Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 28.10 | Höskuldur H. Þórhallsson Norðurlönd og alþjóðamálin Nærsvæði Norðurlanda eru ekki bara í austri heldur líka í norðri og vestri. Norðurslóðir skipa æ stærri sess í starfi Norðurlandaráðs. 30.10 | Bragi Guðbrandsson Barnahús og frumkvöðlastarf Þannig er verjanda sakborn- ings gefinn kostur á að fylgj- ast með skýrslugjöfinni ásamt fulltrúum þeirra stofn- ana sem að málinu koma, sem og réttargæslumanni barns. 31.10 | Þorkell Á. Jóhannsson Frétt Stöðvar 2 um neyðarbrautina leiðrétt Hinar röngu fullyrðingar fréttamanns Stöðvar tvö, um að flugbraut 06/24 sé ekki neyðarbraut og að hún sé ekki í notkun, leiðréttast hér með. Góðfúslega. 2.11 | Meyvant Þórólfsson Samræmt námsmat við lok skyldunáms Yfirborðskennd umræða um að tilteknir framhaldsskólar vilji til dæmis fleyta rjómann ofan af, er bjöguð að mati undirritaðs. 3.11 | Halldór Sigurðsson Eiturlyfja-vandamál á Íslandi Flest þeirra lyfja sem eitur- lyfjaneytendur nota eru notuð innan heilbrigðiskerfisins. Og út um allt land eru heilbrigð- isstöðvar og/eða spítalar. 4.11 | Hjálmar Magnússon Þjóðsöngurinn okkar Alveg getur verið að skáldið sé með lýsingu sinni á smá- blóminu að vísa í hið mann- lega smáblóm því vissulega er ferill mannsins ekki ólíkur ferli smáblómsins þó í annarri mynd sé. 5.11 | Jóhann Unnsteinsson Alþjóðlegir endurskoðunar- staðlar og gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda Hvet ég alla endurskoðendur til að hafa heildarhagsmuni stéttarinnar og notenda reikningsskila að leiðarljósi og taka höndum saman til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað teljist vera góð endurskoðunarvenja. 6.11 | Rakel Þorbergsdóttir 54-25 RÚV í vil? "Sú talnaleikfimi sem boðið er upp á í RÚV-skýrslunni um stöðugildi frétta- manna getur ekki talist boð- leg nálgun faglegrar nefndar. Það erekkert leyndarmál að fleiri fréttamennstarfa á RÚV en á 365 og ættiekki að koma neinum á óvart." 7.11 | Ásgeir Ingvarsson Réttur eiginmaður með rangt vegabréf Ef ég væri franskur, belg- ískur, hollenskur, portúgalsk- ur, eða ítalskur væri þetta ekki vandamál. Þá væri Yo- ussef búinn að fá, eða væri við það að fá, sama ríkisborgararétt og ég. 9.11 | Elín Hirst RÚV á villigötum í breyttum heimi Okkur þykir vænt um þessa stofnun sem hefur fylgt þjóð- inni og verið henni dægra- dvöl frá 1930. En nú er breyt- inga þörf. 10.11 | Þórir Stephensen Hverjum heyrir sökin á Landspítalanum? Því að spítalanum er haldið í fjársvelti. Alþingi neitar að greiða það fé, sem spítalinn sýnir með rökum, að hann þarf. Frá því hefur verið sagt, að mikil þröng hafi verið í kringum sjúk- linginn. Okkar gamli spítali býður ekki upp á mannsæmandi aðstæður, hvorki fyrir starfsfólk sitt né sjúklinga. 11.11 | Jón Ívar Einarsson Heilbrigðismál að hengja bakara fyrir smið Gengið hefur verið of langt í niðurskurði til heilbrigðismála. Endurskipulagningar er þörf þar sem minni inngrip eru færð út fyrir veggi Landspít- ala. 12.11 | Arngrímur B. Jóhannsson Arctic Circle Vettvangur umræðu um alþjóðamál Ráðstefnudagarnir leiddu í ljós, svo ekki verður um villst, hversu góð hugmynd Ólafs Ragnars Grímssonar er í raun. 13.11 | Gunnlaugur S. Stefánsson Hvað á að aðskilja? Ef til vill hafa ungir sjálfstæð- ismenn haft það í huga um aðskilnað ríkis og kirkju og yrði þá stærsta þjóð- nýting sem fram hefur farið á Ís- landi. 14.11 | Geir Jón Þórisson Biblían er handbókin mín Þá fór ég að lesa meira og drakk í mig orð Guðs sem hefur reynst mér notadrjúgt og heilnæmt fram á þennan dag. 16.11 | Birgir Loftsson Endurreisn Varnarmálastofn- unar og sjálfstæð utanrík- isstefna á sviði varnarmála Íslendingum ber að reka sjálfstæða utanríkisstefnu á sviði varnarmála og endur- skoða verður afnám Varn- armálastofnunar. 