Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 48
48 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Á rið 2015 reyndist Íslendingum að flestu leyti vel. Þegar litið er yfir liðið ár, eins og tíðkast jafnan um áramót, verður okkur þó hugsað til þeirra sem tekist hafa á við erfiðleika og vonum að úr rætist, eins og kostur er, á nýju ári. Nýtt ár felur í sér ný tækifæri og nýja von. Þá er líka mik- ilvægt að við séum meðvituð um hið góða, það sem hefur þróast í rétta átt, því að það er besta hvatningin til að gera enn betur í framtíðinni og hjálpa þeim sem hjálpina þurfa, hér á landi og annars staðar. Árangurinn er besta hvatningin Árið 2015 hefur sannarlega veitt okkur hvatningu til áfram- haldandi árangurs á komandi árum. Árangur næst með því að fylgja skynsamlegri stefnu og taka réttar ákvarðanir. Þess vegna er svo mikilvægt að við metum hvaða stefna hefur reynst vel og hvaða ákvarðanir hafa orðið til heilla. Þannig getum við gert meira af því sem vel reynist og minna af hinu. En til þess að það sé hægt þarf að viðurkenna árangurinn í stað þess að láta umræðuna alla snúast um þau verkefni sem enn á eftir að leysa og gera þau að ástæðu til að hverfa frá því sem virkar. Vinna ríkisstjórnarinnar undanfarið ár, og reyndar allt þetta kjörtímabil hefur sannarlega skilað árangri. Atvinnuleysi er nú mun minna en í öðrum Evrópulöndum, skuldir heimilanna hafa lækkað um tugi prósenta og hlutfall skulda af ráðstöf- unartekjum er nú töluvert lægra en í mörgum nágrannalönd- um okkar. Verðbólga hefur haldist stöðug og hefur verið minni en nokkru sinni áður á þessari öld. Þrátt fyrir mestu launa- hækkanir um árabil sýna spár að takast muni betur að halda aftur af verðbólgunni á næstu árum en áður hafði verið áætlað. Aukin velferð og aukinn jöfnuður Kaupmáttur, það er að segja velmegun, landsmanna hefur aukist hraðar á undanförnum 30 mánuðum en dæmi eru um á síðari árum í þróuðu samfélagi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa auk þess aukist vegna skattalækkana og afnáms vöru- gjalda og munu hækka enn meira nú um áramót þegar tollar af fjölmörgum vörutegundum verða felldir niður. Enn merkilegra má teljast að á sama tíma og verðmætasköpun eykst hratt með einum mesta hagvexti á Vesturlöndum hefur tekist að verja og auka jöfnuð á Íslandi. Þannig hafa til dæmis laun verkafólks hækkað hlutfallslega meira en laun stjórnenda og annarra tekjuhærri hópa og lífeyrisgreiðslur almannatrygginga og ör- orkubætur hækkað hraðar en laun almennt. Hlutfall fátæktar hefur ekki verið lægra en nú á Íslandi og tekjuskipting er hvergi jafnari. Það er ekki þar með sagt að vandi allra sé leystur. En besta leiðin til að fást við þau úrlausnarefni sem enn bíða okkar er að halda áfram með þeim aðferðum sem hafa virkað. Það væri frá- leitt að gefast upp af því að fullkomnun hefur ekki verið náð og reyna í staðinn aðferðir eða hugmyndafræði sem lofa full- komnu samfélagi. Það eru aðferðir sem hafa oft verið reyndar undir ýmsum nöfnum og í ólíkum búningum en alltaf skilað aft- urför, sérstaklega fyrir þá sem lofað var að verja. Árangurinn dregur fram undantekningarnar Þegar árangur næst á mörgum sviðum beinist athyglin að undantekningunum. Þær vekja meiri athygli en ella einmitt vegna þess að þær skera sig úr en það þýðir um leið að þær eru orðnar viðráðanlegri en áður. Látum það verða okkur hvatn- ingu til að gera enn betur. Látum árangurinn, hið góða, leiða okkur áfram fremur en neikvæðni og svartsýni. Að óttast hið góða Eins undarlegt og það er virðist afmarkaður en hávær hópur fólks eiga erfitt með að sætta sig við góðar fréttir. Jákvæð þró- un vekur hjá honum gremju, hún er litin hornauga og tor- tryggð á allan mögulegan hátt. Þetta er sá hópur fólks sem get- ur ekki sætt sig við að jákvæðir hlutir gerist ef þeir gerast ekki í krafti hinnar einu „réttu“ hugmyndafræði. Lýsandi dæmi um þetta birtist fyrir fáeinum vikum þegar hópi fólks gramdist mjög að Hagstofa Íslands