Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Alpafegurðin umvefur Salzburg í Austurríki sem er sannkölluð tónlistarparadís og er einna þekktust sem fæðingarborg tón- skáldsins Amadeus Mozarts. Komið verður m.a. að Arnarhreiðri Hitlers, til Königsee og á leið okkar til gömlu borgarinnar Regensburg í Bæjaralandi verður farið í siglingu á Dóná. Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir 30. apríl - 7. maí Salzburg & Regensburg Vor 5 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Töluverðar skemmdir urðu á sjó- varnargörðum, vegum og öðrum mannvirkjum í Fjarðabyggð í óveðr- inu í fyrrinótt. Gömul sjóhús, sem standa í fjöruborðinu við grunnskól- ann í miðbæ Eskifjarðar, urðu fyrir skemmdum. „Ég tel að annað sjóhúsið sé ónýtt og hitt er mikið skemmt. Báðar bryggjurnar við sjóhúsin eru farn- ar,“ sagði Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Bryggjan við Randulfssjóhús, sem er frá 1890, skemmdist einnig mikið. Þá eyðilagðist hleðsla undir húsinu. Gat kom á skrokk uppsjávar- veiðiskipsins Aðalsteins Jónssonar SU þar sem það nuddaðist við bryggju á Eskifirði. Gatið var ofan sjólínu og var soðið í það í gær. Sjór flæddi upp að fiskimjölsverk- smiðjunni á Eskifirði og var 40-50 sentimetra djúpur sjór utan við verksmiðjuhúsið, að sögn Hauks Jónssonar, verksmiðjustjóra. „Ég hef aldrei séð svona mikinn sjó þarna áður,“ sagði Haukur. Með einni fyllunni kom bryggjustaur sem brotnað hafði úr gamalli bryggju og lamdi gat á stóra verksmiðjuhurð sem lét undan við höggið. Sjór komst þá inn í verksmiðjuna. Þar er lensibúnaður og því hægt að dæla sjónum út. Engar skemmdir urðu á tækjum. Verið var að kanna í gær hvort eitthvað af mjöli hefði blotnað. Þrjár hurðir sem snúa í austur á geymsluhúsum verksmiðjunnar fuku einnig upp. Bryggjustaurar og timbur úr bryggjunum lágu eins og hráviði um alla verksmiðjulóðina. Sjór gekk alveg upp að húsunum á Mjóeyri, sem er austan við þéttbýlið á Eskifirði. Hjónin Sævar Guð- jónsson og Berglind Steina Ingv- arsdóttir reka þar ferðaþjónustu. Eyrin fór að miklu leyti á kaf og sjórinn braut eina þrjá metra inn í landið og upp að gistihúsunum. Grjóti var sturtað í fjöruna framan við húsin til að verja þau áður en síð- degisflóðið kæmi í gær. Jens Garðar sagði að það væri forgangsverkefni að efla sjóvarnir í Fjarðabyggð í ljósi fenginnar reynslu. Óveðrið olli litlu tjóni í Neskaupstað. Sjór gekk yfir bryggjurnar Sjórinn gekk yfir sjóvarnargarð við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði og bar mikið af grjóti, timbri, þangi og öðru drasli upp á bryggjur. Öfl- ugasta vindhviðan á Ljósalandi í Fá- skrúðsfirði var 52 m/s á 10. tímanum í gærmorgun. Albert Kemp, fréttaritari Morg- unblaðsins, hafði heyrt að á háflóð- inu í fyrrinótt hefði einungis vantað um 30 sentimetra á að sjór flæddi yf- ir bryggjurnar. Aldan átti því greiða leið yfir bryggjurnar. Tjón varð á flotbryggju. Sjór gekk upp á sjáv- argötu sem liggur neðan við Búða- veg og einnig upp á þjóðveginn inn í bæinn. Skarð kom í þjóðveginn utan við jarðgöngin. Horn á þaki á húsinu Melbrún var að losna og tókst að fergja það með lyftarabómu. Þá fóru plötur af stafn- inum á félagsheimilinu sem var búið að klæða og einangra. Dráttarvél var látin halda við gaflinn. Járn losn- aði á fleiri húsum og unnu björg- unarsveitarmenn að því að binda það niður. Þjóðvegurinn mikið skemmdur „Það gekk mikið á,“ sagði Hákon Hansson, dýralæknir á Breiðdalsvík, um óveðrið. „Það urðu verulegar skemmdir, sérstaklega við sjávarsíð- una. Sjór gekk yfir nes þar sem höfnin er, áhaldahús Breiðdals- hrepps og fleira. Þar er allt í rúst liggur mér við að segja.“ Hann sagði að eitthvað hefði gefið sig í flot- bryggjunni. Björgunarsveit og starfsmenn sveitarfélagsins unnu að því að tryggja hana í gær. Hákon sagði að bátar hefðu verið í hættu þegar mest gekk á. Skemmdir urðu á Staðarborg, gömlu félagsheimili. Þar rifnaði klæðning af vegg og fauk út um allt. Þjóðvegurinn yfir Meleyri skemmdist. Klæðningin var mikið skemmd og ljóst að hann þarfnast verulegrar viðgerðar. Vegurinn var ófær um tíma vegna þess hvað mikið grjót barst upp á veginn. Ljósmynd/Hákon Hansson Breiðdalsvík Miklar skemmdir urðu á þjóðvegi 1 á Meleyri inn af botni Breiðdalsvíkur. Morgunblaðið/Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Sjórinn gekk yfir sjóvarnargarðinn og bar mikið af grjóti og þangi á land. Miklar skemmdir á mannvirkjum  Vegir, sjóvarnargarðar, hús og bryggjur skemmdust í ofsaveðrinu sem gekk yfir Austurland í fyrrinótt  Sjór gekk á land og var 40-50 sentimetra djúpur við fiskimjölsverksmiðju á Eskifirði Ljósmynd/Jens Garðar Helgason Eskifjörður Svanssjóhús (t.v.) er líklega ónýtt. Bryggjur fyrir framan það og húsið til hægri gjöreyðilögðust. Ljósmynd/Jens Garðar Helgason Eskifjörður Bryggjur brotnuðu. Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra ósk- aði eftir því í gær að kallaður yrði saman sem fyrst hópur ráðuneytisstjóra, fulltrúa al- mannavarnardeildar Ríkislög- reglustjóra, Viðlagatryggingar og fleiri til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á Austur- landi vegna ofsaveðurs sem þar hefur gengið yfir. Hópnum er ætlað að meta hvernig bregð- ast megi við, meðal annars í samráði við heimamenn. „Enn á ný höfum við orðið vitni að dugnaði og hugrekki björgunarsveita og annarra sem komið hafa að málum og fyrir það erum við þakklát,“ var haft eftir Sigmundi Davíð í til- kynningu forsætisráðuneyt- isins. Fulltrúar Viðlagatryggingar fóru á vettvang til að meta að- stæður í kjölfar óveðursins á Austurlandi. Flóð og skriður höfðu valdið talsverðu tjóni á vátryggðum eignum, bæði hjá einstaklingum og sveitarfé- laginu Fjarðabyggð. Viðbragðs- hópur FORSÆTISRÁÐHERRA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.