17.11| Björn Matthíasson Peningamálastefna Seðlabankans Alþingi þarf að athuga sinn gang, aðskilja innlánsstofn- anir frá fjárfestingarstofn- unum og koma á vaxtamun- arskatti. 18.11 | Jón Þór Kristjánsson Bólumyndun á námslánamarkaði Ef stjórnvöld vilja stuðla að því að íslenskir námsmenn nái sér í menntun og reynslu á erlendum vettvangi, þá verður að búa til betri um- gjörð en þá sem nú er við lýði. Í því sam- hengi er nauðsynlegt að endurskoða námslánakerfið. 19.11 | Illugi Gunnarsson Ríkisútvarpið á tímamótum Að mínu mati er löngu orðið tímabært að taka ákvörðun um að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. 20.11 | Páll Steingrímsson Notum orkuna sjálf Stór hluti gjaldeyristekna Ís- lendinga kemur enn af sjáv- arafurðum. Það á heita að þjóðin eigi þessi verðmæti. Þegar kemur að rekstri og arði í útveginum verður annað uppi á ten- ingnum. 21.11 | Örn D. Jónsson og Bjarni Frímann Karlsson Annarra manna fé Landsvirkjun hefur um langa hríð fengið að hegða sér eins og ríki í ríkinu. Nú er engu líkara en hún búi ekki lengur í sama heimi og fólkið í landinu. 23.11 | Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Neyðarbrautin og flugöryggi Það hefur enn ekki verið sýnt fram á það að hægt sé að loka flugbrautinni þannig að það komi ekki niður á flug- öryggi. 24.11 | Sigurður Sigurðsson Hættuleg innihaldsefni í húð og snyrtivörum Miðað við mikla aukningu á krabbameini þá virðist manni að eiturefnaviðvaranir á húð- og snyrtivörum mættu vera meiri og eftirlitið skilvirkara. 25.11 | Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Áskorun til Alþingis Ekki er nóg að ráðherrar vitni sífellt til þess þegar spurt er um hækkun ellilífeyris að nefnd sé að störfum. 26.11 | Davíð Garðarsson Hrákasmíð á Alþingi Dómarafélag Íslands hefur í athugasemdum sínum til Al- þingis lagst gegn, og varað við, útvíkkun heimilda fang- elsisyfirvalda til fullnustu refsidóma. 28.11 | Sveinn Rúnar Hauksson Alþjóðleg samstaða með Palestínu Tökum undir réttmætar kröf- ur palestínsku þjóðarinnar fyrir frelsi og sjálfstæði, rétt- látum friði og mannrétt- indum. 30.11 | Sighvatur Björgvinsson Er orðið ekki frjálst forsetanum? Má þjóðhöfðingi í slíku ríki ekki tjá skoðanir sínar svo lengi sem hann gerir það með hófstilltum hætti og án stóryrða? 1.12 | Einar Þór Jónsson Bjartari horfur fyrir HIV-já- kvæða fólk á lyfjum smitar ekki Það hafði gríðarlega mikið að segja þegar Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin gaf formlega út yfirlýsingu þess efnis að HIV- jákvæð sem eru á lyfja- meðferð væru ekki smitandi. 2.12| Guðmundur Sigurður Jóhannsson Rökvilla og rugl Og það deyr enginn úr áfeng- is- og lyfjafíkn heldur úr sjúk- dómum eða eitrun sem hún getur boðið heim, ef eftir henni er látið, einkum ef það er gert í miklum mæli. 3.12 | Þórunn Sveinbjörnsdóttir Eru 40.000 kjósendur ekki taldir með? Eldri borgarar lesa blöðin og vita að flokkarnir lofa og lofa. Því er mikilvægt að minna forystuna á gefin loforð og munu menn verða minntir á að allir eru mikilvægir á öllum aldurs- skeiðum fyrir stjórnmálaflokkana. 4.12 | Sigurður Oddsson Spítali handan við hornið? Geti Alþingi ekki leiðrétt staðarval sitt, þá er eina von- in að Píratarnir fái nægilegt fylgi til að koma á þjóð- ar- atkvæðagreiðslum um mál sem þetta. 5.12 | Borgar Þór Einarsson Ábyrgðarlaus í óhreinum sokkum Þótt Seðlabankastjóri hafi beitt fyrir sig fremur óvæntri röksemdafærslu í fram- angreindum útvarpsþætti þess efnis að umboðsmaður Alþingis væri ekki óskeikull þá verður ekki séð að bankastjórinn geti flúið þessa al- varlegu gagnrýni. 