skyldi benda á að engin markverð breyting hefði orðið á hlutfalli Íslendinga, á mismunandi aldursbili, sem fluttu frá landinu árið 2015. Raun- ar reyndist hlutfall brottfluttra undir 40 ára aldri lágt í sam- anburði við liðin ár og áratugi. Áður hafði hinu gagnstæða verið haldið fram og mikið úr því gert. – Loksins var búið að finna eitthvað sem kallast gat nei- kvæð þróun, haldreipi í straumi jákvæðrar þróunar samfélags- ins. Reyndar var alltaf ljóst að mun fleiri hefðu flutt til landsins en frá því árið 2015 en haldreipið fólst í þeirri kenningu að óvenju margir ungir íslenskir ríkisborgarar væru að flytja frá landinu. Þegar Hagstofan birti svo tölfræði sem sýndi hið rétta, tölur sem ættu að hafa verið flestum fagnaðarefni, brást neikvæði hópurinn hinn versti við og gengu sumir jafnvel svo langt að ráðast á Hagstofuna fyrir það eitt að birta tölfræðilegar stað- reyndir. Stofnunin var sökuð um að hafa falsað tölurnar og það hlyti hún að hafa gert vegna pólitísks þrýstings. Svo langt voru sumir til í að ganga til að verja hina neikvæðu heimsmynd sína að þeir voru tilbúnir til að beita embættismenn ógnunum, - embættismenn hjá stofnun sem birtir tölfræði. Þar skyldu menn búast við árásum ef birtar yrðu tölur sem ekki féllu að hinni dökku heimsmynd. Stígum öll úr skugganum Við þurfum, sem samfélag að komast úr skugga neikvæðni og niðurrifs í öllum sínum myndum. Við þurfum að læra að meta þau gæði sem við búum við og þann árangur sem við höf- um náð og láta það verða okkur hvatningu til að gera enn bet- ur. Þeir sem stundum eru kallaðir hinn þögli meirihluti verða að þora að láta ljós sitt skína og óttast ekki hramm nátttröll- anna. Þau þrífast bara í myrkri. Upplýsta umræðu þola þau ekki. Óttumst ekki myrkrið því það er bjart framundan. Það þýðir ekki að við getum leyft okkur að vera værukær og líta á hluti sem sjálfgefna. Þvert á móti þurfum við að gera okkur ljóst að árangur okkar, staða okkar nú og framtíðarhorfur eru ekki sjálfgefnar. Árangurinn varð til með menningu, hugarfari og atorkusemi liðinna kynslóða og arftaka þeirra. Við þurfum líka að vera meðvituð um mikilvægi þeirra gömlu sanninda að ganga skuli hægt um gleðinnar dyr. Nú þurfa landsmenn að standa saman við að verja árangurinn og taka skynsamlegar ákvarðanir með langtímaávinning að leiðarljósi. Við erum vel búin undir framtíðina Sá árangur sem þegar hefur náðst við að vinna á skulda- vanda íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs mun bæta stöðu samfélagsins til langs tíma. Aðgerðir vegna uppgjörs slitabúa bankanna og losunar fjármagnshafta, stærstu efna- hagsaðgerðar Íslandssögunnar, hafa þegar skilað miklum ár- angri og vakið athygli víða um heim. Sá árangur mun birtast enn frekar á nýja árinu og komandi árum og áratugum, og gera okkur vel í stakk búin til að takast á við áskoranir framtíð- arinnar, hvort sem þær felast í uppbyggingu heilbrigðiskerf- isins, bættum innviðum um allt land eða áframhaldandi aukinni velmegun allra hópa samfélagsins. Þessar aðgerðir og ótal margar fleiri hafa gert íslenskt sam- félag vel í stakk búið til að nýta tækifæri ársins 2016 og þeirra sem á eftir koma. En árangurinn veltur á því að við stöndum saman um að forðast hætturnar og nýta úrræðin. Árangurinn veltur líka á því að við höldum okkur við þær leiðir sem virka. Samfélög búa yfir miklu afli sem nýta má vel eða illa. Forðumst hinar myrku hliðar þess afls og nýtum björtu hliðarnar til hins ýtrasta. Þær eru sterkari og skila meiri árangri fyrir alla. Það er bjart yfir íslensku samfélagi. Vinnum saman í þeirri birtu á nýju ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Trúin á hið góða Morgunblaðið/Árni Sæberg Við þurfum, sem samfélag að komast úr skugga neikvæðni og niðurrifs í öllum sínum myndum. Við þurfum að læra að meta þau gæði sem við búum við og þann árangur sem við höfum náð og láta það verða okkur hvatningu til að gera enn betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.