Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Augnhvílan Margnota augnhitapoki Fæst í helstu apótekum og Eyesland Gleraugnaverslun, Glæsibæ Ef augnhvílan er notuð tvisvar á dag með reglulegu millibili hefur hún jafnan jákvæð áhrif á hvarmabólgu (Blepharitis), vanstarfsemi í fitukirtlum, augnþurrk, vogris, augnhvarma- blöðrur og rósroða í hvörmum/augnlokum. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Veðurfyrirbærið El Niño er farið að láta á sér kræla að nýju, er óvenju öflugt að þessu sinni og líklegt er að það auki hættuna á hungursneyðum og farsóttum sem gætu ógnað millj- ónum manna á árinu sem er að ganga í garð, að sögn hjálparstofn- ana. Talið er að El Niño auki hættuna á þurrkum í sumum löndum, svo sem við vesturströnd Ameríkuríkja, en auki líkurnar á meiri úrkomu og flóðum á öðrum svæðum í heiminum, til að mynda í Ástralíu og Suðaust- ur-Asíu. Talið er að áhrif El Niño verði alvarlegust í Afríkulöndum þar sem búist er við matvælaskorti sem nái hámarki í febrúar, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Óttast er að Karíbaeyjar og lönd í Mið- og Suður-Ameríku verði einnig fyrir barðinu á El Niño næsta hálfa árið. „Þetta er líklega öflugasti El Niño á síðustu hundrað árum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Jerome Lecou, loftslagssérfræðingi við frönsku veðurstofuna. Hann bætti þó við að hafa þyrfti í huga að ná- kvæmar mælingar á fyrirbærinu hefðu ekki hafist fyrr en um miðja öldina sem leið. Fréttavefur BBC hefur eftir Nick Klingaman, loftslagssérfræðingi við Reading-háskóla, að sumar mæling- ar bendi til þess að El Niño sé þegar orðið öflugra en nokkru sinni fyrr frá því að mælingarnar hófust. „Það ræðst af því hvernig þetta er mælt. Í mörgum hitabeltislöndum hefur úr- koman minnkað um 20-30%. Í Indónesíu hafa orðið alvarlegir þurrkar; monsúnvindarnir yfir Ind- landshafi hafa verið um 15% undir meðaltali og í Brasilíu og Ástralíu er útlit fyrir að misserisvindarnir minnki.“ Klingaman skírskotaði til stað- vinda yfir Indlandshafi og Suður- Asíu sem blása úr suðvestri mán- uðina apríl til október og úr norð- austri það sem eftir er ársins. Regntímabil sem stendur meðan monsúnvindurinn blæs úr suðvestri hefur mikla þýðingu fyrir upp- skeruna í Suður- og Suðaustur-Asíu. Hjálparstofnanir hafa áhyggjur af því að þurrkar sem fylgja El Niño geti leitt til aukins matvælaskorts og jafnvel hungursneyða í fátækum löndum. Talið er að allt að 31 milljón manna kunni að líða skort á mat- vælum í Afríku á næsta ári, talsvert fleiri en í fyrra. Um þriðjungur þeirra býr í Eþíópíu þar sem 10,2 milljónir manna gætu þurft að fá matvælaaðstoð á næsta ári, að sögn hjálparsamtaka. Hungur og hærra matvælaverð Oxfam og fleiri hjálparsamtök telja líklegt að matvælaskorturinn nái hámarki í sunnanverðri Afríku í febrúar. Talið er að í Malaví þurfi nær þrjár milljónir manna á mat- vælaaðstoð að halda á fyrsta fjórð- ungi næsta árs. Um tvær milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á þurrkum eða flóðum í Gvatemala, Hondúras, El Salvador og Níkaragva. Spáð er áframhaldandi flóðum í austanverðri Mið-Ameríku í janúar. Veðurfyrirbærið hefur minni áhrif í þróuðum iðnríkjum en gæti leitt til hærra matvælaverðs á heimsmark- aði. Klingaman segir að El Niño hafi oft orðið til þess að verð aðalfram- leiðsluvara í landbúnaði hafi hækkað um 5-10% og líklegt sé að vörur á borð við hrísgrjón, kaffi, kakó og sykur hækki mest í verði. Hugtakið El Niño er notað yfir hlýjan sjávarstraum sem fer austur um Kyrrahaf, stundum til stranda Perú. Aðaleinkenni El Niño er að yfirborðssjórinn verður óvenjuhlýr á mjóu belti við miðbaug í Kyrrahafi, stundum frá Indónesíu austur að Perú, Ekvador og nyrsta hluta Síle. Beltið er um helmingi stærra en Bandaríkin og yfirborðssjórinn get- ur hlýnað um 1-3 gráður. Hlýinda- skeiðið verður oft fjórða til sjötta hvert ár. Algengt er