Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 59
Nei, aldrei aftur 2000%
verðbólgu og 1% kaupmátt-
araukningu, eins og var á 20
ára tímabilinu 1970 til 1990
23.6. | Sigurður Ingi Friðleifsson
Olíublauta auðlindin mín
Útgerðarfyrirtæki verða að
sýna ábyrgð og styðja við
þróun á nýju eldsneyti frekar
en að sitja bara á kantinum
og bíða eftir töfralausnum.
24.6. | Guðlaugur Þór Þórðarson
Bankahroki
Afstaða bankanna einkennist
af hroka og virðingarleysi fyr-
ir hagsmunum almennings.
Skattgreiðendur eiga betra
skilið.
26.6. | Sigurbjörn Sveinsson
Þjóð á hreyfingu
Vísindi síðari ára benda hins
vegar í æ ríkara mæli til mik-
ilvægis hreyfingar við fyr-
irbyggjandi heilsuvernd.
29.6 | Margrét Sanders og
Andrés Magnússon
Einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu hefur reynst vel
Hvorki einka-
rekstur né op-
inber rekstur er
hafinn yfir
gagnrýni, um-
ræðan um þessi mál verður hins vegar að
vera málefnaleg.
30.6 | Páll Bergþórsson
Vítahringir íssins í Norðurhafi
Tími getur verið kominn til
náttúrulegrar kælingar víta-
hringsins í áratugi, jafnvel
svo að vegi á móti jarð-
arhlýnun.
UMRÆÐAN 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015
1.7 | María Anna Þorsteinsdóttir
Hvenær læra þau fyrir skólann?
Í nágrannalöndum okkar fell-
ur enginn kostnaður vegna
framhaldsskólanáms á nem-
endur heldur kostar ríkið
námið.Verður það einnig hér?
2.7 | Guðmundur Þorgeirsson
Staðsetning
háskólasjúkrahúss
Aftur komu erlendir sérfræð-
ingar að málinu og sá mögu-
leiki skoðaður að byggja ekki
heldur búa í aðalatriðum við
óbreyttan húsakost.
3.7 | Gunnar Andri Sigtryggsson
Lögreglumenn vilja fá
rafbyssur til að verja sig
Ég lít svo á að lögreglumaður verði að vera
starfi sínu vaxinn. Lög-
reglumenn verða að hafa lík-
amlega burði til að sinna svo
vandasömu starfi sem raunin
er.
4.7 | Vigdís Hauksdóttir
Skítug orka og
aflátsbréf ESB
Þannig eru raforkusalar hér á
landi að neyða framleiðendur
til að kaupa sig frá skítugum
orkuaflátsbréfum til að geta
vottað vöru sína græna.
7.7 | Jóhannes Loftsson
Rögnuskýrsla ótrúverðug vegna
ólöglegra reikniskekkja
Grunnforsendur Rögnu-
skýrslu standast engan veg-
inn, því að allir flugvallarkost-
irnir sem eru
kostnaðarreiknaðir eru
tveggja brauta og því líklega ólöglegir.
8.7 | Helgi Hjálmarsson
Útvarpshúsið
Þar sem ég hef taugar til Út-
varpshússins og þess rekst-
urs, sem þar fer fram, mælist
ég til að svæðinu sunnan
hússins við Bústaðaveg og
við Efstaleiti verði hlíft
9.7 | Pálmi Stefánsson
Er kjöt- eða fiskát
hollt eldra fólki?
Kjöt og fiskur inniheldur lítið
af kalki og járni auk þess sem
fitan myndar eiturefni við t.d.
grillun. Ofneysla veldur fyrr
eða síðar heilsutjóni.
10.7 | Þorsteinn Sæmundsson
Er kaupmönnum
treystandi?
Það er verðugt verkefni versl-
unar, samtaka launafólks,
neytendasamtaka og stjórn-
valda. Þá verður máski
möguleiki að varpa ljósi á
verðmyndun á Íslandi að einhverju leyti.
11.7 | Gunnar Kristjánsson
Lífríki og lífsstíll
En vandinn snýr einnig að
menningu sem metur lítils
fegurð náttúrunnar og þar
með gildi hennar eins og hún
er í sjálfri sér.
14.7 | Elías Elíasson
Sviðsmynd Landsvirkjunar
og sæstrengsumræðan
Bæði vindmyllur og stækk-
anir eldri virkjana gefa af sér
ótrygga orku og þegar mögu-
legar bilanir eins sæstrengs
eru teknar með, þá verður af-
hendingin enn ótryggari.
17.7 | Vilhjálmur Bjarnason
Skálholt er meira en minningin
og hærra en sagan
Einn var sá draumur sem
menn vildu sjá rætast en það
var endurreisn Skálholts-
staðar. Í Skálholti var fólgin
mikil saga kirkju og stjórn-
sýslu.
18.7 | Sigríður Snæbjörnsdóttir
Tímamót í heilbrigðisþjónustu
Óhætt er að fullyrða að
reynsla þeirra lækna sem
starfa á Klíníkinni er al-
þjóðleg, bæði skurðlækna og
svæfingalækna.
