Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 50
50 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 G era má árið 2015 upp og mæla þann árangur sem náðst hefur með ýmsum hætti. Efnahagslega stöndum við vel, á mælikvarða félagslegra fram- fara skipum við okkur í fjórða sætið meðal þjóða heimsins og við erum í efsta sæti lista Al- þjóðaefnahagsráðsins yfir jafna stöðu karla og kvenna. Í lífskjararannsókn hagstofunnar sem birt var í sumar kom í ljós að tekjudreifing hefur aldrei verið jafnari og aldrei lægra hlutfall verið undir lágtekjumörkum. Lögð hefur verið áhersla á að lækka skatta á einstaklinga, almenn vörugjöld voru af- numin um síðustu áramót, um þessi hverfa tollar á föt og skó og að ári allir aðrir tollar en á tiltekin matvæli. Ráðstöfunartekjur landsmanna hafa þannig aukist og eru enn að aukast. Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri, hvort sem um er að ræða launafólk eða lífeyrisþega og atvinnuleysi er hverfandi. Skuldir heimilanna fara stöðugt lækkandi og eignir þeirra aukast. Við höfum búið við mikilvægan stöðugleika í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili, sem birtist meðal annars í því að verðbólga hefur nú samfleytt verið undir viðmið- unarmörkum Seðlabanka Íslands í tæp tvö ár. Nýr kafli á vinnumarkaði Á árinu höfum við glímt við erfið verkföll og kjaradeilur þar sem knúin var fram niðurstaða sem tíminn verður að leiða í ljós hvort innistæða verður fyrir í hagkerfi okkar. Fyrir liggur að laun hafa hækkað langt umfram framleiðniaukningu. Það verður því krefjandi verkefni að verja þá kaupmáttaraukningu sem nú mælist. Ríkjandi fyrirkomulag við kjarasamninga, með ítrekuðu höfrungahlaupi, skilyrðingum og forsenduákvæðum um að enginn annar fái betri niðurstöðu síðar og ósamrýmanlegri kröfugerð einstakra aðila hefur fyrir löngu gengið sér til húð- ar. Samkomulag sem SALEK, samstarfsnefnd um launaupplýs- ingar og efnahagsforsendur kjarasamninga, undirritaði í haust vekur vonir um að breyta megi og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga og hefja nýjan kafla á íslenskum vinnumark- aði. Við höfum það í hendi okkar að gera betur. Það er þol- inmæðisverk að breyta rótgrónum vinnuaðferðum. Það mun ekki gerast án framlags frá öllum þátttakendum og mun kosta málamiðlanir og eflaust langar fundasetur en til mikils er að vinna fyrir aukinn stöðugleika og þar með styrkari grunn að frekari sókn í efnahagsmálum. Breytt heimsmynd Á alþjóðlega vísu lítur út fyrir að árið 2015 muni marka spor í heimssöguna. Stríð, flóttamannastraumur, hryðjuverkaárásir og -ógn hefur breytt heimsmyndinni og sett mark sitt á dag- legt líf fjölda fólks og verkefni stjórnvalda og mannúðarsam- taka víða um heim. Í haust ákvað ríkisstjórn Íslands að veita tvo milljarða króna til að bregðast við breyttum aðstæðum, stórauka fram- lög til alþjóðastofnana, styrkja stofnanir okkar og undirbúa það að taka á móti flóttamönnum til landsins. Nauðsynlegt var að bregðast skjótt við stórauknu álagi á stjórnkerfið vegna mikillar fjölgunar umsókna. Miklu skiptir að raunsæi, festa og skýrleiki sé í meðferð þessara mála en ekki síður að vel sé tek- ið á móti flóttafólki en sú móttaka fer ekki eingöngu fram á vegum stjórnvalda heldur samfélagsins alls. Það er á ábyrgð okkar allra að bjóða þessa nýju borgara landsins velkomna. Nútímalegri löggjöf Fyrir þessa nýju íbúa er Ísland land tækifæranna. Þetta land býr yfir mörgum eftirsóknarverðum kostum en vissulega getum við gert enn betur til að taka á móti fólki sem hingað kemur í leit að starfi og heimili, rétt eins og svo margir Ís- lendingar freista gæfunnar á erlendri grundu til lengri eða skemmri tíma. Árið 2014 voru 12% mannfjöldans á Íslandi fædd erlendis, fleiri en nokkru sinni áður. Stefna ber að nútímalegri og mildari löggjöf um atvinnuleyfi og dvalarleyfi og nýta þau tækifæri sem til staðar eru til að laða til landsins erlenda sérfræðinga og frumkvöðla. Það