að það hefjist um jólaleytið og heiti veðurfyrir- bærisins er dregið af því að nafnið El Niño getur þýtt jesúbarnið á spænsku. Þegar El Niño nær sér á strik hlýna um 15% af yfirborði jarð- ar en veðurfræðingar segja að erfitt sé að greina áhrif fyrirbærisins á veðurfar á Íslandi. Aðrir þættir eru taldir hafa meiri áhrif á veðurfarið hér, til dæmis sjávarhiti og lega helstu veðurkerfa. Gæti valdið hörmungum á nýja árinu Veðurfyrirbærið hefur orðið öflugra á síðustu fimmtán árum Heimildir: NASA,WMO, Oxfam El Niño gæti valdið miklu tjóni á næsta ári Myndir: NASA/JPL-Caltech Hlýr sjávar- straumur frá Kyrrahafi -180 -120 -60 60 120 1800 1997 7. desember 2015 6. desember Suðaustur-Asíu og Afríku, magnar storma í austur- og miðhluta Kyrrahafsins Er í hámarki í október til janúar en varir yfirleitt lengur hefur valdið þurrkum í 21.700manns létu lífið 117,8milljónir urðu fyrir einhvers konar skaða 4,8milljónir manna misstu heimili sitt. Eignatjónið í 27 löndummetið á jafnvirði 4.300 milljarða króna 40 til 50milljónir manna gætu orðið fyrir barðinu á El Niño sem gæti m.a. valdið hungursneyðum, farsóttum og þurrkum Sjávarmál í millimetrum Mikil flóð í Suður-Ameríku Lönd sem talin eru í mestri hættu: Papúa Nýja-Gínea, Eþíópía, Malaví, Haítí, Hondúras Frá gervi- hnettinum Topex-Poseidon Frá gervi- hnettinum Jason-2 Tjón á árunum 1997-1998 Spá um áhrif El Niño á næsta ári (Oxfam)  Óttast er að El Niño stuðli að matvælaskorti og hungursneyðum AFP Flýja flóð Kona veður flóðvatn með barn í fanginu í Entre Rios-héraði í Argentínu. Yfirvöld segja að a.m.k. 160.000 manns hafi þurft að flýja heimkynni sín í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ vegna flóða sem rakin eru til El Niño. Hlýjasta ár sögunnar » Franski loftslagssérfræðing- urinn Jerome Lecou segir að veðurfyrirbærið El Niño sé nú öflugra en nokkru sinni fyrr frá því að mælingar hófust, bæði hvað varðar hlýnun yfirborðs sjávar og stærð svæðins sem fyrirbærið nær til. » El Niño stuðlaði mögulega að því að árið sem er að líða stefnir í að verða það hlýjasta í sögunni. Einnig er talið hugsanlegt að hlýnun jarðar hafi gert El Niño öflugra en áð- ur, að sögn Michels Jarrauds, framkvæmdastjóra Alþjóða- veðurfræðistofnunarinnar. Rannsókn vísindamanna við Kali- forníuháskóla bendir til þess léttvín innihaldi oft meira alkóhól en sagt er á merkimiðum á vínflöskunum. Þeir segja að þetta geti stefnt heilsu neyt- enda í hættu og aukið líkurnar á því að fólk setjist undir stýri með meira áfengismagn í blóðinu en leyfilegt er. Vísindamennirnir tóku sýni úr nær 100.000 léttvínsflöskum og komust að því að í nær 60% tilvikanna var áfengismagnið að meðaltali 0,42 pró- sentustigum meira en sagt var á merkimiðunum. Þeir segja að svo virðist sem framleiðendur geri sér grein fyrir skekkjunum þar sem nokkrir þeirra hafi viðurkennt að upplýsingum um alkóhólprósentuna sé breytt í samræmi við hugmyndir neytendanna um hversu sterkt áfeng- ið eigi að vera. Rannsóknin bendir til þess að munurinn á auglýstri og raunveru- legri alkóhólprósentu sé mestur í rauðvíni frá Síle og Spáni. Munurinn reyndist einnig vera mikill í hvítvíni frá Síle og Bandaríkjunum. „Misræmi upp á 0,4 prósentustig virðist ef til vill ekki vera mikið þegar alkóhólmagn vínsins er 13,6% en jafn- vel skekkja af þeirri stærð getur orð- ið til þess að neytendurnir vanmeti áfengismagnið sem þeir neyta þannig að það geti haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu þeirra og akstursöryggi,“ hefur The Telegraph eftir einum vís- indamannanna, prófessornum Julian Alston. „Í sumum tilvikum er mis- ræmið miklu meira en í meðaltalinu.“ Léttvínið ekki alltaf eins létt og framleiðendurnir segja  Inniheldur oft meira alkóhól en sagt er á flöskumiðunum Morgunblaðið/Heiddi Of sterkt? Upplýsingarnar á flösku- miðunum eru ekki alltaf réttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.