21.7 | Jón Steinar Gunnlaugsson
Dómari óskast
Þeir sem rétturinn hefur valið
síðustu árin og komið hafa
inn sem nýir dómarar hafa
sýnt sig í að lúta þessu
vinnulagi. Allir sæmilega
þenkjandi menn, sem hafa fylgst með
þessu, hafa séð árangurinn.
24.7 | Friðrik Daníelsson
Rússagrýlan vakin
upp frá dauðum
Upplausnaröflunum og er-
indrekum ESB, NATO og
Bandaríkjanna tókst að
flæma löglega stjórn Úkraínu
frá völdum.
25.7 | Guðni Ágústsson
Ferðamennirnir eru
ekki sökudólgarnir
Það þarf líka stefnu til að
dreifa mannfjöldanum og
skipuleggja ferðirnar um
landið, vegakerfið er veikt,
þar er víða þörf úrbóta.
27.7 | Ögmundur Jónasson
Gefið fyrir markið
Mér finnst ekki koma til
greina að ein einasta króna
fari til þess að búa til kerfi
mismununar eins og einka-
væddur sjúkrahúsrekstur á
endanum gerir.
28.7 | Steinunn Jóhannesdóttir
Minningin og sagan
í Skálholti
Flest er breytt í Skálholti frá
því að Ragnheiður og Daði
gáfu sig ástinni á vald nokkra
ljósa sumardaga árið 1661,
flest nema víður og fagur
fjallahringurinn sem blasir við frá stein-
inum hennar. Flest breytt nema fegurðin
og mannlegt eðli
29.7 | Óli Björn Kárason
Ögmundar-mantra
við innanmeinum í VG
Stundum skrifar hann til
heimabrúks fyrir félaga sína og
skoðanasystkini. Skrif af því
tagi eru eðlileg og oft nauðsyn-
leg í innanflokksátökum.
30.7 | Páll Torfi Önundarson
Hörpuborg eða Hörputorg?
Ég er talsmaður þess að reist
verði hótel við Hörpu á norð-
vesturbakka lóðarinnar en til-
laga mín er sú að ekki verði
byggt austanvert á lóðinni frá
Hörpu að Lækjartorgi og að svarta húsið á
Lækjartorgi verði rifið
31.7 | Gunnar Kristinn Þórðarson
Fjárreiður Innheimtu-
stofnunar og fjárreiður
meðlagsgreiðenda
Ef stjórnvöld ætla að brjóta
lög og velsæmi á tilteknum
þjóðfélagshópi, er betra að
þau séu ekki sjálf með allt
niður um sig.
1.8 | Jens Garðar Helgason
Vinsamleg samskipti
við Rússland
Ísland hefur átt langt og far-
sælt viðskiptasamband við
Rússland. Sú langa saga stóð
órofin þótt kalt stríð geisaði
um áratuga skeið og bandarísk herstöð
hafi verið staðsett á Miðnesheiði.
4.8 | Erling Garðar Jónasson
Aldraðir verða að
eignast vildarvini
Það má með sanni segja að
Alþýðusambönd landsmanna
og lífeyrissjóðir hafi vísað á
dyr öllum væntingum hinna
vinnandi stétta eftir vinnulok
og gera enn.
5.8 | Helgi Seljan
Horfa skal til skuggahliðanna
Mér eru þó meira í hug öll
þau skelfilegu áhrif sem
þessi gleðigjafi hefur í sam-
félagi okkar, þau óafturkrefj-
anlegu mein sem hann skap-
ar í öllum áttum.
6.8 | Viktor Stefánsson
Evrópuandúð og Rússagull?
Hvernig getur núverandi
þingmaður okkar og fyrrum
ráðherra haldið því fram með
góðri samvisku að Íslend-
ingar eigi ekki í útistöðum við
Rússa?
7.8 | Páll Jóhann Pálsson
Á bjargi byggði hygginn
maður hús, á sandi byggði
Faxaflóamódelið hefur reynst
vel og því spyr ég hvort ekki
megi skoða þann möguleika
að taka Þorlákshöfn og hafn-
ir á Reykjanesi inn í Faxaflóa-
hafnir.
8.8 | Jón Bjarnason
Sýnum sjálfstæði
í utanríkismálum
Almennar viðskiptaþvinganir
eru stórpólitísk aðgerð. Ut-
anríkisráðherra Íslands verð-
ur að hafa skýrt umboð, taki
hann þátt í slíku.
10.8 | Egill Þór Níelsson og
Helgi Már Jósepsson
Fríverslunarsamningur við Kína:
Vannýtt tækifæri eða hæg framför
Ísland varð
fyrst Evr-
ópuríkja til að
undirrita frí-
verslunarsamn-
ing við Kína. Það er í okkar höndum hvort
hann reynist happafengur eða glatað
tækifæri.
