Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 Flott ir í fötum Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs árs. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefur sagst ætla að greina frá því í ávarpi til þjóðarinnar á morgun, nýársdag, hvort hann sækist eftir endurkjöri í forsetakosningunum á komandi sumri eða láti af embætti. Hann hefur nú bráðum verið forseti í 20 ár og hefur enginn setið jafn lengi á Bessastöðum og hann. Þegar hann bauð sig fram 1996 í fyrsta sinn sagðist hann telja tvö til þrjú kjör- tímabil hæfilegan tíma. Nú snýst spurningin um það hvort hann sæk- ist eftir embættinu sjötta kjör- tímabilið í röð. Á fyrstu árum forsetaembættisins skapaðist sú hefð að forsetar ræddu ekki óskir sínar og áform um framtíð í embætti í nýársávörpum til þjóð- arinnar nema þeir væru að hætta. Litið var á framboð sem einkamál forsetans og þótti ekki viðeigandi að hann ræddi það í nývarpsávarpi um málefni lands og þjóðar. Ólafur Ragnar virti þessa hefð fram til ársins 2008. Þá sá hann ástæðu til að tilkynna í ávarpi til þjóðarinnar á nýársdag að hann sæktist eftir embættinu fjórða kjör- tímabilið í röð. Það þurfti svo sem ekki að koma neinum á óvart að Ólafur Ragnar bryti hefð á þessu sviði; á ferli sínum síðast liðna tvo áratugi hefur hann verið sannkall- aður hefðabrjótur, farið æ ofan í æ gegn siðum og venjum fyrirrennara sinna. Framtíðin ein sker úr um hvort hann hafi með þessu hátterni skapað embættinu nýjar venjur eða hvort arftakarnir kjósa að hverfa aftur til fyrra verklags. Forseti sjálfkjörinn 1945 Fyrsti forsetinn, Sveinn Björns- son, var kosinn til eins árs af Alþingi á Þingvöllum við stofnun lýðveld- isins 1944. Ekki var einhugur um kjör hans. Hann fékk atkvæði 30 þingmanna, 15 voru auð og 5 voru greidd öðrum manni. Þrátt fyrir þetta mun almennt hafa verið búist við því að Sveinn yrði endurkjörinn í embætti í fyrstu almennu forseta- kosningunum ári síðar. Þegar rík- isstjórnin lagði til á Alþingi í febrúar 1945 að forsetakjörið yrði í júní sagði dagblaðið Vísir í ritstjórn- ardálki: „Engu skal um það spáð, hversu margir bjóði sig fram við þetta fyrsta kjör, en vafalaust verða þeir tveir eða þrír, því að það sást á þingfundinum á Alþingi í sumar, að þeir, sem framboðum ráða, eru ekki einhuga um neinn mann.“ Ekki gekk þetta eftir því um svipað leyti hófu forystumenn stjórnmálaflokkanna viðræður sem leiddu til þess að flokkarnir ákváðu allir að styðja endurkjör Sveins. Hann vék sjálfur ekki einu orði að vilja sínum í ný- ársávarpi til landsmanna 1. janúar 1945 og ekki er að sjá að opinberlega hafi neitt legið fyrir um framboð hans – og sjálfkjör í embætti – fyrr en fréttatilkynning barst um það frá ríkisstjórninni 22. maí þetta ár. Voru þá kosningarnar sem fram áttu að fara á Jónsmessu blásnar af. Sveinn ræddi framboðsmál sín ekki heldur í nýársávarpi 1949. Í lok apríl það ár var tilkynnt að hann yrði í framboði að beiðni þriggja stjórn- málaflokka, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Ekkert mótframboð kom fram og var hann sjálfkjörinn í ann- að sinn. Fyrstu kosningarnar 1952 Vegna andláts Sveins í janúar 1952 fóru fram forsetakosningar í júní það ár. Var það í fyrsta sinn sem almenningur greiddi atkvæði um forsetaefni, en þrír voru í framboði. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, náði kjöri. Hann gegndi embættinu í sextán ár, fram til 1968, og var ávallt sjálfkjörinn. Ásgeir lét ríkisstjórn eða embætt- ismenn sjá um að koma því á fram- færi við þjóðina að hann yrði í end- urkjöri 1956, 1960 og 1964. Það var aldrei fyrr en í apríl og maí sem það varð ljóst. Segja má að forsetaemb- ættið hafi verið á hærri stalli í þjóð- lífinu þá en nú. Má vel vera að Ás- geiri hafi þótt hann orðinn svo hátignarleg persóna að hann ætti að vera yfir það hafinn að tilkynna framboð sitt sjálfur. Í nýársávarpi 1968 tók hann þó af skarið um áform sín: „Á þessum fyrsta degi ársins 1968 tilkynni ég, svo ekki verði um villst, að ég mun ekki verða í kjöri við þær forsetakosningar sem fara í hönd.“ Alþýðlegur forseti Tveir voru í kjöri í kosningum 1968 og var Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður kjörinn forseti. Krist- ján sat þrjú kjörtímabil, tólf ár; var hann sjálfkjörinn í embættið 1972 og 1976. Kristján þótti alþýðlegri mað- ur í allri framgöngu en Ásgeir Ás- geirsson og taldi ekki eftir sér að greina sjálfur frá áformum sínum. Undir lok fyrsta kjörtímabils síns í apríl 1972 kallaði hann fjölmiðla á sinn fund og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í embættið að nýju. Fjórum árum seinna, í febrúar 1976, lét hann þó nægja að senda fjölmiðlum tilkynn- ingu um framboð. Kristján tilkynnti í nýársávarpi 1980 að hann yrði ekki í kjöri í kosn- ingunum það ár. Í samtali við Morg- unblaðið kvað hann þetta „nokkuð gamla ákvörðun“ þótt hann hefði ekki greint frá henni opinberlega fyrr en nú. Boðið fram gegn forseta Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri bar sigurorð af þremur keppinautum í forsetakjörinu 1980. Hún sat í embætti í fjögur kjör- tímabil, sextán ár. Vigdís var sjálf- kjörin 1984, en fékk mótframboð 1988. Var það í fyrsta sinn sem boðið var fram gegn forseta í embætti. Vigdís var síðan sjálfkjörin að nýju 1992. Um framboðið 1984 sendi hún 15. febrúar tilkynningu til fjölmiðla. Daginn eftir birtist leiðari í Alþýðu- blaðinu þar sem ritstjórinn, Guð- mundur Árni Stefánsson, kvað æski- legt að hún fengi mótframboð. Slíkt væri til stuðnings lýðræðinu og henni sjálfri til styrktar. Þetta vakti nokkurt uppnám í Alþýðuflokknum og lýsti formaðurinn, Kjartan Jó- hannsson, því yfir að skrifin túlkuðu ekki sjónarmið flokksins. Ákvörðun Vigdísar um framboð 1988 varð ljós í mars það ár og framboðið 1992 til- kynnti Vigdís með óvenju drjúgum fyrirvara; það var á blaðamanna- fundi á Bessastöðum á kvenrétt- indadaginn 19. júní 1991. Vigdís greindi frá ákvörðun sinni um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs 1996 við setningu Alþingis haustið 1995. Hafði forseti Íslands ekki áður notað þann vettvang í þessu skyni. Ákvörðun sína ítrekaði hún síðan í nýársávarpinu 1996. Ólafur braut hefðina Ólafur Ragnar Grímsson var kjör- inn forseti 1996. Fékk hann flest at- kvæði fjögurra frambjóðenda. Ákvörðun um að gefa kost á sér að nýju fjórum árum seinna birti hann í tilkynningu til fjölmiðla 10. febrúar 2000. Hann var sjálfkjörinn það ár. Framboðið 2004 tilkynnti hann á blaðamannafundi á Bessastöðum 15. mars. Það ár buðu tveir aðrir sig fram til forseta, en Ólafur var endur- kjörinn. Það var svo 2008 að Ólafur Ragn- ar braut hefðina og gerðist persónu- legur í nýársávarpi til þjóðarinnar. „Sé það nú á nýju ári vilji Íslendinga að ég beri áfram þessa ábyrgð er ég fús að axla hana en veit um leið af eigin reynslu að embætti forseta Ís- lands fylgja ríkar skyldur. Enginn getur innt þær af hendi svo vel sé nema njóta trausts meðal þjóð- arinnar,“ sagði hann. Ólafur varð sjálfkjörinn þetta ár. Í nýársávarpinu 2012 kom fram að Ólafur Ragnar yrði ekki í framboði við forsetakjör um sumarið. Ýmsum þótti orðalag hans þó ekki nógu skýrt. Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að þrátt fyrir „býsna afdráttarlausa yfirlýsingu“ hefði forsetinn haldið „ofurlítilli glufu opinni þannig að hann gæti boðið sig fram aftur ef skorað yrði á hann með öflugum hætti.“ Það gekk eftir. Undirskriftasöfnun var hafin fyrir forgöngu náinna samherja hans. Skoruðu tugþúsundir kjós- enda á Ólaf að gefa kost á sér á ný. Í yfirlýsingu 4. mars kvaðst hann hafa ákveðið að verða við áskorun um að breyta fyrri ákvörðun sinni. Í kosn- ingunum um sumarið bar hann síðan sigurorð af fimm keppinautum sín- um. Á morgun ætti svo, sem fyrr segir, að koma í ljós hvaða fyrirætlanir Ólafur Ragnar hefur nú. Áform skýrast í nýársávarpi  Ólafur Ragnar Grímsson upplýsir í ræðu á morgun hvort hann verður í framboði næsta sumar  Fyrri forsetar ræddu ekki framboðsmál í nýársávörpum nema þegar þeir höfðu ákveðið að hætta Morgunblaðið/Golli Forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embætti forseta Íslands í tæp tuttugu ár eða í nær fimm kjör- tímabil. Það ætti að koma í ljós á morgun hvort hann hefur áhuga á því að sitja lengur í embætti forseta. Morgunblaðið/Ómar Forsetasetrið Bessastaðir hafa verið aðsetur forseta Íslands frá upphafi. Skrifstofur embættisins eru hins vegar við Sóleyjargötu í Reykjavík. Sveinn Björnsson Vigdís Finnbogadóttir Kristján Eldjárn Ásgeir Ásgeirsson Framboð forseta » Sú hefð mótaðist á fyrstu árum forsetaembættisins að forseti ræddi ekki persónuleg framboðsmál sín í nýársávarpi nema hann ætlaði að hætta. » Ólafur Ragnar Grímsson fór gegn þessari hefð þegar hann tilkynnti framboð sitt á nýárs- dag 2008. » Fyrstu forsetarnir, Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirs- son, létu ríkisstjórn og emb- ættismenn um að tilkynna framboð sín. Það var yfirleitt stuttu áður en framboðs- frestur rann út eða eftir að hann var útrunninn. » Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir kynntu áform sín með persónulegum frétta- tilkynningum eða á blaða- mannafundum. » Síðustu 40 ár hafa forsetar oftast kynnt áhuga á endur- kjöri í febrúar eða mars kosn- ingaárið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.