er til að mynda einn þáttur í því að styrkja rekstrargrundvöll sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, en vöxtur fyrirtækja í þekk- ingargeiranum verður sífellt mikilvægari hlekkur í aukinni verðmætasköpun samfélagsins. Útgjöld vegna bankanna endurheimt Lengi hefur legið fyrir að stærsta einstaka efnahagsmál okkar væri afnám hafta. Stór áfangi náðist á árinu 2015 með því að slitabú fallinna fjármálafyrirtækja gerðu nauðasamn- inga og gengust undir stöðugleikaskilyrði stjórnvalda. Und- irbúningur stendur yfir að næstu aðgerðum og er stefnt að af- námi fjármagnshafta á næsta ári. Áhrifin af stöðugleikaframlögunum eru verulega jákvæð fyrir ríkissjóð en samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir um 350 milljarða af- gangi á rekstrargrunni á næsta ári. Allt bendir til að bein útgjöld ríkissjóðs vegna falls bank- anna og endurreisnar þeirra verði að fullu endurheimt, þar með talið tap Seðlabanka Íslands sem kallaði á styrkingu eig- infjár hans. Einstakt tækifæri gefst með þessu til að létta mikilli skulda- byrði ríkisins á næstu árum og vandfundin dæmi um jafn kraftmikinn viðsnúning og hraða skuldalækkun og stefnir í hér á landi. Við getum nú sett raunhæf markmið um að rík- issjóður beri engar hreinar skuldir innan 10 ára. Langtímamarkmið í heilbrigðismálum Það hefur tekið okkur tíma að vinna okkur upp úr þeim dal sem árin eftir hrun voru. Þannig höfum við nú loks náð meiri styrk í framlögum til heilbrigðismála en við höfðum fyrir kreppuna og við ætlum okkur að gera enn betur í samstarfi við helstu sérfræðinga okkar á sviði heilbrigðismála. Af tíu stærstu málaflokkunum á fjárlögum 2016 skipa út- gjöld vegna sjúkrahúsþjónustu, málefna aldraðra, örorku og málefna fatlaðs fólks, hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa sér í 2.-6. sæti, alls hátt í 240 milljarðar króna eða um þriðjungur útgjalda rík- isins. Þetta eru miklir fjármunir og brýnt að þeir nýtist sem best þar sem þeirra er mest þörf. Þótt ýmis verkefni séu aðkallandi í náinni framtíð tel ég afar mikilvægt að við horfum til langs tíma og gerum okkur áætlun til næstu áratuga um heilbrigðis- og almannatryggingamál Ís- lendinga. Við eigum að einblína á hvað hver og einn getur gert, en ekki á takmarkanir hans, og endurskoða alla nálgun á skerð- ingar greiðslna frá almannatryggingum vegna atvinnu. Þannig tel ég skynsamlegt að taka upp samtal við fulltrúa vinnumark- aðarins og lífeyrisþega um almennt átak til næstu ára til að auka virkni lífeyrisþega á vinnumarkaði. Þá tel ég skynsamlegt að setja okkur það markmið að draga úr kostnaði vegna lífsstílssjúkdóma með forvörnum og virkni- úrræðum. Þannig verði eftir tuttugu ár hlutfall forvarna af heilbrigðiskostnaði vegna lífsstílssjúkdóma að minnsta kosti 20%. Glæsilegir fulltrúar Árið 2015 verður lengi í minnum haft hjá íþróttaáhuga- mönnum á Íslandi. Árangur landsliða okkar, bæði karla og kvenna, hefur verið ótrúlegur. Þótt við eigum sennilega heims- met í mælingum miðað við höfðatölu verður ekki horft fram hjá því að afrek okkar á íþróttasviðinu eru langt um fram það sem ætlast má til af rúmlega 300.000 manna þjóð. Sama má segja um afreksfólk á ýmsum sviðum menningarlífsins. Við er- um stolt af okkar fólki og megum vera það. Landkynning er ekki orðin tóm og þessir fulltrúar landsins bera hróður þess víða og eiga þannig til að mynda sinn þátt í þeim uppgangi ferðaþjónustunnar sem við höfum orðið vitni að síðustu ár. Með von um gott gengi á öllum sviðum á næsta ári óska ég landsmönnum árs og friðar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Við áramót Einstakt tækifæri gefst með þessu til að létta mikilli skuldabyrði ríkisins á næstu árum og vandfundin dæmi um jafn kraftmikil umskipti og hraða skuldalækkun og stefnir í hér á landi. Við getum nú sett raunhæf markmið um að rík- issjóður beri engar hreinar skuldir innan 10 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.