7.12 | Pétur Hafstein Löglaus krafa á hendur þjóðkirkjunni Það er grundvallaratriði samningaréttar og raunar allrar réttarskipunar í landinu að samninga beri að virða. Kirkjujarðasamkomulagið frá 1997 fól í sér fullnaðaruppgjör vegna þeirra verðmæta sem þjóðkirkjan lét rík- inu þá í té. 8.12| Helgi Þór Ingason og Sigurður Ragnarsson Verkefnastjórnun alls staðar líka á Alþingi Eða er ástæðan menningarleg; að vaninn er að karpa endalaust og persónugera ágreining okkar og fjölmiðlar nærast á að draga fram ósætti og sundrungu og þann- ig festa umræðuna í vítahring sem erfitt er að brjótast úr? 9.12 | Tómas Guðbjartsson Að skreyta sig með annarra manna fjöðrum Nýjustu fjaðrir Landspítalans eru því á kostnað einkaaðila en ekki hins opinbera jafnvel þótt Vigdís og Guðlaugur Þór reyni að telja fólki trú um annað. 11.12 | Eygló Egilsdóttir Jafnvægi með jóga Það er indverskt spakmæli sem segir að þegar við erum tímabundin ættum við að verja tvöfalt meiri tíma til hugleiðslu og íhugunar 12.12 | Vilhjálmur Árnason Reynslan lofar aðkomu einka- aðila að rekstri flugstöðva Sé litið til Evrópu sýnir reynslan að aðkoma einka- aðila ýtir undir fjölgun af- leiddra starfa í formi þjón- ustu í og við flugvelli. 15.12 | Marta Guðjónsdóttir Stelpur stjórna Ingibjörg H. Bjarnason sat á Alþingi 1923-1930 og var 2. varaforseti Efri deildar. Hún var öflugur þingmaður og notaði þann tíma vel sem hún sat á þingi. 16.12| Kristinn Steinn Traustason Mikil fjölgun íbúa í Úlfarsárdal Það er ljóst að það tekur mörg ár að ganga frá skipu- lagi og hefja uppbyggingu á þeim fjölmörgu þétting- arreitum sem fyrirhugað er að byggist upp á næstu árum. 18.12| Guðmundur Guðbjarnason Ógnar réttarkerfið réttarríkinu? Þá var það mín staðfasta trú sem embættismaður ríkisins allt mitt líf að dómstólarnir myndu standa í fæturna á sama tíma og beitt var ólög- mætum aðgerðum. 19.12| Viðar Garðarsson Opið bréf til forstjóra Landsvirkjunar Gríðarlegar lækkanir á orku- verði, þ.m.t. raforkuverði, hafa verið um allan heim, nema á Íslandi. Mín skoðun er að þú sért að verðleggja Landsvirkjun út af orkumarkaði. 21.12| Bjarni Randver Sigurvinsson Óþol í Langholtsskóla Þórarinn mildar þetta lítillega en sama andtrúarbragðaboð- unin er þó enn til staðar: Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til, aðeins jörð og him- inn, það er auðvelt ef ég vil." 22.12| Kolbeinn Árnason Miklu til kostað án sjáanlegs ávinnings Afleiðingar stuðningsyfirlýs- ingar Íslands eru hins vegar þær að Rússar hafa svarað fyrir sig með banni á inn- flutningi matvæla. 23.12| Sigurður Jónsson Sparkað í stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins Ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að óska eftir stuðningi eldri borgara landsins í kosn- ingum verður flokkurinn að hugsa sinn gang. Eldri borg- arar geta ekki endalaust látið sparka í sig. 24.12| Magnús Hlynur Hreiðarsson Takk fyrir mig Á deildinni sem ég lá á, 12E, var mikið álag á starfsfólki, það hljóp um ganginn til að sinna misveikum sjúklingum. 28.12| Arnþór Jónsson Farsæl stefna í meðferð- armálum ber ávöxt Sú leið sem farin hefur verið í heilbrigðisþjónustu við áfengis- og vímuefnaneyt- endur hér á landi hefur reynst farsæl fyrir íslensku þjóðina. 29.12| Geir Ágústsson Ríkisstjórnin sem gleymdist Megi þeir þá sjá eftir því að hafa ekki tekið upp hina póli- tísku sveðju og beitt henni á ofvaxið ríkisbáknið, pólitíska sérhagsmuni, lamandi skatt- kerfið og þrúgandi regluverkið. Megi þeir þá sjá á eftir töpuðum árum sem fóru að mestu leyti í að forðast óþægilegar fyrir- sagnir á vinstrifjölmiðlunum. Morgunblaðið/Eggert Hjúkrunarfræðingar Talsverð umræða var um stöðu íslenska heilbrigðiskerfið í lok ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.