12.8 | Stefanía Jónasdóttir
Forréttindi og fleira
Flóttafólk fær íbúðir, mat og
læknisþjónustu og er það vel,
en hvað með landsmenn sem
lifa við skort og hafa sett fé í
velferðarkerfið okkar?
13.8 | Sturla Kristjánsson
Lestrarkennsla
Það gengur aldrei upp að
kenna nemendum fæddum á
sama ári sömu hluti á sama
tíma með sömu aðferðum og
ætlast til þess að allir skili
sama árangri!
14.8 | Ómar G. Jónsson
Hugleiðingar um ferðamál og
umhverfi Þingvallavatns
Vonandi fara flestir að sett-
um reglum við vatnið, t.d.
varðandi báta, því á ísköldu
vatninu geta skapast hættu-
legar aðstæður án minnsta
fyrirvara.
15.8 | Reynir Arngrímsson
Landspítalinn sjúkrahús
og háskóli
Árið 2014 voru 1.605 nemar
við nám á spítalanum. Þeir
mega ekki gleymast þegar
hugað er að húsnæði spít-
alans og skipulagi.
17.8 | Bragi Jósepsson
Skólamál: Hvað höfum við lært?
Það er skoðun mín að alvarlegustu og
langvinnustu mistök skólakerfisins frá
upphafi séu þau að hafa klúðrað kennslu-
úrræðum fyrir seinþroska
börn með því að álíta að þar
væri um greindarskort að
ræða.
18.8 | Þorsteinn Sæmundsson
Hugleiðingar um Hiroshima
Sumir þeirra friðarsinna sem
fordæma kjarnorkuárásirnar
hafa annað í huga. Þeir vilja
nota tækifærið til að sverta
Bandaríkjamenn, einu þjóð-
ina sem hafi beitt þessu ægilega vopni.
19.8 | Jóhannes Ingi Kolbeinsson
Óhæfir stjórnendur
banka og kortafyrirtækja
Brot fyrirtækjanna fólust í að
kortafyrirtækin Valitor og
Borgun gátu í skjóli þess að
þau voru í eigu sömu aðila,
bankanna, samræmt gjaldskrá
sína og haft svokölluð milligjöld óeðlilega lág.
20.8 | Heiðar Guðjónsson
Hvers vegna heldur
Seðlabankinn lífskjörum
almennings niðri?
Við þær aðstæður sem nú eru
alþjóðlegar, þar sem íslenska
hagkerfið vex langt umfram
hið evrópska, er fráleitt að
festa gengi gjaldmiðlanna
21.8 | Hafsteinn Sigurbjörnsson
Átökin í Straumsvík
Því ef þetta næst hjá álverinu
í Straumsvík þá koma aðrir á
eftir. Því staðreyndin er sú að
eina vopn launafólks er sam-
takamáttur þeirra við ótæm-
andi græðgi peningamanna, þeirra sem
stýra þeim og dýrka þá.
22.8 | Guðný Guðjónsdóttir
Ungur iðnaður með
framtíðina fyrir sér
Því hefur verið haldið fram að
kvikmyndagerðin hljóti íviln-
unar umfram aðrar atvinnu-
greinar en þegar hlutirnir eru
skoðaðir í stærra samhengi
stenst það ekki.
25.8 | Óskar Þór Karlsson
Í bland við tröllin
Þær ákvarðanir sem íslensk
stjórnvöld hafa tekið í þessu
máli bera þess því miður öll
merki að vera hreinn
flumbrugangur.
26.8 | Guðmundur Jónas Kristjánsson
Hægri grænir álykta
Vert er að hvetja allt þjóðhollt
borgarasinnað fólk að koma nú
til liðs við Hægri græna. Tóma-
rúmið til hægri verður að fylla!
27.8 | Einar S. Hálfdánarson
Um viðskiptabann
Rússlands gegn Íslandi
Rússar þurfa að hugsa sig vel
um hvernig þeir eyða tak-
mörkuðum gjaldeyri. Og hvað
er betra til heimabrúks en
koma með svona líka hraust-
lega atlögu að minnsta aðildarríki NATO?
28.8 | Þuríður Berglind Ægisdóttir
Alþjóðavæðingin
tækifæri eða ánauð?
Vinnumansal hefur minna
verið til umfjöllunar, en þar er
brotið á þolendum í tengslum
við atvinnuþátttöku þeirra.
29.8 | Ársæll Þórðarson
Óþjóðhollur?
Á næsta ári þarf forsætisráð-
herra að halda hátíðaræðu
sína í sveitarfélagi sem treyst-
ir sér til að halda uppi röð og
reglu og tryggja hátíðaræðu
hans gott hljóð á 17. júní hátíðahöldum.
31.8 | Pálmi Stefánsson
Að forðast ofneyslu
prótíns á efri árum
Prótín og orkuskortur gerir
fljótt vart við sig enda lífs-
hættulegt en erfitt er í raun að
forðast langvarandi ofneyslu
orkufæðu og afleiðingarnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg