valdimar Árnason vélstjóri og Vikt- oría Guðmunds- dóttir húsmóðir. Börn Gunnars og Kristínar eru Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri, Lína Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Kristín Gunnarsdóttir skrifstofumaður. Barnabörnin Í janúar síðastliðinn andaðist Gunnar Magnússon skipstjóri, 93 ára að aldri. Gunnar var aðeins tæplega sjö ára gamall þegar faðir hans, Magnús Jóhannsson skip- stjóri, fórst með togaranum Jóni forseta við Stafnes. Ekkja Magn- úsar, Kristín Hafliðadóttir, fluttist með fimm unga syni til systur sinnar og eiginmanns hennar. Þetta var fyrir daga almanna- trygginga og ómetanlegt fyrir ekkjuna, sem nú þurfti að sjá son- um sínum farborða, að fá öruggt skjól. Fimmtán ára gamall hóf Gunn- ar sjómennsku á Kveldúlfstogur- unum. Þetta var í kreppunni miklu, menn urðu að sanna kraft sinn og þor en hirða ella pokann sinn. Á styrjaldarárunum var Gunnar í eldlínu átakanna á Atl- antshafi. Lengi vildi hann lítt um stríðsreynslu sína tala. Þó sagðist hann líklega aldrei hafa komist jafn nærri dauðanum á sjónum og í kvikmyndahúsi í Hull á Englandi. Þar hefði hann verið með skips- félögum þegar árásarflugvélar Hitlers tóku að kasta sprengjum. Enginn hefði samt risið úr sæti og þeir félagar setið sem fastast af að- dáun á stillingu Breta. Þegar út var komið teygðu sig upp í kvöld- myrkrið logar frá nálægum hús- um, sem sum voru rústir einar. Að stríði loknu kvæntist Gunn- ar Kristínu Valdimarsdóttur versl- unarkonu, en faðir hennar, tog- aravélstjóri, fórst í Halaveðrinu 1925. Jafnræði var með þeim hjónum, þau voru greind og góð- gjörn, skapsterk, yfirveguð og samrýnd. Eitt sinn vildi svo til að ég heyrði stýrimann lýsa fyrir ungu stýrimannsefni kostum þess að krækja fyrir storm, jafnvel þótt það kostaði langa lykkju af bein- ustu leið. Þetta hefði hann lært af gömlum skipstjóra, sem stundum hefði náð höfn á undan skipum er göslast hefðu stystu leið. Líklega hefði „karlinn“ verið orðinn víð- förlastur allra skipstjóra á ís- lensku skipi þegar hann hætti störfum. Ég spurði hvort „karl- inn“ héti ekki Gunnar Magnússon og fékk þá að heyra margt um um- hyggju Gunnars fyrir skipsmönn- um sínum og einnig ró hans og jafnaðargeð á hverju sem dundi á heimsins höfum. Þegar ég undirritaður kynntist fyrst þeim hjónum Gunnari og Kristínu fyrir hálfri öld höfðu þau nýlega komið sér upp einu fyrsta húsinu á Unnarbraut á Seltjarn- arnesi. Þar endurnýjuðum við kynni okkar þegar ég og fjölskylda mín settumst að í næsta húsi rösk- um þrjátíu árum síðar. Kristín bjó þá við versnandi heilsu en bar sig ætíð af reisn og naut einstakrar aðhlynningar frá Gunnari síðustu árin. Sjálfur bar skipstjórinn aldur sinn öðrum mönnum betur, starf- aði í fyrirtæki sonar síns, gekk tíð- um með ströndinni og stundaði sund, eins og hann hafði gert frá æskudögum, þegar hann þreytti kappsund á mótum í Reykjavík. Um síðustu áramót, tveimur árum eftir andlát Kristínar, ákvað hann óvænt að flytja í Hrafnistuíbúð með útsýni yfir Sundin blá. Stuttu síðar kvaddi hann þennan heim líkt og hann hefði fengið sér blund við sæinn, „sem sefur framundan bænum“, eins og Tómas Guð- mundsson kvað: Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur, sem kynslóðir hlóðu, með sálir, sem syrgja og gleðjast og sálir, sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. Ég er þakklátur fyrir kynnin af þeim góðu hjónum Gunnari og Kristínu og kveð þau hinstu kveðju. Þór Whitehead. Gunnar Magnússon Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hinsti vilji Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu- lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Með kærleik og virðingu tfararstofa irkjugarðanna Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN STEFÁN GUNNARSSON (VENNI), garðyrkjumaður, Barðastöðum 27, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi aðfangadags jóla. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 5. janúar klukkan 13. . Valgerður Ásmundsdóttir, Gunnar Björn Björgvinsson, Inga Ósk Hafsteinsdóttir, Harpa Rós Björgvinsdóttir, Auðunn Guðjónsson, Rakel Linda Helgudóttir, Svavar Hafþór Viðarsson, Kristín Hákonardóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Ásgerður Hákonardóttir, Svanþór Ævarsson, Nanna Hákonardóttir, Sigurður R. Sæmundsson, Kolbrún Hákonardóttir, Daniel Whait, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, BJÖRK ÞÓRARINSDÓTTIR, Hólmaþingi 8, Kópavogi, sem varð bráðkvödd þann 17. desember, verður jarðsungin frá Lindakirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 15. . Kristinn Pétursson, Alexander Kristinsson, Þröstur Kristinsson, Þórarinn Ingi Jónsson, Smári Þórarinsson, Rósa Þórarinsdóttir. Ástkær móðir okkar, MÁLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Jaðri í Reykjadal, lést þann 28. desember á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. . Systkinin frá Jaðri. Ástkær móðir okkar og dóttir, GUÐLAUG HRÖNN BJÖRGVINSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. desember síðastliðinn. Útför Guðlaugar fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 5. janúar klukkan 13. . Agnes Björgvinsdóttir, Emilía Björgvinsdóttir, Jón Ragnar Björgvinsson, Sigríður Jónsdóttir, Björgvin Daníelsson. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og mikinn og góðan stuðning eftir að elsku sonur okkar og bróðir, ARON ANDRI HALL ARNARSSON, fæddur 17. júlí 2003, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 10. ágúst síðastliðinn. Við þökkum góðan hlýhug, samúðarkveðjur og hlýjar jóla- og áramótakveðjur. Við óskum þess að hátíðirnar séu ykkur góðar og þið eigið bjarta og góða framtíð á komandi árum. Okkar þunga vegferð í mikið breyttu lífi er rétt að hefjast og er stuðningur ástvina ómetanlegur í svona ferli. Takk fyrir allt! . Sigurrós Guðbjörg Gísladóttir Arnar Már Hall Guðmundsson Arna Rós Hall Arnarsdóttir Amilía Salka Hall Arnarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR ÓSKAR ÞÓRARINSSON, Faxabraut 11, Keflavík, lést á Hrafnistu Faxabraut 15, Keflavík, sunnudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. janúar klukkan 13. . Unnur Magnúsdóttir, Magnús Ásmundsson, Maria Sissing, Þórarinn Ásmundsson, Arndís H. Kristjánsdóttir, Einar Gunnarsson, Hildur Kristín Ásmundsdóttir, Ásþór Kjartansson, Jón Örn Ásmundsson, Jóhanna Sturlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, GUÐBJÖRN HELGI ÁSBJÖRNSSON, Lágseylu 8, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 23. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 6. janúar klukkan 13. . Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurður Guðbjörnsson, Ingibjörg Júlý Guðbjörnsdóttir, Páll Heiðar Halldórsson, Guðrún Sigurðardóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Hafsteinn Már Sigurðsson, Óðinn Helgi Pálsson og Jökull Bjarki Pálsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996 Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.